June 28, 2025
Rækjuréttur kaldur!
Þegar brauðtertu brauðið molnar allt niður þá sér maður nú við því og skellir bara í brauðtertu rétt í fati og skreytir.
1 brauðtertubrauð
400 gr af majonesi
500 gr af rækjum
4 egg, soðin
Tómata og agúrku til skreytingar og sítrónusneiðar
Seson All krydd eða annað eftir ykkar eigin smekk og smá sítrónupipar, smakkið til
Brytjið brauðið niður í fatið
Setjið blönduna ofan á brauðið
Og skreytið eftir ykkar eigin snilld
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 18, 2025
Hangikjöts skonsubrauðterta!
Frumraun mín í skonsubrautertu gerð sem heppnaðist bara furðuvel og allir voru glaðir með sem fengu að smakka hana. Maður lærði þó eitt og annað sem hafa þarf í huga eins og stærð pönnunnar, því mér fannst blessuð pönnukökupannan allt of lítið og fór því mínar eigin leiðir. Gaman væri að vita hvernig pönnu þið notið í ykkar bakstri.
February 15, 2025 2 Athugasemdir
Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.
November 23, 2024 2 Athugasemdir