Brauðhringur með rækjum!
October 19, 2024
Brauðhringur með rækjumGamli góði smjördeigs brauðhringurinn sem margir muna eftir er hérna kominn eins og ég gerði hann hérna á árum áður fyrir fjölskylduna. Hérna var sunnudagskaffiveisla og allir sáttir.
1 smjördeigs hring (
Butterdeigsbotn)
300-400 gr af rækjum
Majones
1-2 egg
1-2 tómata
Gúrkusneiðar
Sítrónu
Ég notaði hérna aðeins 1 egg og 1 tómat
Ég mæli með því að það sé sett á botninn deginum áður en á að bera hann fram svo að hann nái að mýkjast.
Smyrjið botninn vel af majonesi
Raðið eftir ykkar smekk tómat, gúrku og eggjasneiðum
Fyllið hann síðan með rækjum
Skreytið ef þið viljið aukalega með sítrónusneiðum
Tilbúin
Kaffiveisla fjölskyldunnar, tveir smjördeigshringir, einn með rækjum og hinn með laxasalati og svo vöfflur með sultu og rjóma.
Smjördeigs hringina er hægt að fá t.d.BjörnsbakaríHérastubbur bakarí í GrindavíkReynisbakaríSauðakróksbakaríAth. að væntanlega þarf að panta áður.Ef þið vitið um fleirri, vinsamlega deilið því með okkur.
Verði ykkur að góðu!
Þakklát fyrir allar deilingar áfram og leyfið mér endilega að heyra hvernig ykkur líkaði ef þið prufið uppskriftina, það má merkja okkur líka á Instagram.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Brauðréttir
November 23, 2024
Humar brauðterta!
Ég stóðst ekki freistinguna á að spyrja hvort ég fengi leyfi til að birta þessa uppskrift þegar ég sá hana, fékk góðfúslegt leyfi og ég að sjáfsögðu skellti mér svo í að gera hana og bjóða upp á í sunnudagskaffi hjá mér. Ég og gestirnir mínir gefa henni súpergóð meðmæli líka. Kettirnir fengu ekki smakk...:)
Halda áfram að lesa
November 13, 2024
Roastbeef brauðterta!
Ein af okkar uppáhalds brauðtertum er klárlega roastbeef brauðtertan. Þessa bjó ég til fyrir afmæli föður míns og ég keypti niðursneitt roastbeef hjá Kjöthöllinni sem var alveg æðislega gott, mæli með.
Halda áfram að lesa
November 01, 2024
2 Athugasemdir
Laxabrauðréttur
Einn af þessum réttum sem ég hef ætlað að gera í langan tíma.
Virkilega góður kaldur réttur sem ég reyndar útfærði á minn hátt með því að setja í hann Svövu sinnepið og setja hann í smjördeigshring sem ég keypti að þessu sinni af Hérastubbs bakaranum frá Grindavík.
Halda áfram að lesa