June 19, 2024
Brauðterta með túnfisk
Ég ákvað að nýta afganginn af brauðtertu brauðinu af Mills brauðtertunni og skellti í eina létta og ljúfa túnfiskbrauðtertu. Hæglega er hægt að stækka innihaldið sem upp er gefið um helming og gera eina stóra.
Skoða MIlls brauðtertuna hérna
3 brauðtertu brauðsneiðar
Ca hálf krukka af Heinz majonesi og smá auka til að smyrja hana með
3 egg
1 dós af túnfisk
1 lítill rauðlaukur, smátt saxaður
10-12 sneiðar af Agúku salati, smátt saxað
Aromat eða annað eftir smekk
Heil brauðterta
1 Brauðtertubrauð
1 krukka Heinz majones 480 gr
1 stór rauðlaukur, smátt saxaður
Ca 20 sneiðar af agúrku salati, smátt saxað
Kryddað með Aromat eða Seson All (eða eftir ykkar eigin smekk)
Sjóðið eggin, hrærið majonesið í skál og bætið saman við túnfiskinum (hellið safanum af fyrst) og þegar búið er að kæla eggin bætið þeim þá saman við, ásamt rauðlauknum og súru agúrkunum og kryddið svo með Aromat eða öðru að ykkar eigin vali.
Smyrjið svo salatinu jafnt á allar brauðsneiðarna hverja af annarri.
Til skreytingar:
Rucola frá Lambhaga
Agúrka, sneidd í lengjur
Sítróna
Vatnakarfi frá Lambhaga
Þar sem brauðsneiðarnar eru aðeins 3 þarna þá smurði ég efstu lengjuna líka með salatinu og skreytti svo með Rucola salati t.d. frá Lambhaga allan hringinn, sneiddum agúrkum sem ég skar niður með ostaskera og sítrónu sneiðum.
Leyfum svo myndunum að tala sínu máli hér að neðan.
Skreytingin toppuð með Vatnakarfa frá Lambhaga
Verði ykkur að góðu!
Þakklát fyrir allar deilingar áfram og leyfið mér endilega að heyra hvernig ykkur líkaði ef þið prufið uppskriftina, það má merkja okkur líka á Instagram.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 23, 2024
November 13, 2024
November 01, 2024 2 Athugasemdir