July 22, 2024
Salat með reyktum silung
Frekar einfalt en rosalega gott ferskt salat með reyktum silungi sem gott er að toppa svo í lokin með djúsí sinnepssósu eða annarri að eigin smekk.
1 silungabréf t.d. frá Skútustöðum Mývatnssveit
1 pk af Lambhaga íssalati
4-5 smá tómatar, skornir í sneiðar
1/2 paprika rauð, skorin niður
1/2 paprika gul, skorin niður
1/4 agúrka, sneitt niður
Fetaostur eftir eigin smekk
Snakk bitar frá Valentína, ótrúlega góðir með
Ætti að duga í tvo daga eða fyrir 2
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 29, 2024
March 09, 2024
May 14, 2023