Sveppapasta!
Gourme pasta með Furusveppasósu og Furusveppum, pastað ættað frá Ítalíu, sósan frá vestfjörðum okkar fagra Íslands og handtýndir furusveppir frá Hallormsstað á austfjörðunum. Svakalega góð blanda sem ég hreinlega elskaði. Ég verð líka að bæta því við að bæði sósan og sveppirnir fást líka sem Lerkisveppasósa og sveppir. Allt alveg dúndurgott!
Tagliolini al Tartufo!
Skellti mér í bíltúr í Háls í Kjós til að versla mér smávegis nautakjöt beint frá býli en þar voru þau að selja líka sælkeravörunar frá Tariello svo ég verslaði mér þetta líka fína pasta sem endaði svo með hágæða íslenskum vörum og úr varð Sælkeramáltíð fyrir allan peningin. Þetta er eitt það allra besta pasta sem ég hef fengið.
Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.