Fylltur pastaréttur

December 07, 2023

Fylltur pastaréttur

Fylltur pastaréttur
Ég er ósjaldan að reyna að hafa tilbreytingu í matarvali mínum og svo hef ég líka svo gaman af því að prufa nýtt. Hérna ákvað ég að fylla þetta stóra pasta af hakkrétti og setja svo inn í ofn og ost yfir.


Pasta sósan og pastað sem ég notaði

500 gr nautahakk
1 krukka af pastasósu, sjá mynd eða samsskonar
1.pk af Pasta Semola Grano Duro, keypti þetta í Hagkaup
3-4 gulrætur, smátt skornar í bita
Krydd, ég notaði Seson All


Steikið hakkið upp úr smjörlíki/olíu eftir ykkar smekk, kryddið það og bætið saman við það gulrótunum og látið malla í um 20-25 mínútur, já og bætið sósunni saman við svona eftir um 10.mínútur

Raðið pastanu í eldfast mót og fyllið svo með kjötfyllingunni

Stráið svo ostablöndunni yfir, ég notaði blandaðann ost.
Setjið svo inn í ofn á 180°c í um 25-30 mínútur eða þar til gullinbrúnt. Passið að það sé fylling vel yfir pastanu líka. Gæti hugsanlega verið gott að bleyta aðeins upp í pastanu áður til að mýkja það.

Verði ykkur að góðu

Ég bar fram ristað brauð með smjöri og kryddaði það með Pizza kryddi

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á 
feisbókinni


EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta

Sveppapasta!
Sveppapasta!

June 25, 2025

Sveppapasta!
Gourme pasta með Furusveppasósu og Furusveppum, pastað ættað frá Ítalíu, sósan frá vestfjörðum okkar fagra Íslands og handtýndir furusveppir frá Hallormsstað á austfjörðunum. Svakalega góð blanda sem ég hreinlega elskaði. Ég verð líka að bæta því við að bæði sósan og sveppirnir fást líka sem Lerkisveppasósa og sveppir. Allt alveg dúndurgott!

Halda áfram að lesa

Toro réttur með nýrnabaunum!
Toro réttur með nýrnabaunum!

March 16, 2025

Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.

Halda áfram að lesa

Tariello pastaréttur!
Tariello pastaréttur!

December 13, 2024

Tariello pastaréttur
Tariello pasta og Nduja sterk krydduð er mjúkt kryddað svínakjöts mauk, með chili frá Calabriu á Ítalíu sem ég blandaði svo saman við rjóma og Ricotta e Noci pesto ásamt sveppum og blaðlauk, einstaklega einfaldur en gómsætur pastaréttur sem bragð er af.

Halda áfram að lesa