Sveppapasta!

June 25, 2025

Sveppapasta!

Sveppapasta!
Gourme pasta með Furusveppasósu og Furusveppum, pastað ættað frá Ítalíu, sósan frá vestfjörðum okkar fagra Íslands og handtýndir furusveppir frá Hallormsstað á austfjörðunum. Svakalega góð blanda sem ég hreinlega elskaði. Ég verð líka að bæta því við að bæði sósan og sveppirnir fást líka sem Lerkisveppasósa og sveppir. Allt alveg dúndurgott!

Dásamleg blanda frá Íslandi & Ítalíu


1.pk af Furusveppum (1 dl af vatn á móti 2 dl af rjóma)
2-3 bollar af pasta 
Furusveppir 1/2 ca (leggið sveppina í bleyti í smá stund)
Kirsjuberjatómata

Útbúið sósuna og setjið svo sveppina útí 

Sjóðið pastað

Setjið pastað á pastadisk og hellið sósunni yfir pastað og skornu tómötunum og skreytið að vild, ég var með steinselju.

Þetta eru sósurnar sem fást hjá Villt að vestan sem eru alveg einstaklega góðar með kjötréttum og ekki síður pastanu eins og ég notaði eina af þeim hérna í. 
Hérna er hægt að sjá síðuna þeirra og þar er hægt að fylgjast með því hvar þær fást á landinu, skoða síðuna.

Gott að bera fram með góðu hvítlauksbrauði eða snittubrauði

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta

Toro réttur með nýrnabaunum!
Toro réttur með nýrnabaunum!

March 16, 2025

Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.

Halda áfram að lesa

Tariello pastaréttur!
Tariello pastaréttur!

December 13, 2024

Tariello pastaréttur
Tariello pasta og Nduja sterk krydduð er mjúkt kryddað svínakjöts mauk, með chili frá Calabriu á Ítalíu sem ég blandaði svo saman við rjóma og Ricotta e Noci pesto ásamt sveppum og blaðlauk, einstaklega einfaldur en gómsætur pastaréttur sem bragð er af.

Halda áfram að lesa

Rjómapasta með Risarækjum!
Rjómapasta með Risarækjum!

November 23, 2024

Rjómapasta með Risarækjum!
Einstaklega ljúffengur pastaréttur sem ég smellti í eitt kvöldið og nýtti bæði það sem ég átti til og sló í gegn hjá sjálfri mér í leiðinni því þessi réttur dugði mér í 3 máltíðir og var alltaf jafn góður, trúið mér!

Halda áfram að lesa