Rjómaspínatpestó!

April 26, 2024

Rjómaspínatpestó!

Rjómaspínatpestó!
Þessi var æðislega góður, algjört tilraunaverkefni hjá mér og heppnaðist líka svona vel, svo vel að ég er hvergi nærri hætt að nota pestó saman við rjóman í fleirri útfærslum!

1/2 lítri matreiðslurjómi (ath að þessi uppskrift er fyrir 1, svo þið stækkið fyrir fleirri)
1/2 poki af fersku spínat Tortillu pasta 
3 msk af grænu pestói frá Filippo Berio
3-4 msk af Mango chutney frá Patak's
5-6 litlir tómatar, skornir í sneiðar
1/2 dl af Kóríander kryddi fersku
1 stór lúka af Spínati 
2 dl af brokkolí
Smá bútur af blaðlauk, ca 5-6 sneiðar

Hérna er linkur beint á hina uppskriftina Spínatpasta pestó


Sjóðið pastað eftir leiðbeingum á pakkanum.
Hellið rjómanum í pott eða á litla pönnu og látið hitann koma upp að suðu.
Hrærið saman við pestóinu og Mangó chutney og bætið síðan saman við smátt skornu kóríander, brokkolí, blaðlauk og spínatinu. Þegar pastað er tilbúið, bætið því þá út í rjómann ásamt tómötunum.

Leyfið þessu að malla í ca 10 mínútur.

Stráið svo smá yfir af kóríander og parmesan ost ef þið viljið.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta

Sveppapasta!
Sveppapasta!

June 25, 2025

Sveppapasta!
Gourme pasta með Furusveppasósu og Furusveppum, pastað ættað frá Ítalíu, sósan frá vestfjörðum okkar fagra Íslands og handtýndir furusveppir frá Hallormsstað á austfjörðunum. Svakalega góð blanda sem ég hreinlega elskaði. Ég verð líka að bæta því við að bæði sósan og sveppirnir fást líka sem Lerkisveppasósa og sveppir. Allt alveg dúndurgott!

Halda áfram að lesa

Toro réttur með nýrnabaunum!
Toro réttur með nýrnabaunum!

March 16, 2025

Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.

Halda áfram að lesa

Tariello pastaréttur!
Tariello pastaréttur!

December 13, 2024

Tariello pastaréttur
Tariello pasta og Nduja sterk krydduð er mjúkt kryddað svínakjöts mauk, með chili frá Calabriu á Ítalíu sem ég blandaði svo saman við rjóma og Ricotta e Noci pesto ásamt sveppum og blaðlauk, einstaklega einfaldur en gómsætur pastaréttur sem bragð er af.

Halda áfram að lesa