Brauð & álegg!

November 13, 2022

Brauð & álegg!

Brauð & álegg!
Fyrir langa langa löngu voru kannski ekki ýkja margar tegundir af áleggi til, né brauði en annað er upp á teninginn í dag því maður hefur varla tölu yfir allar þær tegundir sem til eru af hvoru tveggja. 

Ég fór fyrir einhverju síðan að safna myndum af því því áleggi sem ég var að nota ofan á brauð og líka hitað brauð með allsskonar líka og ákvað svo að deila þessu með ykkur. Þetta er hvergi nærri tæmandi og ég mun halda áfram að bæta við þetta jafn og þétt hérna inni, svo fylgist með.

Tillögur eru vel þegnar líka frá ykkur, getið sent mér þær á ingunn@islandsmjoll.is eða komið með þær sjálf inni á síðunum mínum Heimilismatur og Brauðtertur og heitir réttir


Brauð með Salami

Brauð með eggi, tómat og agúrku

Brauð með salati, salami og osti

Kanil beygla með salami, tómötum og osti, hitað inn í ofni

Brauð með hangikjöti og osti, hitað í ofni þar til osturinn er bráðin

Samloka með kæfu

Þessa æðislegu bakka, bretti & morgunverðarplatta fái þið hjá Hjartalag.is

Ristað brauð með osti

Ristað brauð með bönunum

Langloka með hráskinku, súrum gúrkum, papriku og sósu eftir smekk

Samloku bitar með baunasalati

Ristað brauð með baunasalati

Rúgbrauð með rauðsprettu, remulaði, rauðkáli og súrum gúrkum

Samloka með grænkáli, reyktum silung og sneiddum radísum

Samloka með osti og bönunum sem er velt upp úr krydduðu eggi

Og steikt á pönnu

Rúgbrauð með reyktum silung, eggjahræru, gúrku og basiliku

Snittubrauð (Bruschetta) með tómatsalsa, hitað inn í ofni, Sjá uppskrift

Hálft snittubrauð, smurt með sítrónuolíu, sneiddir tómatar, ostur, Prima Donna ostur sneiddur í bita með saxaðri myntu, sáldrað með pipar úr kvörn....

Hitað í ofni þar til osturinn er bráðin, skorið í bita og borið fram.

Camembert ostur bræddur og borin fram með ristuðu brauði, sjá uppskrift

Ristað brauð með bearnis sósu, steiktu eggi, camembert, salati og rifsberjasultu

Rúgbrauð með eggi og Rauðbeðu síldarsalati

Brauð í ofni með Sardínum í dós

Sett inn í ofn og hitað þar til osturinn er bráðinn

Beygla með kanil og rúsínum, toppað með smá majónesi og heitreyktum eðallax frá Fisherman.

Graflax og graflaxsósa ofan á ristað brauð frá Fisherman.

Bananabrauð með eggjum, tómötum og gúrku.

Vaffla með kavíar og eggi, kryddað með smá kjöt og grillkryddi.

Samloka með eggjasalati (Sjá uppskrift af salatinu hérna)

Maltbrauð með osti (Tindur)

Samlokubrauð með rúllupylsu, gamalt og gott.
Bæti við hérna eftir því sem ég prufa fleirra og fæ ábendingar um.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

 



E
ÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni





Einnig í Brauðréttir

Heitt rúllutertubrauð
Heitt rúllutertubrauð

February 26, 2023

Heitt rúllubrauð
Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð. 
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.

Halda áfram að lesa

Freisting sælkerans
Freisting sælkerans

January 23, 2023

Freisting sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan og passar vel við nafnið á klúbbnum mínum í dag.

Halda áfram að lesa

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

December 12, 2022

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Ég hef verið að leika mér smá/mikið með að setja allsskonar álegg ofan á súrdeigs brauð, svona aðeins að vera í hollari kantinum og hafa tilbreytinguna og gleðina í því 

Halda áfram að lesa