Eggjasalat

April 16, 2023

Eggjasalat

Eggjasalat
Allt í einu langaði mig svo í eggjasalat! Hafði ekki gert svoleiðis í 20 ár örugglega og ekki var það lengi gert. Sjóða egg, hræra majó, setja egg útí og smá gúrku líka og papriku, krydda eftir mínum smekk og þá var það tilbúið.

Í þetta notaði ég 
Majónes, ca rúmlega hálfa litla dós
2 harðsoðin egg
1/4 af gúrku, saxað smátt
1/2 sæta rauða papriku, saxað smátt

Öllu blandað saman og ég kryddaði mitt salat með Seson All

Svo langaði mig líka svo í síld, svo ég ristaði mér Beyglu með kanil og skar hana svo í smærri bita, setti salat á suma bitana og suma bætti ég við extra síldarbita. 

Og svo naut ég þess að borða þetta og á afgang ofan á brauð á morgun. (Og kannski hinn líka).

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Salöt

Rækjusalat!
Rækjusalat!

January 16, 2025

Rækjusalat!
Einfalt og gott rækjusalat sem hægt er að nota bæði beint ofan á kex en eins líka í brauðtertur og samlokur.

Halda áfram að lesa

Ferskt salat með egg & síld!
Ferskt salat með egg & síld!

December 16, 2024

islaSælkera!
Það er ljúffengt að gæða sér á fersku salati með egg og síld og þá sérstaklega á aðventunni þótt það sé nú gott allt árið.

Halda áfram að lesa

Pestósalat!
Pestósalat!

November 30, 2024

Pestósalat!
Þessa blöndu fékk ég í hitting hjá vinkonu og þetta sló algjörlega í gegn hjá mér og er einstaklega gott með bæði góðu kexi eða snittubrauði, flottur sælkeraréttur í hvaða veislu/partý sem er. Og aðeins 3 hráefni!

Halda áfram að lesa