Eggjasalat

April 16, 2023

Eggjasalat

Eggjasalat
Allt í einu langaði mig svo í eggjasalat! Hafði ekki gert svoleiðis í 20 ár örugglega og ekki var það lengi gert. Sjóða egg, hræra majó, setja egg útí og smá gúrku líka og papriku, krydda eftir mínum smekk og þá var það tilbúið.

Í þetta notaði ég 
Majónes, ca rúmlega hálfa litla dós
2 harðsoðin egg
1/4 af gúrku, saxað smátt
1/2 sæta rauða papriku, saxað smátt

Öllu blandað saman og ég kryddaði mitt salat með Seson All

Svo langaði mig líka svo í síld, svo ég ristaði mér Beyglu með kanil og skar hana svo í smærri bita, setti salat á suma bitana og suma bætti ég við extra síldarbita. 

Og svo naut ég þess að borða þetta og á afgang ofan á brauð á morgun. (Og kannski hinn líka).

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni







Einnig í Salöt

Silungasalat með sinnepssósu
Silungasalat með sinnepssósu

March 29, 2024

Silungasalat með sinnepssósu
Elska góð fersk salöt öðru hverju, bæði með mat og eins líka sem máltíð og hérna var þetta notað sem máltíð. Athugið að þar sem ég er bara að gera þarna salat fyrir einn þá met ég sjálf hvað ég þarf mikið af hverju og svo er alltaf hægt að breyta til enda er þetta bara tillaga að ljúffengu salati.

Halda áfram að lesa

Spínatsalat
Spínatsalat

March 09, 2024

Spínatsalat
Ljúffengt spínatsalat með eggi, papriku, tómötum, agúrku og fetaosti, toppað með basamik gljáa. Dásamlega hollt og gott og afar einfaldur kostur sem gott getur verið að gera stóran skammt og hafa með sér í nesti.

Halda áfram að lesa

Rjómaepla salat
Rjómaepla salat

May 14, 2023

Rjómaepla salat
Ekta rjómasalat með eplum, svo rosalega einfalt og gott að það er hægt að hafa það bæði sem meðlæti og eftirrétt. Snilld!

Halda áfram að lesa