April 09, 2024
Kartöflusalat með spergilkáli
Virkilega góð uppskrift af kartöflusalati sem ég var loksins að gera og hafði með fisk en það passar með öllum mat og jafnvel sem máltíð ef út í það er farið.
Meðlæti eða léttur aðalréttur
fyrir 4, mjög létt
Sjóðið og kælið í ca.18-20 mínútur
800 gr kartöflur, afhýddar og skornar í bita
Salt
3 egg
200 g spergilkál, skipt í litlar greinar
100 gr magurt beikon í sneiðum, líka hægt að nota stökka beikonbita tilbúna í dós
3 vorlaukar, skornir í sneiðar
200 ml sýrður rjómi
4 msk majones
1 tsk sinnep
Nýmalaður pipar
Sjóðið létt og kælið svo spergilkálið
Með eggjum
Kartöflurnar soðnar í saltvatni.
Eggin harsoðin, kæld og skorin í báta eða eftir smekk
Spergilkálið soðið í 3-4 mín í léttsöltuðu vatni og síðan skolað í köldu vatni.
Beikonið steikt á þurri pönnu þar til það er stökkt. Myljið svo þegar það hefur kólnað.
Sett í skál ásamt kartöflum, spergilkáli, vorlauk og blandið saman.
Sýrður rjómi, majónes, sinnep og pipar hrært saman í annarri skál og hrært saman við salatið. Saltið svo lítilega eftir smekk og smakkið til.
Að lokum eru eggin sett út í og þeim blandað gætilega.
Ég gerði líka hluta af kartöflusalatinu án eggjanna
Með eggjum eða án! Bæði mjög góð...
Borið fram kalt með mat eða sem máltíð.
Dásamlegt ef deilt er áfram, hjartans þakkir fyrir það.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 28, 2024
April 21, 2024
April 04, 2024