Lárpera (Avacado) í allsskonar

June 03, 2024

Lárpera (Avacado) í allsskonar

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Ég las einu sinni að lárperan væri einn af eftirsóttustu ávöxtunum í heiminum, mikil ofurfæða, fullt af góðum vítamínum, fitu og kalíum.

Hún er sérstaklega mikið notuð í mexíkóskan mat og þá sérstaklega í guacamole eins og margir kannast við. 

Enn hérna koma fleirri hugmyndir af því hvernig hægt er að nota hana í mat og matargerð.

Byrjum á Cuacamole

2 þroskaðar lárperur (Avacado)
2 tómatar, fjarlægið fræin innan úr þeim og skerið niður smátt
1-2 hvítlauksrif pressuð
1 chili pipar fræhreinsaður, skerið mjög smátt niður
1/2 rauðlaukur, smátt skorinn
Ferskt kóríander, smátt niðurskorið
Safi úr einni límónu
Salt og pipar

Skerið lárperuna í tvennt og fjarlægið steininn og takið kjötið úr. 
Blandið þessu öllu saman í blandara eða öðru sem hentar. Bætið svo í lokin límónusafanum og kóríender.

Brauð með eggi og lárperu
Einstaklega einfaldur og góður réttur.

1 egg
1/2 lárpera
Safi úr sítrónu
Salt og pipar
Gróft brauð
Ferskar kryddjurtir til skreytingar

Sjóðið egg (linsoðið í 6-8 mínútur og harðsoðið í 8-10 mínútur.
Kælið eggið lítilega.
Skerið lárperuna í tvennt og hreinsið innan úr henni steininn og svo kjötið. Maukið það með gaffli og kryddið það með salti, pipar og sítrónusafa. 
Smyrjið brauðið með lárperu-maukinu og leggið eggið þar ofan á. 
Skreytið með ferskum kryddjurtum eftir ykkar eigin smekk.


Pastasalat

500 gr af pasta
200 gr kirsuberjatómatar eða kokteil
2 lárperur
150 gr mosarella ostakúlur
Íssalat
Ferskt basil
Salt og pipar

Dressing:
5-6 msk af ólífuolíu eða annarri salatolíu
2 msk balsam
Salt og pipar

Fyrir þá sem vilja sterkari sósu geta þeir bætt saman við chilli pipar eða hvítlauk fyrir þá sem eru í hvítlauknum.

Sjóðið pastað.
Kælið það og hellið dressingunni yfir það. 
Setjið það í skál og bætið svo salatinu, tómötunum og ostakúlunum og basil saman við saltið og piprið svo létt yfir eftir smekk.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eggjakaka með spínati!
Eggjakaka með spínati!

March 20, 2025

Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.

Halda áfram að lesa

Avókadóbrauð!
Avókadóbrauð!

March 18, 2025

Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.

Halda áfram að lesa

Smjördeigssamloka!
Smjördeigssamloka!

March 11, 2025

Smjördeigssamloka!
Það er svo gaman að breyta út af vananum og hérna ákvað ég að í staðinn fyrir að vera með brauð að vera með smjördeig með skinku, osti, sætu sinnepi og ananas og hita inni í ofni, ég mæli með!

Halda áfram að lesa