June 03, 2024
Lárpera (Avacado) í allsskonar
Ég las einu sinni að lárperan væri einn af eftirsóttustu ávöxtunum í heiminum, mikil ofurfæða, fullt af góðum vítamínum, fitu og kalíum.
Hún er sérstaklega mikið notuð í mexíkóskan mat og þá sérstaklega í guacamole eins og margir kannast við.
Enn hérna koma fleirri hugmyndir af því hvernig hægt er að nota hana í mat og matargerð.
Byrjum á Cuacamole
2 þroskaðar lárperur (Avacado)
2 tómatar, fjarlægið fræin innan úr þeim og skerið niður smátt
1-2 hvítlauksrif pressuð
1 chili pipar fræhreinsaður, skerið mjög smátt niður
1/2 rauðlaukur, smátt skorinn
Ferskt kóríander, smátt niðurskorið
Safi úr einni límónu
Salt og pipar
Skerið lárperuna í tvennt og fjarlægið steininn og takið kjötið úr.
Blandið þessu öllu saman í blandara eða öðru sem hentar. Bætið svo í lokin límónusafanum og kóríender.
Brauð með eggi og lárperu
Einstaklega einfaldur og góður réttur.
1 egg
1/2 lárpera
Safi úr sítrónu
Salt og pipar
Gróft brauð
Ferskar kryddjurtir til skreytingar
Sjóðið egg (linsoðið í 6-8 mínútur og harðsoðið í 8-10 mínútur.
Kælið eggið lítilega.
Skerið lárperuna í tvennt og hreinsið innan úr henni steininn og svo kjötið. Maukið það með gaffli og kryddið það með salti, pipar og sítrónusafa.
Smyrjið brauðið með lárperu-maukinu og leggið eggið þar ofan á.
Skreytið með ferskum kryddjurtum eftir ykkar eigin smekk.
Pastasalat
500 gr af pasta
200 gr kirsuberjatómatar eða kokteil
2 lárperur
150 gr mosarella ostakúlur
Íssalat
Ferskt basil
Salt og pipar
Dressing:
5-6 msk af ólífuolíu eða annarri salatolíu
2 msk balsam
Salt og pipar
Fyrir þá sem vilja sterkari sósu geta þeir bætt saman við chilli pipar eða hvítlauk fyrir þá sem eru í hvítlauknum.
Sjóðið pastað.
Kælið það og hellið dressingunni yfir það.
Setjið það í skál og bætið svo salatinu, tómötunum og ostakúlunum og basil saman við saltið og piprið svo létt yfir eftir smekk.
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 25, 2024
June 12, 2024
June 03, 2024