Pizza með heitreyktum lax

January 31, 2024

Pizza með heitreyktum lax

Pizza með heitreyktum lax
Hagsýna húsmóðirin nýtir allt vel og oftar en ekki þá nýti ég allt upp til agna. Ég útbjó mér Baguette með heitreyktum laxi og daginn eftir þá var pizza sem ég deili nú hérna með ykkur.

1 pizzadeig/kúla
Heitreyktur lax
Kokteiltómatar
Pizzasósa
Mosarella ostur/pizza ostur
Feta ostur

Fletjið pizzadeigið út. Í þetta sinn ákvað ég að útbúa langpizzu í staðinn fyrir kringlótta, alltaf svo gaman að breyta aðeins til líka. 

Næst er að setja pizzasósunu ofan á

Þar á eftir er það laxinn og tómaturinn

Og í restina er það mosarella/pizza osturinn og feta. Ég notaði olíuna af fetaostinum og bar hana á kanntana og kryddaði svo með pizza kryddi yfir alla pizzuna. Setjið inn í ofn á 180°c og baka hana þar til hún er gullin brún, ca 15-20 mínútur.



Ég toppaði hana svo með barbeque sósu og naut vel.

Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll

Verði ykkur að góðu.

Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Tariello pastaréttur!
Tariello pastaréttur!

December 13, 2024

Tariello pastaréttur
Tariello pasta og Nduja sterk krydduð er mjúkt kryddað svínakjöts mauk, með chili frá Calabriu á Ítalíu sem ég blandaði svo saman við rjóma og Ricotta e Noci pesto ásamt sveppum og blaðlauk, einstaklega einfaldur en gómsætur pastaréttur sem bragð er af.

Halda áfram að lesa

Rjómapasta með Risarækjum!
Rjómapasta með Risarækjum!

November 23, 2024

Rjómapasta með Risarækjum!
Einstaklega ljúffengur pastaréttur sem ég smellti í eitt kvöldið og nýtti bæði það sem ég átti til og sló í gegn hjá sjálfri mér í leiðinni því þessi réttur dugði mér í 3 máltíðir og var alltaf jafn góður, trúið mér!

Halda áfram að lesa

Pizza með risarækjum!
Pizza með risarækjum!

November 15, 2024

Pizza með risarækjum!
Ég lagði upp með að gera allar pizzurnar úr pizza mixinu frá Toro með risarækjum en svo þegar ég byrjaði þá breyttust plönin mín eins og svo oft áður og úr varð, 1 pizza með risarækjum, 1 pizza með pepperóní og svo úr þriðja hlutanum bjó ég til kanilstangir, virkilega skemmtileg tilbreyting og líka svo gott allt saman!

Halda áfram að lesa