Pizza með heitreyktum lax

January 31, 2024

Pizza með heitreyktum lax

Pizza með heitreyktum lax
Hagsýna húsmóðirin nýtir allt vel og oftar en ekki þá nýti ég allt upp til agna. Ég útbjó mér Baguette með heitreyktum laxi og daginn eftir þá var pizza sem ég deili nú hérna með ykkur.

1 pizzadeig/kúla
Heitreyktur lax
Kokteiltómatar
Pizzasósa
Mosarella ostur/pizza ostur
Feta ostur

Fletjið pizzadeigið út. Í þetta sinn ákvað ég að útbúa langpizzu í staðinn fyrir kringlótta, alltaf svo gaman að breyta aðeins til líka. 

Næst er að setja pizzasósunu ofan á

Þar á eftir er það laxinn og tómaturinn

Og í restina er það mosarella/pizza osturinn og feta. Ég notaði olíuna af fetaostinum og bar hana á kanntana og kryddaði svo með pizza kryddi yfir alla pizzuna. Setjið inn í ofn á 180°c og baka hana þar til hún er gullin brún, ca 15-20 mínútur.Ég toppaði hana svo með barbeque sósu og naut vel.

Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll

Verði ykkur að góðu.

Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Pasta & pizzur

Fylltur pastaréttur
Fylltur pastaréttur

December 07, 2023

Fylltur pastaréttur
Ég er ósjaldan að reyna að hafa tilbreytingu í matarvali mínum og svo hef ég líka svo gaman af því að prufa nýtt. Hérna ákvað ég að fylla þetta stóra pasta af hakkrétti og setja svo inn í ofn og ost yfir.

Halda áfram að lesa

Kartöflupizza!
Kartöflupizza!

November 10, 2023

Kartöflupizza!
Hefði ég pantað mér hana, nei en eftir að hafa smakkað eðal súrdeigs Kartöflupizzu hjá henni Ídu sem rak Kaffi Klöru í fyrra, þá klárlega. Nú ekki á ég hæg heimatökin á Ólafsfjörðinn,,,

Halda áfram að lesa

Saltfisk pizza
Saltfisk pizza

June 29, 2023

Saltfisk pizza 
Með ostakantinum ásamt kartöflum og caper's. Stórgóð blanda sem má bæta við t.d. fetaosti eða öðru hráefni sem hugurinn kallar á. 

Halda áfram að lesa