Chilli Bolognese

April 08, 2024

Chilli Bolognese

Chilli Bolognese
Var með spagetti og heimagerðar hakkabollum í Chili Bolognese sósu frá Toro um daginn. Máltíð sem hentaði mér vel i tvo daga. Sósurnar eru að koma mér skemmtilega á óvart og eru virkilega bragðgóðar. Hægt er að bæta hverju sem er saman við, bara láta hugmyndaaflið njóta sín.

Hakkbollurnar átti ég til í frystinum frá því að ég hafði gert þær síðast og þetta er uppskriftin af þeim, algjörar sælkerabollur. Sjá uppskrift

Snilldarinnar mælistika fyrir pastað, keypti þessa hjá
Bako Ísberg


1 pakki af Chili Bolognese
10 hakkbollur
10 litlir tómatar
Spagetti fyrir 1
Primadonna ost eða Parmesan
Ferska Basilíka t.d. frá Lambhaga

Hitið upp sósuna samkvæmt leiðbeingunum á pakkanum og bætið bollunum svo út í sósuna og látið malla í smá stund.

Bætið líka saman við tómötunum 

Raspið svo ostinum yfir og skreytið með ferskri Basilíku.

Hellið svo meiri sósu út á réttinn ef þið viljið

Það eru í boði 3 tegundir og ef ykkur finnst Chili sterkt þá mæli ég með hinum í staðinn, það reif alveg pínulítið í en bara pínu.

Njótið vel og deilið eins og vindurinn!

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Toro réttur með nýrnabaunum!
Toro réttur með nýrnabaunum!

March 16, 2025

Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.

Halda áfram að lesa

Grænmetis pizza!
Grænmetis pizza!

March 07, 2025

Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt. 

Halda áfram að lesa

Pizzahringur!
Pizzahringur!

February 06, 2025

Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.

Halda áfram að lesa