April 17, 2022
Balsamik sveppir
Fann þessa uppskrift á netinu og langaði að prufa hana, algjört sælgæti fyrir þá sem elska sveppi.
Skerið sveppi niður. Setjið sveppina í skál ásamt balsamic ediki, smá af olíu, smá salti og pressið 1-2 hvítlauksrif saman við. Blandið vel saman. týnið laufin af timiangreinunum og saxið, má sleppa.
Setjið sveppina í eldfast mót og bakið í 25-30 mín. Hrærið aðeins í sveppunum á milli eða þar til þeir eru fulleldaðir og enginn vökvi er eftir í eldfasta mótinu.
Njótið og deilið með gleði.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
July 28, 2022
April 22, 2022
December 24, 2021
Soðið rauðkál
Gamaldags og pottþétt rauðkálsuppskrift. Þeir sem einu sinni hafa komist upp á að sjóða rauðkálið sitt sjálfir láta sér ekki niðursoðið rauðkál duga þaðan í frá. Allavega ekki á hátíðisdögum.