Rjómaspínatpestó!

April 26, 2024

Rjómaspínatpestó!

Rjómaspínatpestó!
Þessi var æðislega góður, algjört tilraunaverkefni hjá mér og heppnaðist líka svona vel, svo vel að ég er hvergi nærri hætt að nota pestó saman við rjóman í fleirri útfærslum!

1/2 lítri matreiðslurjómi (ath að þessi uppskrift er fyrir 1, svo þið stækkið fyrir fleirri)
1/2 poki af fersku spínat Tortillu pasta 
3 msk af grænu pestói frá Filippo Berio
3-4 msk af Mango chutney frá Patak's
5-6 litlir tómatar, skornir í sneiðar
1/2 dl af Kóríander kryddi fersku
1 stór lúka af Spínati 
2 dl af brokkolí
Smá bútur af blaðlauk, ca 5-6 sneiðar

Hérna er linkur beint á hina uppskriftina Spínatpasta pestó


Sjóðið pastað eftir leiðbeingum á pakkanum.
Hellið rjómanum í pott eða á litla pönnu og látið hitann koma upp að suðu.
Hrærið saman við pestóinu og Mangó chutney og bætið síðan saman við smátt skornu kóríander, brokkolí, blaðlauk og spínatinu. Þegar pastað er tilbúið, bætið því þá út í rjómann ásamt tómötunum.

Leyfið þessu að malla í ca 10 mínútur.

Stráið svo smá yfir af kóríander og parmesan ost ef þið viljið.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Toro réttur með nýrnabaunum!
Toro réttur með nýrnabaunum!

March 16, 2025

Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.

Halda áfram að lesa

Grænmetis pizza!
Grænmetis pizza!

March 07, 2025

Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt. 

Halda áfram að lesa

Pizzahringur!
Pizzahringur!

February 06, 2025

Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.

Halda áfram að lesa