April 26, 2024
Spínatpasta pestó!
Oftar en ekki þá er ég að matreiða fyrir eingöngu fyrir mig svo að ég nýti oft það hráefni sem ég kaupi á marga vegu til að viðhalda fjölbreytninni hjá mér og hérna er ein af tvemur uppskriftum sem ég gerði þar sem undistaða hráefnanna er sú sama en svo með smá tilbreytingu líka. Ofureinfaldur réttur.
1 pk af fersku Tortelloni
1/2 krukka af Filippo Berrio Pestó grænu
1 lúka af Spínati
5-6 litlir tómatar, skornar í sneiðar
1/2 dl af Parmesan osti
Brauðbollur, snittubrauð eða annað brauð að eigin vali
Setjið spínat í botninn á skál eða disk
Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum. Færið það svo ofan á spínatið, raðið tómötunum ofan á og setjið Pestóið í miðjuna og stráið svo Parmesan ostinum yfir.
Þarna var ég með heimabakaðar bollur sem ég átti til. Skar þær í tvennt, setti eina msk af Pestóinu ofan á og stráið parmesan osti líka ofan á og inn í ofn í ca.5 mínútur eða þar til osturinn er byrjaður að bráðna.
Hérna er beinn linkur á hina uppskriftina, Rjómaspínatpestóið
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 31, 2024
July 16, 2024
April 26, 2024