December 13, 2024
Stóreldhússýningin Laugardalshöll
Var haldinn dagana 31.október og 1.nóvember 2024 í Laugardalshöllinni.
Þarna eru fjöldinn allur af matvælatengdum fyrirtækjum á markaðinum saman komin til að kynna sig og sjá aðra. Alltaf jafn gaman að koma og sjá, fræðast og smakka nýjungar sem mörg fyrirtækjanna eru með á boðstólunum.
Að þessu sinni fór ég bara annan daginn og náði því ekki að sjá og hitta eins marga eins á áður engu að síður af nægu að taka.
Sjá myndir og eitthvað af upplýsingum hér að neðan.
Hérna eru þeir Víðir Ingþórsson CEO og Trausti Grétarsson sölumaður að kynna vörurnar frá Nora Seafood sem er staðsett á Ísafirði. Nora Seafood er fjölskyldurekið fyrirtæki stofnað og rekið af Víðir og á fyrirtækið 3 fiskframleiðslur á Íslandi þar sem framleitt eru ferskar, þurrkaðar, fulleldaðar og reyktar afurðir.
Hérna voru þeir með í boði fisk í orlý sem var afar góður.
Hafberg og Sara dóttir hans voru á svæðinu og kynntu vörur sínar frá Lambhaga. Vörur sem eru þjóðinni vel kunnugur.
Heimasíða Lambhaga ehf
Hérna eru þau Margrét Hrund Arnarsdóttir framkvæmdarstjóri og Runólfur Árni
Hérna var á ferðinni skemmtileg nýjung. Hreppamjólk frá Fjölskyldubúinu Gunnbjarnarholti sem er staðsett fyrir utan Selfoss. Þar er velferð kúnna í miklu fyrirrúmi og skemmtilega staðreyndin er að allar kýrnar eiga sín eigin nöfn, kannski að einhver þeirra heiti í höfuðið á mér eða þér.
Fjölskyldan í Gunnbjarnarholti er drifin áfram af áhuga og metnaði fyrir heilnæmri og íslenskri framleiðslu segir í bæklingi sem ég fékk hjá þeim og hófu þau sína eigin framleiðslu á búinu árið 2021 og má þar nefna Hreppa skyrdrykkin, Hreppa Ískaffið sem ég smakkaði og var mjög gott og svo Hreppa rjómaís.
Lestu meira um þau hérna
Inga Þóris frá Innnes ehf og sonur hennar létu sig ekki vanta á stórsýninguna.
Ísfugl ehf kynnti vöruúrvalið sitt og ég get sagt ykkur að þarna langði mig nú bara að teygja höndina inn í glerið og fá mér að borða, þvílík girnilegt sýningarborð.
Á baki Ísfugli standa traustir og metnarfullir bændur.
Þú sérð frá hvaða Ísfuglsbónda kjötið þitt kemur!
Ísfugl leggur ríka áherslu á að neytendur geti séð á umbúðum vörunnar frá hvaða búi hún kemur. Allt ferskt og óunnið kjöt frá Ísfugli er rekjanlegt til bónda. Um leið og unginn kemur úr egginu fær hann rekjanleikanúmer sem fylgir honum allt til enda. Nafn búsins kemur fram á umbúðum og hér á vefnum getur neytandinn aflað sér frekari upplýsinga um bóndann sem ræktað hefur fuglinn sem keyptur er hverju sinni. Skemmtileg staðreynd sem stendur á síðunni hjá þeim, ég ætla að kíkja eftir því næst þegar ég kaupi mér kjúkling eða kalkún.
Heimasíða Ísfugls
Nammi namm
Stelpurnar hjá Papco
Starfsfólk Papco
Papco fyrirtækjaþjónusta er sérhæfð í sölu á hreinlætis- og rekstrarvörum til fyrirtækja og stofnana. Starfsfólk Papco fyrirtækjaþjónustu leggur metnað sinn í að veita persónulega og faglega ráðgjöf sem er sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis.
Heimasíða Papco
Robert Cenci kokkur og kennari hjá Barilla Academia var á staðnum og töfraði fram gómsæta pastarétti ásamt því að fræða gesti um hina ýmsu matargerð ítala.
Hérna eru sölumenn ásamt ítölskum kokk að kynna Barilla pasta sem var einstaklega ljúffengt og ég var leist út með gjafapoka með svuntu, Barilla Linguine pasta og Barilla Pesto Genovese pasta sósu og ég að sjálfsögðu skellti í einn einstaklega góðan pastarétt, Rjómapasta með risarækjum, sjá uppskrift!
Safa Jemai hjá Mabrúka lét sig ekki vanta á sýninguna og kynnti frábæru kryddin sín sem eru alltaf að verða fáanlegri í fleirri búðum á landinu en Krónan var að bætast við sem söluaðili núna nýlega. Einstök krydd í matargerð sem ég á eftir að kynna mér enn betur þegar fram líða stundir.
Finna má hérna nokkrar uppskriftir sem komu inn á síðuna í mars 2023 sem hún gaf mér góðfúslegt leyfi til að deila með ykkur.
Heimasíða Mabrúka
Samuel Perrella og Björn Aðalbjörnsson
Loki foods nýlegt frumkvöðlafyrirtæki sem kynnti nýjlegar Vegan vörur á markaðinum, vörur sem líkjast kjöti og fisk unnar úr grænmetisafurðum, virkilega áhugaverðar vörur sem ég smakkaði og gæti alveg hugsað mér að borða inn á milli, komu mér verulega á óvart.
Hérna er hægt að skoða vöruúrvalið hjá þeim, skoða
Boðið var upp á smakk af Krókettum, Buffi, Fisksteik, plokkfisk og bollum.
Allt vörur án dýraafurða. Það verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Kombucha er léttkolsýrður svaladrykkur ættaður frá Asíu, eða raunar grænt eða svart te (Camellia sinensis) sem síðan er bætt í sykri og þá látin gerjast.
Kombucha Iceland er aðeins með því sykurmagni sem þarf til að næra gerilinn sem í honum er. Gerjunin er svipuð ferli og við framleiðslu á jógúrti, súrkáli, bjór eða víni.
Þessi heillandi drykkur er ógerilsneyddur og því með miklu magni af góðgerlum sem taldir hafa góð á þarmaflóruna. Hin síðari ár athygli beinst æ meir að þarmaflóru okkar og mikilvægum hennar fyrir heilsufar, jafnt andlegt sem hefur rétt.
Kombucha er ljúffengur og hressandi drykkur, rík uppspretta góðra og gagnlegra gerla. Inniheldur lítið af sykri og kaloríum.
Kombucha Iceland kom fyrst á markað í ágúst 2017 og er það fyrsta kombucha brugghúsið sem hefur verið stofnað á Íslandi.
Heimasíða Kombucha Iceland
Ragnheiður Sigurðardóttir eigandi Hótelreksturs og heimili kynnti dásamlegu og fallegu vörurnar sínar. Einstaklega fágaðar og fallegar vörur sem gera dvölina á heima og að heiman einstaklega dásamlega.
Þarna finnur þú falleg handklæði, sápur, ilmkerti, ilmstangir, sloppa, sængurverasett, lök, bordúka, servíettur og hversskonar gjafavörur ásamt fleirru.
Heimasíða Hótelreskturs og heimilis
Á milli þess sem maður rölti á milli básanna þá fékk maður sér einn og einn sælkerabita og þessi var nú einstaklega ljúffengur.
Ekran var með stóran og fallegan sýningarbás.
Vöruúrvalið er einstakt og má þar nefna vörur t.d. frá Knorr, Segafredo, Hamingju, Rynkeby, Hellmann's, Kikkoman, Old el Paso, Dole, Dan sukker, Good Good ofl
Litríkur og fallegur
Hérna eru tveir af starfsmönnum Ekrunar að kynna vörurnar og stilltu sér upp fyrir mig og leystu mig svo út með smá gjafapoka, takk fyrir það.
Bako verslunartæki þar sem kynntar voru allsskonar áhugaverðar vörur til stóreldhúss og svo töfruðu þeir fram veitingar þess á milli.
Heimasíða Bako verslunartækni
Kjarnafæði lét sig ekki vanta og bauð upp á smakk af allsskonar góðgæti.
Heimasíðan Kjarnafæði
Þetta finnst nú mörgum gott
Ásbjörn Ólafsson ehf sýndi frá sinni heildsölu borðbúnað ofl áhugavert en fyrirtækið er með sölu á ansi mörgum vörumerkjum sem er of langt að telja upp hérna svo ég skelli bara link beint á þau, sjá vörumerkin!
Heimasíða Ásbjörns Ólafssonar
MS Mjólkursamsalan kynntil allt milli himins og jarðar á sýningunni af sínum vörum, ostar, ostakökur, jógúrtvörur, skyr og buðu upp á smakk svo að enginn þurfti að fara svangur frá borði.
Heimasíða Mjólkursamsölunnar
Gourme ostar
Sælkeranýjung
Sýnishorn á hvernig maður getur borið fram ljúffengt brauð með osti og hráskinku
Ostakaka
Texti & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll
P.S. Ef það eru þarna einhverjar upplýsingar rangar eða vantar að bæta við, þá vinsamlega sendið mér póst þess eðlis á ingunn@islandsmjoll.is
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
January 02, 2025
December 26, 2024
December 12, 2024