March 15, 2023
Uppskriftir frá Túnis og mömmu hennar Safa Jemai
Safa Jemai, athafnakona og frumkvöðull, eigandi að Mabrúka og Margrét Ríkharðsdóttir vinkona hennar, matreiðslumeistari og einn af eigendum Duck & Rosetöfruðu töfruðu fram afríska rétti í vinkonuboðið um daginn sem sló virkilega vel í gegn.
Þema kvöldsins voru kryddin frá Túnis – Mabrúka fyrirtækinu hennar Söfu og móður hennar.
Safa gaf góðfúslegt leyfi til að deila þeim einnig hérna með ykkur á síðunni, hjartans þakkir elsku Safa.
Safa Jemai (mynd tekin á sýningunni Stóreldhúsið sem haldin var í Laugardalshöllinni dagana 10-11.nóvember 2022 þar sem hún var að kynna kryddin sín.
Afrískt hlaðborð
fyrir 4
2-4 stk. tómatar, gróft skornir
2 stk. rauð paprika, gróft skorin
1 stk. laukur, gróft skorinn
2 stk. chili, fínt skorið
4 hvítlauksgeirar, smátt skornir
1 dós tómatar
Salt og svartur pipar frá Mabrúka eftir smekk
1 tsk. chili-flögur
1 tsk. harissa
Smá steinselja/kóríander til þess að skreyta
6-8 stk. egg
Byrjið á að hita stóra pönnu með góðri ólífuolíu á. Setjið allt grænmetið á pönnuna og steikið við miðlungshita. Þegar grænmetið er farið að mýkjast bætið við tómötum í dós og kryddið svo til. Þegar þið eruð sátt við bragðið brjótið þá eggin yfir. Gott er að setja lok yfir pönnuna, þá hjálpar gufan til við að elda eggin hraðar. Þegar eggin eru klár er gott að setja smá steinselju og eða kóríander yfir.
fyrir 4
500 g semolina-hveiti
250 g hveiti
½ tsk. ger
1 tsk. salt
500 ml vatn
Þegar verið að steikja flatbrauðið:
Ólífuolía
Salt
Blandið saman þurrefnum í hrærivélarskál. Blandið saman og bætið svo vatninu varlega saman við þar til deigið er frekar klístrað. Leyfið skálinni með deiginu að standa örlítið svo deigið geti tekið sig, um það bil 30 mínútur. Byrjið svo að hnoða og skipta deiginu í jafnar kúlur. Deigið er svo flatt út og steikt jafnóðum á miðlungshita upp úr ólífuolíu og kryddað til með salti og zatar.
1 stk. rauð paprika
1 stk. græn paprika
1 stk. laukur
1 stk. hvítlaukur eða 6 hvítlauksgeirar
3 stk. tómatar
Salt og pipar frá Mabrúka
Cumin
Túnfisksteik, má líka nota eldaðan úr búð, mælum þá með túnfiskinum frá Olifia
Ólífur
Grænmetið er sett í ofnskúffu með ólífuolíu og bakað á 180°C í um það bil 20-30 mínútur eða þar til húðin er farin að dekkjast og skinnið farið að losna frá/líka hægt að grilla á háum hita. Þegar grænmetið er klárt er því leyft að kólna aðeins. Svo er húðin tekin af og grænmetið allt skorið í smá bita. Gott er að skera það í sigti til þess að leyfa vökvanum að leka af. Þegar allt grænmetið er klárt er það kryddað til með salti, pipar, cumin og smá ólífuolíu.
Salatið er sett á fallegt fat eða í skál. Túnfiskurinn er steiktur við meðal hita þar til hann er eldaður í gegn. Svo má brjóta hann yfir salatið eða brjóta eldaða túnfiskinn yfir salatið.
Þess má geta að Safa er eigandi Mabrúka ásamt móður sinni og saman flytja þær inn og selja hágæða krydd frá Túnis.
Kryddin eru handtýnd og koma víða að frá norður Túnis og eru síðan unnin af móður hennar úti í Túnis og ber fyrirtækið nafn móður hennar.
Mabruka (Mabrúka þýðir manneskjan sem færir þér heppni).
Hægt er að lesa sögu þeirra mun betur á síðunni þeirra.
Kryddin eru svo send hingað heim og eru notuð orðin á mörgum veitingastöðum hérlendis og hafa þau hlotið góða dóma.
Þau fást bæði í fallegum viðarkrukkum og eins í pokum til áfyllingar.
Kryddin fást líka orðið í verslunum víða.
Vefsíðuna má finna hérna
Uppskriftir & myndir frá Safa og Margréti
Njótið vel og deilið eins og vindurinn!
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.