December 10, 2025
Fiðrildi.is - Ásdís Guðmundsdóttir
Fiðrildaferðir er ansi áhugaverð ferðaskrifstofa sem stofnuð var árið 2025 af Ásdísi Guðmundsdóttir. Ásdís leggur mikla áherslu á samfélags- og menningartengda ferðamennsku. Þetta hugtak vísar til ferðaþjónustu sem er þróuð af heimamönnum og í samstarfi við samfélög á hverju svæði fyrir sig og þar sem áhersla er á að virðisaukinn verði eftir á svæðinu. Með þessum hætti leggur ferðamaðurinn sitt af mörkum til að efla samfélög og íbúa þeirra.
Taj Mahal
Markmiðið er að veita gestum einstaka upplifun á sama tíma og heimsóknin styður við sjálfbærni og efnahagslega velferð samfélagsins. Hversu dásamlegt er það.
Í ferðum færð þú tækifæri til að upplifa ævintýri, nýja menningu, kynnast heimafólki og taka virkan þátt og ég er viss um að það skilur eftir sig dásamlegar minningar.
Hún leggur upp á að fara með litla hópa og að veita framúrskarandi persónulega þjónustu, eitthvað sem ég myndi elska.
Kryddmarkaður á Indlandi
Gildin hennar eru:
Upplifun
Við viljum að okkar ferðalangar upplifi menningu hvers lands, fái innsýn inn í daglegt líf heimafólks og sé umhugað um samfélagið sem heimsótt er og beri virðingu fyrir því.
Umbreyting
Við viljum að ferðalög okkar umbreyti þér, að þú fáir nýja sýn og verðir opnari fyrir annari menningu.
Umhyggja
Við berum umhyggju fyrir heimafólki, þeirra umhverfi, menningu og náttúru og ferðumst í sátt við heimamenn.
Ásdís Guðmundsdóttir á Indlandi
Ásdís Guðmundsdóttir er stofnandi og eigandi og Fiðrildaferða og ég kynntist henni fyrir um 10.árum síðan þar sem hún var með hóp af frumkvöðlakonum sem voru að stíga sín fyrstu skref með sín fyrirtæki eða hugmyndir.
Hún er menntuð í félagsfræði og stjórnun og hefur auk þess próf sem svæðisleiðsögumaður. Hún hefur ólæknandi ferðabakteríu og veit ekkert skemmtilegra en að upplifa nýja menningu spennandi landa með áherslu á að skoða ótroðnar slóðir. Að ferðast færir okkur nær hvert öðru og gefur okkur nýja sýn og eykur víðsýni!
Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með henni í ferðum, bæði innan sem utanlands og ég væri svo til í að skella mér í eina ævintýraferð með henni einn daginn, það er góður draumur!
Hérna má sjá fyrstu ferð sem hún bíður upp á árið 2026, þvílíka ferðaveislan.
Fiðrildaferðir fara til Indlands í janúar og er þá förinni heitir til Suður-Indlands.
Ferðatímabilið er 9.janúar til 23.janúar
Lokað hefur reyndar verið fyrir skráningar í þá ferð en leyfi upplýsingum að fylgja með fyrir framtíðina en sjá má aðrar ferðir sem eru væntanlegar hjá ferðaskrifstofunni hennar hérna
Ferðalýsing
Ferðin hefst í Mumbai, þar sem gestir njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða, við smökkum á spennandi götumat, fræðumst um sögu borgarinnar, heimsækjum Dharavi Slum og hugleiðslusetur.
Næst er flogið til Cochin á Suður-Indlandi, þar sem farið er á matreiðslunámskeið, danssýningu og skoðum Fort Kochi, sem er sérstaklega sjarmerandi bær með ríkri menningu. Í Suður-Indlandi er vagga kryddræktunar á Indlandi og þar má rækta hvað sem er!
Frá Cochin er ekið til fjallahéraðsins Munnar, þar sem við skoðum te- og kryddgarða og förum á fílabúgarð.
Því næst er ferðast til Allepey, þar sem gestir upplifa siglingu á vatnasvæði og heimsækja falleg hof.
Síðasti áfangastaðurinn er Goa en þar fá gestir frjálsan tíma til að njóta strandmenningarinnar, slaka á og kynnast stemningu svæðisins.
Í þessari ferð fá þátttakendur einnig innsýn inn í menningu indverja, hindúisma, fræði Ayurveda og yoga.
Flogið er til Mumbai frá London (næturflug) og gist er á 5 stjörnuhótelum, nema í Goa þar sem gist er á 4 stjörnu hóteli.
Matarupplifun er alltaf stór hluti af ferðum okkar til Indlands, og þar sem leiðsögukona okkar er sjálf með matreiðslunámskeið, þá er tryggt að við fáum alltaf það besta að borða.
Fararstjórn
Fararstjóri er Ásdís Guðmundsdóttir, eigandi Fiðrildaferða en hún hefur leitt hópa til Indlands síðan 2020 og hefur hún því mikla og góða reynslu af landi og þjóð.
Indlandsævintýri hennar hófst árið 2017 er hún sótti ráðstefnu í Mumbai. Þar bókaði hún sér matreiðslunámskeið hjá Jenny hjá Hands on Curry sem stofnaði síðan ferðaskrifstofu sína árið 2019.
Hún bauð þá Ásdísi að koma út með hóp og fór fyrsti hópurinn út árið 2020 í ógleymanlega ferð.
Leiðsögn
Leiðsögukona í ferðinni er Jenny D’Souza, eigandi ferðaskrifstofunnar Get Involved in India, en hún er fædd og uppalin á Indlandi og býr í Mumbai.
Jenný er samstarfsaðili Fiðrildaferða og hefur tekið á móti gestum frá Íslandi síðan 2020. Hún leggur áherslu á persónulega nálgun og er það samdóma álit allra sem hafa ferðast með okkur að hún sé einstök.
Jenny fylgir hópnum alla leið og er frábært að hafa innfædda manneskju til leiðsagnar, einhvern sem þekkir til menningar- og siða og getur haft samskipti við heimafólk. Hún hefur einstakt lag á því að láta fólki líða vel og leggur sig fram við að uppfylla óskir hvers og eins.
Ég veit að það eru fleirri ferðir á dagsskrá hjá henni á nýju ári og ég mæli með að þið fylgið henni á heimasíðunni hennar, sjá hérna og eins á feisbók og smellið í eins og eitt stórt læk.
Texti að miklum hluta komin frá henni ásamt mínum eigin í bland.
Texti Ásdís Guðmundsdóttir og Ingunn Mjöll/Islandsmjoll
Ljósmyndir: Aðsendar frá Ásdísi
Velkomið að deila!
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 21, 2025
Námskeið Salt eldhússins!
Þegar maður er búin að fylgjast með spennandi námskeiðum hjá Salt eldhúsinu í þó nokkurn tíma þá freistast maður á endanum og maður getur alltaf lært eitthvað nýtt. Ég valdi að fara á námskeiðið í Jólahlaðborðinu hjá þeim þar sem við settum saman 10 rétta jólahlaðborð.
November 23, 2025
Slow Food markaður í Flóru!
Slow Food heldur reglulega markaði hér og þar og hérna voru þau með markað í Flóru-grasagarðinum þann 27.september. Ég elska að líta á allsskonar matartengda markaði enda hefur matur og allt sem honum tengist verið eitt af mínum aðal áhugamálum frá unga aldri.
November 01, 2025
Háls í Kjós!
Ég skellti mér í laugardags-bíltúr í kjósina í sumar til að skoða það sem í boði var hjá þeim hjá Háls í Kjós en það hefur aukist til muna að fólk sé farið að kaupa beint frá býli og ég engin undartekning þar á enda gæðakjöt í boði á betra verði.