November 23, 2025
Slow Food markaður í Flóru!
Slow Food heldur reglulega markaði hér og þar og hérna voru þau með markað í Flóru-grasagarðinum þann 27.september. Ég elska að líta á allsskonar matartengda markaði enda hefur matur og allt sem honum tengist verið eitt af mínum aðal áhugamálum frá unga aldri.
Hægt er að fylgjast með næstu viðburðum þeirra með því að fylgja þeim hérna
Hvað er Slow Food ?
Upplýsingar fengnar að láni af heimasíðu þeirra.
Í kjölfar hraðrar útbreiðslu “fast food” byltingarinnar spratt upp félagsskapur í Evrópu sem nefnist “Slow Food”. Í stuttu máli hratt stöðlun í matvælaframleiðslu og aukin útbreiðsla næringarsnauðs og einsleits skyndibitafæðis þessari þróun af stað. Hópur fólks, með Ítalann Carlo Petrini í broddi fylkingar, kom af stað grasrótar hreyfingu sem í dag á meðlimi í rúmlega 100 löndum.
Megin markmið Slow Food er að auka meðvitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefðar og landfræðilegs uppruna matvæla. Einkunnarorð samtakanna eru Góður, hreinn og sanngjarn, og er þar átt við að maturinn eigi að bragðast vel, hann eigi að vera laus við aukaefni og sem náttúrulegastur, og sanngjarn á þann hátt að sá sem framleiðir matinn fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína og afurðir.
Hér fyrir neðan eru svo myndir sem ég tók af nokkrum þeim fyrirtækjum sem falla undir hugtakið Slow Food og eru að gera góða hluti á Íslandi.

Það var margt um manninn á markaðinum eins og ávallt og hérna má sjá bæði fallegt unnið handverk úr afurðum beint frá býli og kjötvörur frá Rúnarlist-Stórhól sem staðsettur er í Skagafirðinum og er í eigu hennar Sigrúnar Helgu . Ég hef verslað frá þeim kjötvörur beint frá býli og má finna á síðunni minni t.d. uppskrift af Kiðlingabóg ofl áhugaverðu, sjá uppskriftir undir heitinu Bændabitafreistingar.
Ingólfur Þór Tómasson, Fjóla Einarssdóttir Framkvæmdastjóri Livefood og co að kynna dásamlegu Vegan ostana sína, þá einu á Íslandi
Þessir komu með mér heim og ég er spennt að prufa þá sem eg hef ekki prufað eins og rifna ostinn ofan á pizzu eða ostagums t.d. Smurostarnir eru æðislegir og þá er ég búin að nota í ostakökur, sjá þær uppskriftir hér Ástakaka Lemon Curd og hér Ástarosta kaka vegan fyrir áhugasama.
Svava var að vanda að kynna sitt dásamlega Svava Sinnep en hérna má lesa sér til um hana og hennar vegferð, lesa um Sinnep Svövu
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir er lífrænn bóndi í Breiðargerði í Lýtingsstaðahrepp Skagafirði og formaður VOR-Verndum og ræktum samtaka líffrænna framleiðenda á Íslandi.
Boðið er upp á sjálfsafreiðslu á staðnum sem opin er allan sólahringinn á meðan eitthvað er til.
Vörur sem ég verslaði mér en Elínborg gaf mér Grænkáls saltið sem ég er að sjálfsögðu búin að smakka á grænkálið og útbúa mér Grænkálssnakk, sjá uppskrift
Texti & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 01, 2025
Háls í Kjós!
Ég skellti mér í laugardags-bíltúr í kjósina í sumar til að skoða það sem í boði var hjá þeim hjá Háls í Kjós en það hefur aukist til muna að fólk sé farið að kaupa beint frá býli og ég engin undartekning þar á enda gæðakjöt í boði á betra verði.
July 21, 2025
Vetrar matarmarkaðurinn 2025!
Var haldinn helgina 7 og 8.mars í Hörpunni eins og svo oft áður. Matarmarkaðurinn er svo heldur betur búin að stimpla sig inn hjá undirrituðum og öðrum áhugasömum um mat og matarmenningu.
June 25, 2025
Pizzaskóli Grazie Trattoria!
Við skelltum okkur vinkonurnar loksins í pizzaskólann hjá Grazie Trattoria en við vorum búnar að vera spenntar fyrir því að fara frá því í fyrra >(2024). Þarna var saman komin góður hópur af áhugasömum pizzaáhuga unnendum til að læra að gera sína eigin pizzu og pizzadeig að hætti Nabolíbúa.