Sinnep Svövu

April 05, 2024

Sinnep Svövu

Sinnep Svövu 
Svava sinnep eða Sælkerasinnepið hennar Svövu eins og ég hef alltaf kallað það hefur heldur betur unnið hug sælkeranna. Hún byrjaði með eina tegund en í dag eru þær orðnar sex talsins, hver annarri betri að mínu mati, allar góðar og gott að geta valið sér sitt uppáhalds.

Ég kynntist henni Svövu fyrst fyrir 9. árum síðan eða árið 2015 þegar við vorum saman í skemmtilegu frumkvöðlastarfi sem bar nafnið Go4it.

Það má með sanni segja að það hafi hún gert, því vörurunum hennar hefur fjölgað með árunum úr 1 tegund í 6, hver annarri betri. Sælkeranum finnst nú ekki leiðinlegt að nota svona dýrindis sinnep í sína matargerð eða með mat.

Þegar Svava Hrönn Guðmundsdóttir flutti heim til Íslands árið 1982 eftir búsetu í bæði Danmörku og Svíþjóð þá saknaði hún strax sinnepsins sem þar var í boði svo hún tók fljótlega málin í sínar hendur og hóf að búa það til fyrir sig sjálfa og fjölskylduna og úr varð þessi ljúffenga fjölskyldu uppskrift Sterkt/sætt.

Hérna er hún Svava að kynna sinnepið sitt á Fyrirtækjakynningu hjá FKA 

Svava segir að hún hafi nú ekki verið mikil sinnepskona fyrr en hún kynntist skánska sinnepinu í Svíþjóð og þá var ekki aftur snúið því ekki var hægt að vera án þess á jólunum til að bera á jólaskinkuna né á annað góðgæti.

Það var svo árið 2014 sem Svava fór út í sjálfstæðan rekstur eftir að hafa misst vinnuna í hruninu því hún nýtti tímann vel og skellti sér í fjarnám í viðburðarstjórnun við Háskólann á Hólum en fyrir hafði hún starfað sem lyfjafræðingur.

Já frumkvöðlar láta ekki deigan síga!

Svo að það sem byrjaði í upphafi sem áhugamál breyttist í glæsilegan rekstur.

Svövu fannst strax mikilvægt að tengja íslenskt hráefni við framleiðsluna og það gerði hún svo sannarlega.


Svava framleiðir nú sex bragðtegundir af sinnepi en upprunalega sinnepið, Sterkt sætt, er það sem hún útbjó fyrst og líkist mest sænsku fyrirmyndinni.

Eitt hefur þó leitt að öðru og hefur Svava hafið samstarf við fleirri aðila við þróun á hverri tegund fyrir sig eins og með sinnepið með Aðaldbláberjunum og blóðberginu, þar við bættist svo Rabararbara sinnepið, þegar hún heyrði af því að mikið af honum færi til spillis, því þá ekki að nýta hann í eina af sinneps tegundinni, enda rabarbarinn vinsæll í matargerð og sultur á mörgum heimilum. 

Seinna meir hóf hún svo samstarf við Eimverk sem framleiðia Flóka viskíið og úr varð Viskí sinnepið en með tenginu við Ísland en ekki Skotland eins og þar er gert.

Nú Svava var ekki hætt, því næst kom Lakkrís sinnepið enda lakkrís í hinu og þessu orðin alveg gríðarlega vinsæl vara á Íslandi. Það kom kannski mörgum spánsk fyrir sjónir þessar tilraunir hennar og þegar hún tók það með sér á einn af matarmörkuðunum vinsælu sem haldnir eru í Hörpu og bauð þar upp á smakk þá var það komið til að vera þar sem það vann hug og hjörtu mataráhugafólks strax. 

Hún sagði að tilgangurinn hefði reyndar verið sá að sannreyna að sinnep og lakkrís færi engan vegin saman en staðreyndin er sú að hún er ennþá að framleiða það. Boðið er upp á það ásamt öðru sinnepi í 50 gr krukkum sem henta vel fyrir þá sem vilja smakka eða gefa í gjafir og mjög sniðugt líka fyrir þá sem búa einir.

Svava hóf sinnepsframleiðslu sína hjá Matís þar sem hún fékk mikla hjálp og var henni mikið lán en í dag þá fer framleiðslan alfarið fram í Kópavoginum hjá Eldstæðinu en þar eru margir litlir smáframleiðendur saman komnir sem er mikill styrkur fyrir alla.

Svava segir það mjög mikilvægt að hafa þessa möguleika eins og eru í boði bæði hjá Matís og Eldstæðinu sem eru hvorutveggja staðsett á höfuðborgarsvæðinu en á Skagaströnd er staðsett annað svona samfélag þar sem fólk úr nærsveitunum kemur saman og vinnur afurðir úr sveitunum þar í kring, dásamlegt alveg.

Eldstæðið var stofnað af henni Evu Michelsen sem sjálf er með litla matvælaframleiðslu og þegar hún var í vandræðum með að finna aðstöðu sem hentaði hennar framleiðslu þá útbjó hún hana sjálf með þessari snilldarinnar deiliaðstöðu sem Eldstæðið er en hana opnaði hún þann 4.september 2020. 
Í dag er þar fjöldin allur af matarframleiðendum með aðstöðu sem er hreint dásamlegt því ef ekki væri fyrir þá, þá gengi svona rekstur ekki upp. 

Takk fyrir íslenskt hugvit, íslenska framleiðslu og flotta frumkvöðla!

Svava segir að í Eldstæðinu séu þau með allt mögulegt í framleiðslu fyrir utan sinnepið hennar eins og súkkulaðiframleiðslu, bakstur ofl.
Þar eru allir tilbúnir að hjálpa hver öðrum, leita ráða og gefa ráð ef þess er óskað. 

Frumkvöðlastarf krefst mikillar ástríðu, þrautseglu og er oftar en ekki mikið hark og oft mikil áskorun en hún mun halda áfram svo lengi sem hún hefur gaman af og þótt hún sé komin á eftirlauna aldurinn þá segir hún að það sé gott að hafa eitthvað að gera.

Í dag er Svava formaður í Samtökum smáframleiðenda í matvælum en hún hefur verið í stjórn þeirra frá stofnum árið 2019. Samtökin eru með á þriðja hundrað fyrirtæki og er Beint frá býli þar aðildarfélagi. Samtök eins og þessi eru nauðsynleg fyrir smáframleiðendur, einsskonar bakland þar sem upplýsingum er miðlað á milli félagsmanna sem er af hinu góða og við njótum svo sannarlega góðs af.
Svava er líka í stjórn Slow Food í Reykjavík.

Takk elsku Svava fyrir þitt framlag til íslenskrar matarframleiðslu!


Hérna er mynd af einni uppskrift sem ég gerði fyrir stuttu síðan þar sem ég setti sinnep ofan á kartöflur, ost yfir og inn í ofn, algjört lostæti. Sjá uppskrift
Mér finnst líka rosalega gott að dýfa ofan í krukkuna niðurskorni papriku, agúrku ofl grænmeti.

Ég skora á alla að prufa Sinnep Svövu, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar. Sinnepið er einstaklega gott með kjöti, fiski, ostum, pylsum/pulsum, hamborgurum, jólasteikinni og grænmeti svo fátt eitt sé nefnt.

Heimasíða Sinnep Svövu má skoða hér
Fecebook síða Sinnep Svövu má skoða hér

Svava sinnepið fæst víða á landinu.

Á höfuðborgarsvæðinu þá fæst það í Melabúðinni, Hagkaupsverslununum,
Taste of Iceland á Laugavegi, Kjöthöllinni, Nomad á Laugavegi og svo í Gömlu Matarbúðinni
Austurvegi í Hafnarfirði.

Á landsbyggðinni:
Ljómalind Borgarnesi, Skjálfti Reykholti í Borgarfirði, Hagkaup á Akureyri,
Hús handanna á Egilsstöðum, Made in Iceland á Selfossi og Kjötbúrið á Selfossi.

Svava er síðan á hinum ýmsu matarmörkuðum víðsvegar um landið og kynnir það reglulega í matvörubúðum, best að fylgja henni á feisbókinni https://www.facebook.com/svavasinnep því þar auglýsir hún ávallt hvar hún verður að kynna og svo hefur hún verið á Matarmarkaði Íslands sem haldinn er reglulega í Hörpu og verður sá markaður næst 14 og 15.desember.


Texti og myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

Hellarnir við Hellu!
Hellarnir við Hellu!

December 12, 2024

Hellarnir við Hellu!
Lengi langað til að skella mér í þessa hellaskoðunarferð á Hellu og lét loksins verða að því þegar ég dvaldi í viku í Fljótshlíðinni. Ég skellti mér í ferð sem boðið var upp á fyrir íslensku mælandi en þær eru auglýstar sérstaklega. 

Halda áfram að lesa

Halló Selfoss!
Halló Selfoss!

December 06, 2024

Halló Selfoss!
Ég elska fyrirtækjakynningar og kynningar á einyrkjum um allt land og hérna eru New Icelanders í Félagi Fka kvenna að bjóða konum á Selfoss þann 28.september 2024 og nágrenni í skemmtilegar kynningar á nokkrum fyrirtækjum.

Halda áfram að lesa

Bílheimar!
Bílheimar!

November 25, 2024

Bílheimar!
Einstakt á heimsvísu myndi ég halda þar sem 6 bílatengd fyrirtæki koma saman undir einu þaki og styðja við hvort annað. Virkilega skemmtilegt hugmynd sem varð að veruleika. 

Halda áfram að lesa