Mannamót 2024 - Hluti 2

February 09, 2024 2 Athugasemdir

Mannamót 2024 - Hluti 2

Mannamót 2024 - Norðurland
Hluti 2

Einu sinni á ári halda Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Hérna má svo lesa um hluta 2 og skoða myndirnar sem ég tók og smávegis upplýsingar um þá aðila sem ég hitti, suma þekkti ég og aðra var ég að hitta í fyrsta sinn og lofar sumarið góðu.


Hérna eru þau Hildur og Hörður eigendur af Hótel Laugabakka sem er staðsett rétt á milli Reykjavíkur og Akureyri og starfsmaður þeirra hún Gyða. Ég gisti þar einmitt í minni fyrstu hringferð um landið þar sem ég var að byrja að safna efni fyrir síðuna mína og njóta fallega landsins okkar og það var alveg dásamlegt, ég meira að segja skrifaði um það, sjá hérna.

Þau eru einnig nýtekin við Hótelinu á Blöndósi sem staðsett er í gamla hluta bæjarins. Þar er boðið upp á 19.herbergi sem öll eiga sér ríka sögu og toppurinn hjá þeim er svo Kirkjusvítan sem er í gömlu kirkjunni, já hver vill ekki prufa að gista í kirkju eins og einu sinni, ég væri til.

Heimasíða Hótel Laugabakki
Heimasíða Hótel Blöndós

Listakot Dóru!
Listakonan Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir hefur rekið Listakot Dóru á fjölmörgum stöðum en hefur nú flutt á æskustöðvar sínar í að Vatndalshólum þar sem hún byggði sýningarsal og vinnuaðstöðu. Listakot Dóru er staðsett um 2 kílómetra inn í Vatnsdal að vestan verðu. Ég mun heimsækja hana næst þegar ég leið um.

Dóra málar kerti við öll tækifæri, hún málar íslenskt landslag og kort, heldur sýningar og vinnustofur og er að fara bjóða upp á gönguferðir með leiðsögn í sumar sem verða auglýstar frekar á feisbókarsíðunni hennar, fylgist því með því hérna. 

Fallegu kertin hennar sá ég einmitt fyrir nokkrum árum síðan í Bardúsu á Hvammstanga en hérna er hægt að lesa sér til um innilit mitt þar.

Freyr Antonsson kynnir hérna fyrirtækið sitt Arctics seatours staðsett á Dalvík og bjóða upp á hvalaskoðunarferðir, bæði dags og miðnæturferðir fyrir fallega sólarlagið. Fyrirtækið er staðsett á Hafnarbraut 22 við bensínstöð N1
Sjá heimasíðuna þeirra hérna

Svo skemmtilega vildi til að ég hafði einmitt smellt nokkrum myndum af á Fiskidaginn 2023 af þeim Draum og Mána. Gamlir hefðbundnir íslenskir fiskibátar smíðaður úr eik og sem slíkir einstaklega sterkir og þungir.

Hérna er hún Soffía hjá Hvalaskoðunarferðir á Hauganesi að kynna elsta hvalaskoðunar fyrirtæki landsins. Þar er boðið upp á ferðir í tvemur klassískum íslenskum eikarbátum. Í 99% ferða þeirra má sjá hnúfubaka, hrefnur, hnísur, háhyrninga og steypireyðar og voru þeir í ca 25.mínútnar fjarlægð frá Hauganesi. Á Hauganesi er margvísleg önnur þjónusta í boði eins og veitingastaðurinn Bacalo og heitu pottarnir sem hafa verið afar vinsælir en einnig tjaldsvæði og gisting.

Hérna er hægt að skoða heimasíðuna þeirra.

Svo skemmtilega vildi líka til að ég átti fullt af myndum sem ég tók þarna í maí 2022 á dásamlega fallegum degi þegar ferðamenn voru að koma úr einni ferðinni.

Niels Jónsson EA-106 hefðbundið, 17,5m eikarsmíðað skip frá 1974 & Whales EA-200, traustur eikarbátur smíðaður árið 1954. Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Þetta er hún Hildur Magnúsdóttir sem rekur Hótel Kjarnalund.
Hótel Kjarnalundur er 66 herbergja hótel, í aðeins 3,5 km fjarlægð frá Akureyri. Hótelið hefur upp á að bjóða virkilega notalegt og afslappað umhverfi með einstakri aðstöðu hvað varðar útiveru, heilsu og vellíðan. Náttúran umvefur hótelið allt í kring og er staðsett í jaðri Kjarnaskógar sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa. Þvílíka dásemdin.

Til gaman þá verð ég að geta þess að eitt af fallegu málverkum móður minnir hangir þarna uppi í einu af húsunum.

Heimasíða hótelsins er hérna

Hérna voru þær stöllur að kynna allt sem í boði var frá Kalda (nöfnin því miður vantar) Kaldi Brugghús, Bjórböðin og Hótel Kaldi eru rekin af þeim hjónum Agnesi Önnu og Ólafi og var brugghúsið stofnað árið 2006 og er staðsett á Árskógsasandi. Söguna rekja þau hérna.

Seinna bættu þau við vinsælu bjórböðunum og veitingastaðnum sem ég á alveg eftir að heimsækja og njóta í rólegheitunum (og vera ekki á bíl) og þá er í boði hjá þeim orðið að gista á Hótel Kalda, þarna er svo sannarlega hægt að slá margar flugur í nokkrum höggum! Já að ógleymdu skemmtilegu bjórvörunum sem þau selja líka, skemmtilega áhugaverð nýjung. 

Hérna er hægt að finna frekari upplýsingar um bæði Bjórböðin og Hótel Kalda.

Hérna eru þau Ármann og Guðrún að kynna ferðaþjónustu fyrirtækið sitt IMAGINE Icelandic travel. Þar eru í boði dagsferðir, norðurljósa, ljósmynda ofl sem hægt er að skoða betur og fræðast um hérna og já þau bjóða líka upp á Matargöngu um Akureyri og ferð í sveitalífið með heimsókn í Jólahúsið og á fleirri staði.

Ein ferð er þarna sem virkilega vekur athygli mína og er á listanum mínum yfir þá staði sem ég hef ekki komið á, ennþá og það er að fara og skoða Lake Askja - Hrossaborg - Herðubreið -  Gljúfrasmiður (Canyon Builder) - Drekagil- Vikraborgir Car Park- Lake Viti- Vatnajökull National Park- Vatnajökull Glacier, einn daginn þá verður þessi draumur að veruleika!

Spennandi!

Ásdís Sigurðardóttir eigandi af Iceland Snowsports kynnti skemmtilegar skíðaferðir, skíðakennslu ofl áhugavert og ég vildi oft óska þess að ég gæti farið á skíði eins og ég gerði í þá gömlu góðu en ég get farið með lyftunni upp og notið útsýnis af toppi Hlíðarfjallsins og tekið myndir og fyrir það er ég þakklát.

Ef ég væri aftur á móti byrjandi og langaði til að fara læra á skíði þá myndi ég kíkja á það sem er í boði hjá henni Ásdísi og félögum hennar hjá skíðaskólanum.

Skíða- & Brettaskóli Icelandsnowsports er semsagt skíða- og brettaskóli sem er  staðsettur í Hlíðarfjalli. Þarna er flottur hópur skíða- og brettakennara með margra ára reynslu.

Á Tröllaskaga og norðausturlandi eru 5 skíðasvæði og stutt á milli þeirra. 

Þau veita persónulega þjónustu og bjóða uppá einka- og hópatíma að hámarki sex manns. Þau kenna bæði byrjendum og lengra komnum. Og hægt er að lesa sér til og fræðas meira um það á heimasíðunni þeirra hérna.

Ég gleymi aldrei þessari einu ferð sem ég fór á skíði á Hlíðarfjallinu árið 1989, það var 10 stiga frost og fagurt um að litast, næst ætla ég upp á topp með myndavélina mína og mynda útsýnið! 

Takk fyrir að hafa tungumál síðunnar á íslensku/ensku.

Jón Þór hjá The Traveling Viking var að kynna sitt fjölskyldu fyrirtæki og ferðir norðan heiða. Það er ansi margt í boði hjá þeim, allt frá skipulögðum dagsferðum, einkaferðum, keyrslu í Skógarböðin og tilbaka aftur á Akureyri og ferðum á skíði í Hlíðarfjall sem er í boði 2 sinnum í viku, þá er sótt og skilað á fyrirfram ákveðnum tímum og með fylgjir passi í lyfturnar. Snilld fyrir þá sem vilja skilja bílinn eftir í bænum.

Hérna er hægt að skoða heimasíðuna

Hérna eru þau Haraldur Þór Egilsson safnstjóri og dóttir hans Eik að kynna Minjasafnið á Akureyri. 

Þar eru mörg söfn sem Minjasafnið á Akureyri sér um og má þá nefna  Leikfangahúsið, Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnsgarðurinn, Nonnahús, Minjasafnskirkjan, Iðnaðarsafnið, Gestastofan, Gamli bærinn Laufás, Laufáskirkja og í sveitinni þá er það Kýrin Edda, Smámunasafnið og Saurbæjarkirkja en svo skemmtilega vill til að ég hef komið inn í hana og myndað í einum af ferðum mínum en ég væri líka mikið til í að fara og skoða Gamla bæinn Laufás sem staðsettur er í Grenivík, staður sem ég á alveg eftir að heimsækja. Svo eins og sjá má þá er að ansi mörgu að taka og skoða bæði í innbæ Akureyrar og svo í kring.

Heimasíða Minjasafnsins
Feisbókarsíða Minjasafnsins

Saurbæjarkirkja í Eyjafirði

Júlli The Tourguide, Júlíus Freyr Theodórsson leiðsögumaður af húð og hári og segir líka þetta skemmtilega frá og það var virkilega gaman að kynnast með honum á miðlunum á tímum sem ekki mátti hittast en þið finnið hann á feisbókinni hérna og getið fylgt honum og bent öðrum á hann.

Bryndís Fjóla stofnandi af Huldustíg sem staðsett er í Listigarðinum á Akureyri

Bryndís Fjóla bíður upp á skemmtilegar og fræðandi gönguferðir um Lystigarðinn á Akureyri og segir frá huldufólkinu og álfunum. Skemmtilega áhugavert og eitt af því sem nú er búið að bæta við á listann minn að upplifa.

Huldustigur heimasíða
Huldustigur á feisbók

Framhald, hluti 3

Ég var rétt búin með helminginn þegar klukkan var orðin 17 og ég hugsaði fyrst að ég hefði heldur betur misst af hinum helminginum, þetta hefði eiginlega þurft að vera í tvo daga en sá svo að ég hefði hitt einmitt þá sem ég þurfti á að halda þetta árið því stefnan er tekin á nyrsta kafla Íslands, Kópasker, Þórshöfn, Bakkafjörð, Vopnafjörð, Raufarhöfn, Langanesið og Heimskautsgerðið með viðkomu á einhverjum stöðum á leiðinni hringinn til að tengja alla ferðina saman.

Ef þú lesandi góður hefur ábendingar fyrir mig um gistingu á hringveginum og á þessum stöðum sem ég tel upp hérna að ofan, nú eða ert með einhverja þjónustu, ert einyrkji, veitingastað, kaffihús, gistingu eða annað sem þú telur að ég hefði gaman af að sjá, kynnast, fræðast og skrifa um, hafðu þá samband við mig á ingunn@islandsmjoll.is - Hlakka til að heyra frá ykkur!

Ég hugsaði einmitt, þar sem ég hef verið að ferðast um landið okkar fallega síðustu árin og skrifa/blogga um ferðirnar mínar, hvar ég gisti, borða, hvað ég sé, einyrkja, handverksfólk og allt sem vekur áhuga minn að Ísland væri svo sannarlega STÓRASTA LAND Í HEIMI og ég er ekki einu sinni búin með nema brota brot en eins og ég hef alltaf sagt og segi enn, góðir hlutir gerast hægt.

Það sem skiptir mig mestu er að njóta í nátturunni, njóta útsýnis, matar, hitta nýtt fólk, kynnast bæjarfélögunum og virkja tengslin og það gerði maður svo sannarlega á Mannamót, hlakka mikið til sumarsins og svo næsta árs að hitta fleirri ferðaþjónustu aðila víðsvegar á landinu á einum stað til að setja upp næstu ferð/ir. 

ISLAND, STÓRASTA LAND Í HEIMI!!

Markaðsstofur landshlutanna má finna á feisbókinni hér




2 Svör

Ingunn Mjöll
Ingunn Mjöll

March 09, 2024

Sæl Dóra

Ég mun svo sannarlega ekki gera það, það er löngu komið á listann minn (langþráður draumur) og nú er bara að fara redda gistingum og festa allt niður og hjartans þakkir fyrir, ég bætti þessum stöðum inn.

Mínar bestu kveðjur
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll

Dóra Guðmundsdóttir
Dóra Guðmundsdóttir

March 09, 2024

Sæl. Þú mátt ekki gleyma Raufarhöfn og Heimsskautsgerðinu. Einnig er Langanesið mjög áhugavert.

Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

By Artos!
By Artos!

June 30, 2024

Premium Seasoning blends by Artos!
Eru frábær krydd sem koma úr höndum hans Helga B Helgasonar matreiðslumeistara en hann lærði á sínum tíma hjá honum Stefáni í Múlakaffi á árunum frá 1976-1980. 

Halda áfram að lesa

LovaIceland!
LovaIceland!

June 19, 2024 1 Athugasemd

LovaIceland!
Virkilega góð krem sem eru nýleg á Íslenskum markaði en fyrirtækið LovaIceland  var stofnað árið 2017. Vörunar fást orðið víða og hafa íslendingar tekið vel á móti vörulínunni og er hún að á virkilega góð meðmæli.

Halda áfram að lesa

Matarmarkaður Íslands!
Matarmarkaður Íslands!

May 06, 2024

Matarmarkaður Íslands!
Var haldinn í Hörpu dagana 13-14 april 2024 þar sem bændur, sjómenn og smáframleiðendur koma saman og selja afurðina sína beint til neytandans og kynna vörur sínar. 

Halda áfram að lesa