Gallerí Bardúsa

September 07, 2020

Gallerí Bardúsa

Gallerí Bardúsa & Verslunarminjasafnið
Á Hvammstanga má finna skemmtilegt Gallerí þar sem koma saman um 20 aðilar sem sýna og selja sína fallegu hönnun og handverk. 

Það sem mér fannst sérstaklega áhugavert að heyra að þarna eru samankomnar 4 systur sem hver og ein á sinn stíl sem gefur svo sannarlega lífinu lit. 
Ein þeirra er t.d. að gera þessa skemmtilegu kindafígúrur úr ull og beini.


Ég svo dáist af fólki sem töfrar fram ýmislegt falleg í höndunum og ætla ég að leyfa myndunum að tala sínu máli hérna fyrir neðan fyrir ykkur að skoða.

Fallegar vörur úr keramiki.

Dásamlegir hattar þæfðir og í öllum regnbogans litum!
Ég hefði verið til í einn í hverjum lit enda mikil hatta/húfkona.
          
Annarsskonar keramik af kindum í margsskonar litum úr náttúrunni.

Handgerð kerti og englar.

Eldhúsáhöld rennd.

Fallegir skartgripir.

Skemmtilegar vörur unnar úr allsskonar hornum.

Steinafígúrurnar heilluðu mig líka, alveg yndislegar að sjá með öllum sínum svipum og tilfinningum.

Og að lokum fallegar handþæfðar töskur, skreyttar með íslensku roði.

Þetta er bara brotabrot af þeim fallegum gersemum sem þarna voru í boði og ég mæli svo innilega með því að þið lítið þarna inn og skoðið Verslunarmannasafnið í leiðinni, það er engin aðgangseyrir þar inn en velkomið er að setja smá aur í krukku fyrir þá sem vilja og kunna að meta áhugaverða sögu.
Sjá grein og myndir hérna um safnið.

Facebook síðan þeirra


Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

Mannamót 17.janúar 2025!
Mannamót 17.janúar 2025!

February 03, 2025

Mannamót 17.janúar 2025!
Hluti 3
Mannamót er haldið af Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Halda áfram að lesa

Mannamót 17.janúar 2025!
Mannamót 17.janúar 2025!

February 01, 2025

Mannamót 17.janúar 2025!
Hluti 2
Mannamót er haldið af Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Halda áfram að lesa

Mannamót 17.janúar 2025!
Mannamót 17.janúar 2025!

January 31, 2025

Mannamót 17.janúar 2025!
Hluti 1
Mannamót er haldið af Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Halda áfram að lesa