Gallerí Bardúsa
September 07, 2020
Gallerí Bardúsa & VerslunarminjasafniðÁ Hvammstanga má finna skemmtilegt Gallerí þar sem koma saman um 20 aðilar sem sýna og selja sína fallegu hönnun og handverk.
Það sem mér fannst sérstaklega áhugavert að heyra að þarna eru samankomnar 4 systur sem hver og ein á sinn stíl sem gefur svo sannarlega lífinu lit.
Ein þeirra er t.d. að gera þessa skemmtilegu kindafígúrur úr ull og beini.


Ég svo dáist af fólki sem töfrar fram ýmislegt falleg í höndunum og ætla ég að leyfa myndunum að tala sínu máli hérna fyrir neðan fyrir ykkur að skoða.

Fallegar vörur úr keramiki.

Dásamlegir hattar þæfðir og í öllum regnbogans litum!
Ég hefði verið til í einn í hverjum lit enda mikil hatta/húfkona.
Annarsskonar keramik af kindum í margsskonar litum úr náttúrunni.

Handgerð kerti og englar.

Eldhúsáhöld rennd.

Fallegir skartgripir.

Skemmtilegar vörur unnar úr allsskonar hornum.

Steinafígúrurnar heilluðu mig líka, alveg yndislegar að sjá með öllum sínum svipum og tilfinningum.

Og að lokum fallegar handþæfðar töskur, skreyttar með íslensku roði.
Þetta er bara brotabrot af þeim fallegum gersemum sem þarna voru í boði og ég mæli svo innilega með því að þið lítið þarna inn og skoðið Verslunarmannasafnið í leiðinni, það er engin aðgangseyrir þar inn en velkomið er að setja smá aur í krukku fyrir þá sem vilja og kunna að meta áhugaverða sögu.
Sjá grein og myndir
hérna um safnið.
Facebook
síðan þeirra
Skildu eftir athugasemd
Einnig í Umfjallanir
July 13, 2023
Birna Sigurbjörnsdóttir er eigandi af Birna kerti
Ég og Sólveig skelltum okkur á námskeið hjá henni Birnu þann 11.júní 23 þar sem við fengum innsýn í kerta gerð og endurnýtingu á kertum, dásamlegt námskeið og persónulegt þar sem við fórum síðan heim með tvö kerti sem við gerðum alveg sjálfar.
Halda áfram að lesa
April 17, 2023
Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Og ég fór og skoðaði það og hafði bæði gagn og gaman af. Í þremur ólíkum húsum eru kynnt hvernig síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins var háttað.
Halda áfram að lesa
April 12, 2023
Þóra Björk Schram listakona
Dásamlega fallegu listaverkin hennar Þóru Björk heilla mann með fallegri gleði sinni rétt eins og hún. Heilla svo að það gleður mig að deila því með ykkur og benda ykkur á hana.
Halda áfram að lesa