January 02, 2025
Jólamatarmarkaður í Hörpu!
Var haldinn helgina 14 og 15.desember 2024.
Ég var komin strax kl.11 um morguninn og ætlaði mér svo sannarlega að vera snemma á ferðinni, svona áður en allt væri orðið fullt en það var svo greinilegt að ég var ekki sú eina sem hugsaði þannig, ó nei!
Þess má geta að Matarmarkaðurinn/Artisan Food Fayre er í höndum þeirra Eirnyjar Sigurðardóttir og Hlédísar Sveinsdóttir, þvílíkir snillingar, þær eiga skilið stórt klapp fyrir þessa dásamlegu menningu sem hefur verið að stækka og stækka á hverju ári og þið vitið, þetta gerist svo sannarlega ekki að sjálfu sér, þetta gerist með elju og dugnaði þeirra sem að þessu koma frá A-Ö og svo okkur neytendum sem koma og styrkja söluaðilana að hverju sinni, mynda sín tengsl við þá og halda svo áfram að versla af þeim þess á milli allt árið um kring, áfram Matarmarkaður Íslands!
Hérna getið þið farið beint á síðuna hjá Matarmarkaður/Artisan Food Fayre
Látið þessa ekki framhjá ykkur fara.
Næsti Matarmarkaður verður helgina 8 og 10.mars 2025 báða dagana frá kl.11-17
Möndlubásinn var á staðnum með ilmandi góðar möndlur.
Feisbókarsíða Möndlubásins má finna hérna
Það var stappfullt strax og allan daginn enda þar sem koma saman mataráhugasamir aðilar frá öllum hornum landsins þá er veisla, sannkölluð matarveisla enda verið að versla við fullt af einyrkjum sem hafa lagt allt sitt í sína hugmynd og hugvit, frá A-Ö og hef ég nú fylgst með þeim þónokkrum í gegnum tíðina og dáðs að seiglu þeirra og nýjungum sem koma inn á markaðinn, allt frá súkkulaði framleiðslu í matargerð, bakstur, íslenskt handverk ofl ofl
Það tókst misvel að mynda sýnendur og að sumum þeirra bara komst ég ekki að, svo það eru nú kannski ekki allir uppstilltir.
Hérna er hún Svava með dásamlega Sinnep Svövu sem nú fæst í 6 bragðtegundum, hverju öðru betra en hérna má lesa meira um hana Svövu og líka þá hvar hægt er að nálgast þau. Lesa um Svövu sinnep
Þetta er markaður sem bara allir verða að sjá með eigin augum, smakka, njóta og versla það sem heillar að hverju sinni og ég er og var engin undartekning, ég kem alltaf út með fullt af allsskonar sælkeravörum sem ég er spennt að prufa, bæði yfir jólin og svo á nýju ári!
Hérna er ein af nýjungunum á markaðinum. Villt að vestan
Villt að vestan er fjölskyldufyrirtæki á Flateyri sem framleiðir m.a. villisveppasósur
Feisbók þeirra má finna hérna
Ég á alveg eftir að prufa þessar sósur, áhugaverðar með meiru ekki skemmir að þær eru íslensk framleiðsla.
Ég fór á markaðinn líka sem var haldinn í apríl og er hægt að lesa sér lítilega til um það hérna
Hér á eftir kemur myndasería frá 14.desember
Roberto Tariello var á markaðinum að vanda með sínar dásamlegu vörur, ég rétt náði að smella mynd af honum en það var hreinlega stappað í kringum hann.
Fyrirtæki hans hefur starfað frá því árið 2012 svo að neytendur eru farnir að kannast við salami pylsurnar frá honum þótt alltaf séu einhverjir sem það gera ekki en þær fást orðið víða. Ásamt þessu hefur flytur hann inn ítalskar sælkeravörur sem með sanni má segja að séu ekta fyrir sælkera eins og mig.
Hægt er að lesa aðeins meira um hann í umfjöllunni um Stóreldhúsið en hann var þar líka að kynna vörurnar sínar.
Hr. Helvítis kokkurinn og Frú Helvítis voru á staðnum að kynna Helvítis sulturnar sínar og fleirra helvíti gott og svo gáfu þau líka smakk af Helvítis lagtertunni (Sjá uppskrift af Lagtertunni) sem inniheldur að sjálfsögðu eina af Helvítis sultunum, hvað eru nú mörg helvíti í því! En þessi flottu hjón heita Ívar Örn Hansen matreiðslumaður og Þórey Hafliðadóttir margmiðlunarhönnuður.
Fræðist meira um þau hérna
Virkilega góðar sultur frá Helvítis kokkinum
Handgert jólaskraut frá Kaffibrennslunni Valería
Hérna eru þau hjónin Gréta Mjöll Samúelsdóttir og William Óðin Lefever á fullu að kynna frábæru sósurnar sínar.
LeFever Sauce Company var stofnað árið 2018 af hjónunum William Óðni Lefever og Gretu Mjöll Samúelsdóttur.
Lefever vörurnar eru íslenskt matarhandverk sem framleitt er á Djúpavogi úr hágæða ferskum hráefnum.
Þið finnið þau hérna
Sylwia Olszewska og eiginmaður henner kynna hérna fallegu munstruðu kökukeflin og kökustimplana sína og buðu í leiðinni upp á nýbakaðar smákökur, Butter Biscuits og Gingerbread Cookies.
HP bakarí Selfossi freistaði okkar með dásamlegu bakkelsi og ég keypti mér fullan poka af allsskonar á tilboði, einstaklega góðar vörur og vinsælar.
Hérna er hún Kolbrún Sigurðardóttir með leirvörurnar sínar undir merkjum Kolsi.art en þar má finna skemmtilegar smjörkúpur, salatskálar, saltkall, bolla ofl
Kolsi art má finna hérna á feisbók. Þessar eru komnar á óskalistann minn.
Áhugaverðar smjörkúpur
Hérna eru þau hjónin Eiður Gísli Guðmundsson og Bergþóra Valgeirsdóttir frá Félagsbúinu Lindarbrekku og kynntu afurðir sínar og gáfu að smakka af Ærfile, Ærvöðva ofl spennandi. Félagsbúið Lindarbrekka er staðsett í Berufirðinum rétt innan við Djúpavog.
Feisbókarsíðuna þeirra má finna hérna
Safa Jemai kynnti dásamlegu kryddin sín frá Mabrúka. Krydd sem hafa fallega sögu á bakvið sig þar sem móðir hennar kemur við sögu. Fallegt fjölskyldurekið fyrirtæki staðsett á Íslandi en með rætur allaleið til Túnis.
Hérna má finna fullt af áhugaverðum uppskriftum frá henni
Hérna getið þið lesið um söguna á bakvið kryddin, lesa
Hérna finnið þið þau svo á feisbók, velkomið að fylgja Mabrúka
Ég er að byrja að prufa kryddin þeirra og vitið, þetta eru hágæða krydd sem ég mæli virkilega með, maður finnur ilminn um leið og maður opnar pokana af ferskleikanum.
Sælkerapasta
Félagarnir að kynna hinn vinsæla Kandís, margar ansi áhugaverðar og ljúffengar tegundir sem allar hafa sína sögu að segja. Ég heillaðist algjörlega af jóla brjóstsykrinum með með Epla og kardimommu.
Finnið síðuna þeirra Kandís hérna á feisbókinni
Íris Ann Sigurðardóttir kynnti The Coocoo's Nest kokkabókin sína og eiginmanns síns Lucas Keller.
Bókin er afrakstur þeirra hjóna eftir rekstur veitingastaðarins sem bar sama nafn og þau ráku í um 10.ár úti á Granda. Margir tengja við staðinn og elska því að geta varðveitt minninguna í bókinni sem þau gáfu út en Íris sem er ljósmyndari tók allar myndirnar í henni en svo er Lucas kokkurinn á bakvið staðinn.
Coocoo's Nest síðan þeirra á feisbók
Hraun á Skaga Eiderdown kynnti sínar vörur sem þau framleiða úr íslenskum æðadún.
Aðeins um Hraun á Skaga sem er fjölskyldubýli staðsett nyrst á Skaga í Skagafirði.
Ábúendur á Hrauni á Skaga í dag eru bræðurnir Steinn Leó Rögnvaldsson (1957-) og Jóhann Eymundur Rögnvaldsson (1962-) ásamt fjölskyldum sínum. Á hverju ári kemur svo stórfjölskyldan saman til að vernda æðarfuglana og vinna úr æðardúninum, svo úr verður einn verðmætasti og umhverfisvænasti dúnn á markaðnum.
Feisbókarsíðan þeirra
Hérna er hann Kristján Már Gunnarsson stofnandi Fengr að kynna vöruna sína.
Einn sá jólalegasti drykkur sem í boði var kom frá Fengr, handgerðu Chai sírópi sem ég er spennt að dekra við mig með um jólin en ég elska Chai latte og sé svo fyrir mér þetta dásamlega síróp saman við Gríst jógúrt og út á eftirréttinn eða til að nota sem sósu.
Fengr finnið hérna á feisbókinni
Hjónin Bergþóra og Eyjólfur frá Íslenskri hollustu létu sig ekki vanta og kynntu sínar einstöku vörur sem margar hverjar eru unnar úr bláberjum eins og sulturnar, söftin ofl dásamlegt.
Þið finnið þau hérna
Það ætti enginn á láta þessar sælkerasultur framhjá sér fara. Chilisultan er t.d. æðislegt í fyllinguna á kalkúninum, sjá uppskrift
Útúrkú, skemmtilegt nafn hér á ferð.
Hérna er hann Brynjólfur Ómarsson að kynna fyrirtækið Útúrkú og gefa gestum og gangandi að smakka af súkkulaðinu, konfektinu og svo nýjung frá þeim sem er Súkkulaðismyrja og fæst hún í 3 bragðtegendum.
ÚTÚRKÚ var stofnað árið 2023 og hóf framleiðslu á súkkulaðiplötum í september það ár. Fyrir jólin bættist við jólasveinasúkkulaði sem vakti mikla lukku og í febrúar 2024 hófu þau framleiðslu á konfekti og í mars kom páskaegg á markað. Það verður vissulega spennandi að fylgjast með því hvað kemur næst en ég er spennt að nota Smyrjuna sem ég keypti mér með Kaffi & kúmen en er viss um að hinar séu líka ekta sælkera.
Það má finna Útúrkú á feisbók hérna
Jólasúkkulaðiplötur, hó hó hó
Súkkulaðismyrjan í 3 tegendum
Hann brosti sínu breiðasta og bauð upp á smakk frá Matarkompaníinu.
Reykti laxinn var mjög góður og sá grafni líka og graflax sósuna keypti ég mér til að hafa með mínum Grafna lax um hátíðarnar.
Matarkompaní er framsækið fyrirtæki í veisluþjónustu og fyrirtækjaþjónustu. Við þjónustum fyrirtæki með hádegisverð og tökum að okkur veisluþjónustu s.s. fermingarveislur, árshátíðir, hlaðborð og grillveislur.
Sælkerasósa sem fær mín topp meðmæli!
Þær systur Anna Marta og Lovísa hjá Circolo.is voru ásamt sínu fólki að kynna dásamlegu súkkulaðihringana sína ásamt Hneturhringnum, Döðlumaukinu og Pestó. Sælkeravörur sem hafa verið að heilla landann.
Þið finnið Circolo á feisbók, alltaf gaman að fylgja.
Samantekt og ljósmyndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll.is
Má bjóða þér að fylgja okkur hérna á feisbók ;) Smelltu á like/follow
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 26, 2024
December 13, 2024
December 12, 2024