Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Fékk góðfúslegt leyfi til að deila henni hérna með ykkur á síðunni minni.

LAGTERTUBOTRNAR:
2 krukkur Helvítis eldpiparsultan - Surtsey og ananas
250 g sykur
250 g smjörlíki (smjör) mjúkt
2 egg
625 g hveiti
170 g síróp
10 g kakó
5 g kanill
5 g negull
17 g lyftiduft

AÐFERÐ - BOTNAR:

Hitið ofn í 200c
Setjið smjörlíki og sykur í hrærivélaskál.
Þeytið saman þar til blandan er létt og ljós.
Brjótið eggin í bolla og hellið út í blönduna og þeytið saman í 3 mínútur.
Hellið öllum þurrefnum saman við ásamt sírópi og þeytið í 3-4 mínútur. Setjið smjörpappír á 2 ofnplötur. Skiptið deiginu jafnt á 2 ofnplötur og bakið eina í einu í 10 mínútur í miðjum ofni.
Leyfið botnunum að kólna alveg og gerið kremið á meðan.

SMJÖRKREM:
500 g flórsykur
150 g smjör mjúkt
1 egg
15 g vanilludropar

AÐFERÐ - KREM:
Þeytið smjörið mjög vel. Bætið flórsykri, eggi og vanilludropum saman við og þeytið í 10 mínútur eða þar til kremið verður mjög létt í sér og nánast hvítt.

AÐFERÐ - SAMSETNING:
Skerið báða botnana í tvennt á stuttu hliðinni. Þá eru komnir 4 jafn stórir botnar. og smyrjið tvo þeirra með Helvítis Eldpiparsultunni Surtsey og Ananas og einn með smjörkreminu.

Raðið svo saman þannig að botninn með smjörkreminu er í miðjunni. Setjið smjörpappírsörk og svo ofnplötu (til að dreifa þyngdinni jafnt) ofan á kökuna, setjið svo farg ofan á t.d. meðalstóran pott og látið standa á borði í 12 klst.
Skiptið kökunni í 3 hluta og skerið svo í sneiðar og njótið.

Þið finnið upplýsingar um það hvar Helvítis sulturnar fást hérna!

Deilið með gleði...

Þið finnið okkur líka á Instagram

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024 2 Athugasemdir

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa

Eplabrauðkaka
Eplabrauðkaka

October 20, 2024

Eplabrauðkaka & Möffins
Skellti í eitt gómsætt eplabrauð og ákvað að setja líka af blöndunni í möffins mótin mín. Einföld og góð uppskrift.

Halda áfram að lesa