Sítrónumareneraðir létt saltaðir þorskhnakkar

September 16, 2021

Sítrónumareneraðir létt saltaðir þorskhnakkar

Sítrónumareneraðir létt saltaðir þorskhnakkar með timían & rósmarín.
Það er eitthvað roslega gott við létt saltaðan fisk og þorskhnakkarnir eru svona eðal parturinn, þykkur og djúsí og þegar maður er búin að prufa hann einu sinni langar manni í aftur og aftur, allavega mig.
     
3-4 stk þorskhnakkar
Ferskt timían
Ferskt rósmarín
Olía
Sítróna
Rauð piparkorn
Saltflögur
Grænkál

Blandið saman olíu, ca 1 dl og kreistið sítrónu saman við og hellið yfir fiskinn eða notið tilbúna olíu með sítrónubragði.
Setjið timían og rósmarín ofaná fiskinn og nokkur rauð piparkorn og geymið inni í ísskáp í 2-3 tíma.

Grillið svo fiskinn á bakka og stráið smá af saltflögum yfir í restina eða eftir smekk.
Penslið oliu á grænkálið og smá saltflögum og grillið létt í restina með fiskinum.

Borið fram með ferskri gúrkusósu með hvítlauk og grilluðu grænmeti.


Uppskrift af meðlætinu má finna hérna, Gúrkusósa - Hvítlaukslimesmjör - Grillað grænmeti.

Ef svo vel vill til að það verði afgangur af fiskinum þá má skera niður snittubrauð fallega eins og sjá má á mynd og smyrja með smjörinu, setja fiskinn ofan á og sósuna og njóta.
     



Njótið & deilið með gleði.


Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Pönnusteikt bleikja!
Pönnusteikt bleikja!

February 10, 2025

Pönnusteikt bleikja!
Ég verslaði mér eitt ljúffengt stk af bleikju frá Svenna í Fiskbúð Fúsa. Ég kryddaði það með dásamlega góða og ferska Fisk kryddinu frá Mabrúka deginum áður og steikti svo á pönnu. Með því bar ég fram ferskt salat og Sætkartöflusalat líka, svakalega gott allt saman. 

Halda áfram að lesa

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Steikt rauðspretta með sítrónukeim!

February 10, 2025

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Rauðspretta er ein af mínum uppáhalds og ég er farin að kaupa hana reglulega og elda mér og þar sem ég hef svo gaman af því að prufa nýjar aðferðir eða krydd þá er ég hérna með Sítrónupipar frá Mabrúka sem var einstaklega ferskt og gott. Með þessu bar ég fram sætkartöflu salat sem var æðislega gott með.

Halda áfram að lesa

Túnfisksteik með bearnise!
Túnfisksteik með bearnise!

January 24, 2025

Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.

Halda áfram að lesa