Sítrónumareneraðir létt saltaðir þorskhnakkar

September 16, 2021

Sítrónumareneraðir létt saltaðir þorskhnakkar

Sítrónumareneraðir létt saltaðir þorskhnakkar með timían & rósmarín.
Það er eitthvað roslega gott við létt saltaðan fisk og þorskhnakkarnir eru svona eðal parturinn, þykkur og djúsí og þegar maður er búin að prufa hann einu sinni langar manni í aftur og aftur, allavega mig.
     
3-4 stk þorskhnakkar
Ferskt timían
Ferskt rósmarín
Olía
Sítróna
Rauð piparkorn
Saltflögur
Grænkál

Blandið saman olíu, ca 1 dl og kreistið sítrónu saman við og hellið yfir fiskinn eða notið tilbúna olíu með sítrónubragði.
Setjið timían og rósmarín ofaná fiskinn og nokkur rauð piparkorn og geymið inni í ísskáp í 2-3 tíma.

Grillið svo fiskinn á bakka og stráið smá af saltflögum yfir í restina eða eftir smekk.
Penslið oliu á grænkálið og smá saltflögum og grillið létt í restina með fiskinum.

Borið fram með ferskri gúrkusósu með hvítlauk og grilluðu grænmeti.


Uppskrift af meðlætinu má finna hérna, Gúrkusósa - Hvítlaukslimesmjör - Grillað grænmeti.

Ef svo vel vill til að það verði afgangur af fiskinum þá má skera niður snittubrauð fallega eins og sjá má á mynd og smyrja með smjörinu, setja fiskinn ofan á og sósuna og njóta.
     



Njótið & deilið með gleði.


Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Halda áfram að lesa

Ýsa í sesam og kókosraspi
Ýsa í sesam og kókosraspi

May 24, 2023

Ýsa í sesam og kókosraspi
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan og var að gera fyrst núna. Ég minnkaði reyndar uppskriftina svo að hún hentaði fyrir einn og læt það fylgja með og það má líka vel nota Þorsk eða annan góðan fisk að vild.

Halda áfram að lesa

Fiskur í baconsósu
Fiskur í baconsósu

February 23, 2023

Fiskur í bacon-sósu og bönunum
Þessi réttur var oft á boðstólunum fyrir yfir 20 árum síðan hjá mér og núna var hann endurvakinn. Hann var meira segja betri en í minnigunni og verður gerður fljótlega aftur.

Halda áfram að lesa