September 16, 2021
Sítrónumareneraðir létt saltaðir þorskhnakkar með timían & rósmarín.
Það er eitthvað roslega gott við létt saltaðan fisk og þorskhnakkarnir eru svona eðal parturinn, þykkur og djúsí og þegar maður er búin að prufa hann einu sinni langar manni í aftur og aftur, allavega mig.
3-4 stk þorskhnakkar
Ferskt timían
Ferskt rósmarín
Olía
Sítróna
Rauð piparkorn
Saltflögur
Grænkál
Blandið saman olíu, ca 1 dl og kreistið sítrónu saman við og hellið yfir fiskinn eða notið tilbúna olíu með sítrónubragði.
Setjið timían og rósmarín ofaná fiskinn og nokkur rauð piparkorn og geymið inni í ísskáp í 2-3 tíma.
Grillið svo fiskinn á bakka og stráið smá af saltflögum yfir í restina eða eftir smekk.
Penslið oliu á grænkálið og smá saltflögum og grillið létt í restina með fiskinum.
Borið fram með ferskri gúrkusósu með hvítlauk og grilluðu grænmeti.
Uppskrift af meðlætinu má finna hérna, Gúrkusósa - Hvítlaukslimesmjör - Grillað grænmeti.
Ef svo vel vill til að það verði afgangur af fiskinum þá má skera niður snittubrauð fallega eins og sjá má á mynd og smyrja með smjörinu, setja fiskinn ofan á og sósuna og njóta.
Njótið & deilið með gleði.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 30, 2025
Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.
June 18, 2025
Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.
June 11, 2025
Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!