Bruschetta með tómatsalsa

September 01, 2020

Bruschetta með tómatsalsa

Bruschetta með tómatsalsa
Ég bjó til þetta og hafði með forrétt fyrir svolitlu síðan og smakkaðist þetta alveg æðislega vel en ég var með þetta með humar á pönnu og aspas. 
Sjá hér



Uppskrift:
2-3 tómatar, saxaðir
1/2 rauðlaukur, saxaður smátt
1 litið chili, smátt saxað eða eftir smekk
Smá af söxuðu kóríander
1.msk af limesafa
smá salt, gott að nota líka saltflögur ef vill

Blandið öllu vel saman og kælið. Setjið svo eins og eina matskeið af blöndunni á skáskorið snittubrauð, stráið yfir Parmesan eða öðrum osti eins og Primadonnu eða sambærilegum ostum og hitið inni í ofni þar til gullinbrúnt og osturinn er farin að bráðna.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Langbrauð með bökuðum!
Langbrauð með bökuðum!

September 14, 2024

Langbrauð með blönduðum baunum!
Fyllt brauð með blönduðum baunum frá Heinz, egg og ostur yfir, þvílíka snilldin og gaman að bera fram svona spari.

Halda áfram að lesa

Ferskur rækjuréttur kaldur
Ferskur rækjuréttur kaldur

July 21, 2024

Ferskur rækjuréttur kaldur
Þessi er einstaklega góður og ferskur. Bjó hann loksins til og bauð fjölskyldunni í kaffi. Flottur á veisluborðið, saumaklúbbinn og einfalt að útbúa hann og skella í ísskápinn t.d. deginum áður.

Halda áfram að lesa

Brauðterta með túnfisk
Brauðterta með túnfisk

June 19, 2024

Brauðterta með túnfisk
Ég ákvað að nýta afganginn af brauðtertu brauðinu af Mills brauðtertunni og skellti í eina létta og ljúfa túnfiskbrauðtertu. Hæglega er hægt að stækka innihaldið sem upp er gefið um helming og gera eina stóra.

Halda áfram að lesa