Hangikjöts rúlluterta

March 03, 2024

Hangikjöts rúlluterta

Hangikjöts rúlluterta
Fjölskylan elskar hangikjöt, soðið, kalt, í tartalettum, ofan á brauð, inní ofni með bræddum osti ofan á, ofan á snittum, brauðtertum og þessa líka sem ég gerði fyrir afmæliskaffiboð hjá mér í febrúar 2024, rúlluterta með hangikjöti.

2.stk rúllutertubrauð
500 gr af hangikjöti, ég sauð rúllu sem ég átti og notaði hana, Skerið í bita
1 stór dós af majonesi 500 gr og kannski smá aukalega til að smyrja þær 
5-6 egg, soðin og kæld
1 dós af gulrótum, stappaðar niður
Kryddað eftir smekk, ég notaði Seson All og smá af Aromat, má sleppa

Afþýðið rúllutertubrauðin. Sjóðið eggin og kælið þau. Hrærið saman majonesi, eggjum, hangikjötinu, stöppuðu gulrótunum og kryddið eftir smekk.

Gott að smakka til, ég smakka alltaf til með smá Rits kexi. 

Smyrjið blöndunni jafnt á tvö rúllutertubrauð og rúllið þeim upp. 

Skreytið þau með eggjum, agúrku og smá af vatnakarsa eða því sem þið viljið sjálf hafa. 

Alltaf gaman að sjá hugmyndir annarra að skreytingum.




Þakklát fyrir allar deilingar áfram og leyfið mér endilega að heyra hvernig ykkur líkaði ef þið prufið uppskriftina, það má merkja okkur líka á Instagram.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók







Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Humar brauðterta!
Humar brauðterta!

November 23, 2024

Humar brauðterta!
Ég stóðst ekki freistinguna á að spyrja hvort ég fengi leyfi til að birta þessa uppskrift þegar ég sá hana, fékk góðfúslegt leyfi og ég að sjáfsögðu skellti mér svo í að gera hana og bjóða upp á í sunnudagskaffi hjá mér. Ég og gestirnir mínir gefa henni súpergóð meðmæli líka. Kettirnir fengu ekki smakk...:)

Halda áfram að lesa

Roastbeef brauðterta!
Roastbeef brauðterta!

November 13, 2024

Roastbeef brauðterta!
Ein af okkar uppáhalds brauðtertum er klárlega roastbeef brauðtertan. Þessa bjó ég til fyrir afmæli föður míns og ég keypti niðursneitt roastbeef hjá Kjöthöllinni sem var alveg æðislega gott, mæli með.

Halda áfram að lesa

Laxabrauðréttur
Laxabrauðréttur

November 01, 2024 2 Athugasemdir

Laxabrauðréttur
Einn af þessum réttum sem ég hef ætlað að gera í langan tíma. 
Virkilega góður kaldur réttur sem ég reyndar útfærði á minn hátt með því að setja í hann Svövu sinnepið og setja hann í smjördeigshring sem ég keypti að þessu sinni af Hérastubbs bakaranum frá Grindavík. 

Halda áfram að lesa