Hangikjöts rúlluterta

March 03, 2024

Hangikjöts rúlluterta

Hangikjöts rúlluterta
Fjölskylan elskar hangikjöt, soðið, kalt, í tartalettum, ofan á brauð, inní ofni með bræddum osti ofan á, ofan á snittum, brauðtertum og þessa líka sem ég gerði fyrir afmæliskaffiboð hjá mér í febrúar 2024, rúlluterta með hangikjöti.

2.stk rúllutertubrauð
500 gr af hangikjöti, ég sauð rúllu sem ég átti og notaði hana, Skerið í bita
1 stór dós af majonesi 500 gr og kannski smá aukalega til að smyrja þær 
5-6 egg, soðin og kæld
1 dós af gulrótum, stappaðar niður
Kryddað eftir smekk, ég notaði Seson All og smá af Aromat, má sleppa

Afþýðið rúllutertubrauðin. Sjóðið eggin og kælið þau. Hrærið saman majonesi, eggjum, hangikjötinu, stöppuðu gulrótunum og kryddið eftir smekk.

Gott að smakka til, ég smakka alltaf til með smá Rits kexi. 

Smyrjið blöndunni jafnt á tvö rúllutertubrauð og rúllið þeim upp. 

Skreytið þau með eggjum, agúrku og smá af vatnakarsa eða því sem þið viljið sjálf hafa. 

Alltaf gaman að sjá hugmyndir annarra að skreytingum.




Þakklát fyrir allar deilingar áfram og leyfið mér endilega að heyra hvernig ykkur líkaði ef þið prufið uppskriftina, það má merkja okkur líka á Instagram.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók








Einnig í Brauðréttir

Mexíkósk rúlluterta!
Mexíkósk rúlluterta!

February 10, 2024

Mexíkósk rúlluterta
Ein af þessum uppskriftum sem ég hef safnað að mér til að gera einn daginn og það kemur að þeim einni af annarri. Mjög góð uppskrift og dásamlega falleg á veisluborðið, saumaklúbbuinn, ferminguna eða bara á notalegu kvöldi heima.

Halda áfram að lesa

Baguette með heitreyktum Lax
Baguette með heitreyktum Lax

January 31, 2024

Baguette með heitreyktum Lax
Ég lumaði á einum pakka af heitreyktum Lax í frystinum frá því að ég pantaði slatta af bæði af fiski í tempura og fiskibollum, reyktum lax, sósum ofl góðgæti frá Fisherman, allt svakalega gott, bara mitt mat.

Halda áfram að lesa

Rúlluterta með hráskinku!
Rúlluterta með hráskinku!

January 27, 2024

Rúlluterta með hráskinku 
Þessa er ég búin að vera með í fórum mínum lengi en hafði ekki gert en það kom að því og hérna má sjá afraksturinn. Ég smakkaði hana fyrst kalda en setti svo hluta af henni inn í ofn daginn eftir og fyrir mína parta þá kunni ég betur við hana heita, svo bæði gengur upp.

Halda áfram að lesa