Mexíkósk rúlluterta!

February 10, 2024

Mexíkósk rúlluterta!

Mexíkósk rúlluterta
Ein af þessum uppskriftum sem ég hef safnað að mér til að gera einn daginn og það kemur að þeim einni af annarri. Mjög góð uppskrift og dásamlega falleg á veisluborðið, saumaklúbbuinn, ferminguna eða bara á notalegu kvöldi heima.

1 rúllutertubrauð
300 gr kjúklingur, skorið niður í bita (ca 1 1/2 bringa)
Fajitas krydd, eftir smekk
1 rauð paprika, skorin í bita
100 gr maískorn
200 gr salsasósa (salsasósurnar í litlu krukkunum eru 230 gr, ég notaði alla)
200 gr rjómaostur (ég notaði þennan í bláu dósunum)
200 gr rifinn ostur
Nachos flögur eða Doritos
Ferskt kóríander 
1.stk Avacadó (ég notaði 1/2)
LimeByrjið á að skera niður kjúkling og papriku og steikið á pönnu með smá olíu.
Þegar þið sjáið að kjúklingurinn er orðin vel steiktur, bætið þá saman við maizkornunum. Ef þið notið tilbúin kjúkling þá tekur þetta styttri tíma.Bætið svo rjómaostinum saman við og salsasósunni á látið malla í smá stund.

Saxið niður smá af kóríander og bætið saman við (ef þið eruð ekki hrifin af honum þá bara sleppið þið honum). Fletjið rúllutertu brauðið út og dreyfið fyllingunni jafnt yfir og svo ostinum.

Rúllið brauðinu vel upp og setjið restina af salsasósunni ofan á, ostinum og svo er nachos flögum stráð yfir eða raðað upp eftir smekk.

Bakið við 180°c í um 18-20 mínútur. 
Skreytið með fersku kóríander, limesneiðum og ferskum avacadósneiðum.
Verði ykkur að góðu!

Þakklát fyrir allar deilingar áfram og leyfið mér endilega að heyra hvernig ykkur líkaði ef þið prufið uppskriftina, það má merkja okkur líka á Instagram.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

Einnig í Brauðréttir

Baguette með heitreyktum Lax
Baguette með heitreyktum Lax

January 31, 2024

Baguette með heitreyktum Lax
Ég lumaði á einum pakka af heitreyktum Lax í frystinum frá því að ég pantaði slatta af bæði af fiski í tempura og fiskibollum, reyktum lax, sósum ofl góðgæti frá Fisherman, allt svakalega gott, bara mitt mat.

Halda áfram að lesa

Rúlluterta með hráskinku!
Rúlluterta með hráskinku!

January 27, 2024

Rúlluterta með hráskinku 
Þessa er ég búin að vera með í fórum mínum lengi en hafði ekki gert en það kom að því og hérna má sjá afraksturinn. Ég smakkaði hana fyrst kalda en setti svo hluta af henni inn í ofn daginn eftir og fyrir mína parta þá kunni ég betur við hana heita, svo bæði gengur upp.

Halda áfram að lesa

Aspas & skinku lengja
Aspas & skinku lengja

December 01, 2023

Aspas & skinku lengja
Eða öðru nafni Aspasstykki eins og margir þekkja það undir. Frekar einfalt að útbúa og fljótlegt. Alveg dásamlega gott í hvaða veislu, saumaklúbb sem er eða bara til að njóta með sjálfum sér og gera sér dagamun.

Halda áfram að lesa