Mexíkósk rúlluterta!

February 10, 2024

Mexíkósk rúlluterta!

Mexíkósk rúlluterta
Ein af þessum uppskriftum sem ég hef safnað að mér til að gera einn daginn og það kemur að þeim einni af annarri. Mjög góð uppskrift og dásamlega falleg á veisluborðið, saumaklúbbuinn, ferminguna eða bara á notalegu kvöldi heima.

1 rúllutertubrauð
300 gr kjúklingur, skorið niður í bita (ca 1 1/2 bringa)
Fajitas krydd, eftir smekk
1 rauð paprika, skorin í bita
100 gr maískorn
200 gr salsasósa (salsasósurnar í litlu krukkunum eru 230 gr, ég notaði alla)
200 gr rjómaostur (ég notaði þennan í bláu dósunum)
200 gr rifinn ostur
Nachos flögur eða Doritos
Ferskt kóríander 
1.stk Avacadó (ég notaði 1/2)
Lime



Byrjið á að skera niður kjúkling og papriku og steikið á pönnu með smá olíu.
Þegar þið sjáið að kjúklingurinn er orðin vel steiktur, bætið þá saman við maizkornunum. Ef þið notið tilbúin kjúkling þá tekur þetta styttri tíma.



Bætið svo rjómaostinum saman við og salsasósunni á látið malla í smá stund.

Saxið niður smá af kóríander og bætið saman við (ef þið eruð ekki hrifin af honum þá bara sleppið þið honum). 



Fletjið rúllutertu brauðið út og dreyfið fyllingunni jafnt yfir og svo ostinum.

Rúllið brauðinu vel upp og setjið restina af salsasósunni ofan á, ostinum og svo er nachos flögum stráð yfir eða raðað upp eftir smekk.

Bakið við 180°c í um 18-20 mínútur. 
Skreytið með fersku kóríander, limesneiðum og ferskum avacadósneiðum.








Verði ykkur að góðu!

Þakklát fyrir allar deilingar áfram og leyfið mér endilega að heyra hvernig ykkur líkaði ef þið prufið uppskriftina, það má merkja okkur líka á Instagram.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Humar brauðterta!
Humar brauðterta!

November 23, 2024

Humar brauðterta!
Ég stóðst ekki freistinguna á að spyrja hvort ég fengi leyfi til að birta þessa uppskrift þegar ég sá hana, fékk góðfúslegt leyfi og ég að sjáfsögðu skellti mér svo í að gera hana og bjóða upp á í sunnudagskaffi hjá mér. Ég og gestirnir mínir gefa henni súpergóð meðmæli líka. Kettirnir fengu ekki smakk...:)

Halda áfram að lesa

Roastbeef brauðterta!
Roastbeef brauðterta!

November 13, 2024

Roastbeef brauðterta!
Ein af okkar uppáhalds brauðtertum er klárlega roastbeef brauðtertan. Þessa bjó ég til fyrir afmæli föður míns og ég keypti niðursneitt roastbeef hjá Kjöthöllinni sem var alveg æðislega gott, mæli með.

Halda áfram að lesa

Laxabrauðréttur
Laxabrauðréttur

November 01, 2024 2 Athugasemdir

Laxabrauðréttur
Einn af þessum réttum sem ég hef ætlað að gera í langan tíma. 
Virkilega góður kaldur réttur sem ég reyndar útfærði á minn hátt með því að setja í hann Svövu sinnepið og setja hann í smjördeigshring sem ég keypti að þessu sinni af Hérastubbs bakaranum frá Grindavík. 

Halda áfram að lesa