Humar á pönnu með aspas

April 03, 2020

Humar á pönnu með aspas

Humar á pönnu með aspas
Ég var með þetta í matinn um daginn, algjört salgæti fyrir sælkerann mig!
Þennan rétt má nota sem forrétt og líka sem aðalrétt eða með aðalrétt eins og sörf & törf!


Skelfléttur humar
Grænn aspas
Olía
Salt, pipar og hvítlaukskrydd eða hvítlauks rif

Ég hitaði olíuna rétt aðeins og byrjaði á að setja aspasinn út á pönnuna og lét hann malla í smá stund og bætti þá humrinum útí með. Kryddaði með salti og pipar úr kvörn og smá hvítlaukssalti, myndi alveg skera niður hvítlauksrif í sneiða og setja út á með næst, er örugglega æðislegt.

Svo stráði ég rifnum Primadonna osti yfir, allt í lagi líka að nota Parmesan.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Forréttir

Risarækjur í barbequesósu
Risarækjur í barbequesósu

October 20, 2024

Risarækjur í barbequesósu
Forréttur sem hentar alveg ljómandi vel fyrir einn og minnsta mál að útbúa fyrir fleirri, bara bæta við magnið af risarækjunum og hræra meira saman af rjóma ofl.

Halda áfram að lesa

Rækjukokteill Dísu vinkonu
Rækjukokteill Dísu vinkonu

March 06, 2024

Rækjukokteill
Ein af þessum sem ég hef fengið hjá vinkonu minni og hef ætlað að gera fyrir löngu síðan og lokssins komið að því og að sjálfsögðu deili ég uppskriftinni með ykkur.

Halda áfram að lesa

Djúpsteiktur Camembert
Djúpsteiktur Camembert

April 10, 2022

Djúpsteiktur Camembert
Einstaklega góður djúpsteiktur með ristuðu brauði og rifsberjasultu og ekki eins flókið og maður heldur að útbúa hann.

Halda áfram að lesa