April 03, 2020
Humar á pönnu með aspas
Ég var með þetta í matinn um daginn, algjört salgæti fyrir sælkerann mig!
Þennan rétt má nota sem forrétt og líka sem aðalrétt eða með aðalrétt eins og sörf & törf!
Skelfléttur humar
Grænn aspas
Olía
Salt, pipar og hvítlaukskrydd eða hvítlauks rif
Ég hitaði olíuna rétt aðeins og byrjaði á að setja aspasinn út á pönnuna og lét hann malla í smá stund og bætti þá humrinum útí með. Kryddaði með salti og pipar úr kvörn og smá hvítlaukssalti, myndi alveg skera niður hvítlauksrif í sneiða og setja út á með næst, er örugglega æðislegt.
Svo stráði ég rifnum Primadonna osti yfir, allt í lagi líka að nota Parmesan.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 06, 2024
April 10, 2022
October 09, 2021