Tortillur með risarækjum!

May 15, 2024

Tortillur með risarækjum!

Tortillur með risarækjum
Æðislegur réttur, hvort heldur sem forréttur, smáréttur, aðalréttur eða partur af veisluborðinu. Ég var með hann að þessu sinni sem aðalrétt og naut vel og mæli svo sannarlega með honum.

400-500 gr risarækjur
1 Pakki af mjúkum tortillum, litlum

Marinering 
Safi úr þremur límónum
2 msk af ferskum kóríander
2 hvítlauksgeirar, má sleppa 
1/2 kúmin
1-2 msk ólífuolía
Límónubörkur
Salt, gott að hafa flögusalt

Blandið öllu saman og látið risarækjurnar marinerast í kælir í 40-60 mínútur. 
Létt steikið þær svo á pönnu áður en borið er fram.

Meðlæti með:
1 lárpera (avacado), skorin í þunnar sneiðar
1 bolli rauðkál, skorið í lengjur 
1/2 bolli rauðlaukur skorin í lengjur
1/4 bolli kóríander
Safi úr einni límónu og kóríandir ferskt

Dressing með:
1/2 bolli majones
1-2 msk af Hot taco sósu
Límónubörkur, niður raspaður
1/2 tsk hvítlauksduft
Salt

Setjið salatið fyrst í tortilluna, rauðlaukinn og lárperuna, síðan risarækjurnar og svo dressinguna ofan á og skreytið með kóríander.




Verði ykkur að góðu.

Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eggjakaka með spínati!
Eggjakaka með spínati!

March 20, 2025

Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.

Halda áfram að lesa

Avókadóbrauð!
Avókadóbrauð!

March 18, 2025

Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.

Halda áfram að lesa

Smjördeigssamloka!
Smjördeigssamloka!

March 11, 2025

Smjördeigssamloka!
Það er svo gaman að breyta út af vananum og hérna ákvað ég að í staðinn fyrir að vera með brauð að vera með smjördeig með skinku, osti, sætu sinnepi og ananas og hita inni í ofni, ég mæli með!

Halda áfram að lesa