May 15, 2024
Tortillur með risarækjum
Æðislegur réttur, hvort heldur sem forréttur, smáréttur, aðalréttur eða partur af veisluborðinu. Ég var með hann að þessu sinni sem aðalrétt og naut vel og mæli svo sannarlega með honum.
400-500 gr risarækjur
1 Pakki af mjúkum tortillum, litlum
Marinering
Safi úr þremur límónum
2 msk af ferskum kóríander
2 hvítlauksgeirar, má sleppa
1/2 kúmin
1-2 msk ólífuolía
Límónubörkur
Salt, gott að hafa flögusalt
Blandið öllu saman og látið risarækjurnar marinerast í kælir í 40-60 mínútur.
Létt steikið þær svo á pönnu áður en borið er fram.
Meðlæti með:
1 lárpera (avacado), skorin í þunnar sneiðar
1 bolli rauðkál, skorið í lengjur
1/2 bolli rauðlaukur skorin í lengjur
1/4 bolli kóríander
Safi úr einni límónu og kóríandir ferskt
Dressing með:
1/2 bolli majones
1-2 msk af Hot taco sósu
Límónubörkur, niður raspaður
1/2 tsk hvítlauksduft
Salt
Setjið salatið fyrst í tortilluna, rauðlaukinn og lárperuna, síðan risarækjurnar og svo dressinguna ofan á og skreytið með kóríander.
Verði ykkur að góðu.
Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 25, 2024
June 12, 2024
June 03, 2024