Tortillur með risarækjum!

May 15, 2024

Tortillur með risarækjum!

Tortillur með risarækjum
Æðislegur réttur, hvort heldur sem forréttur, smáréttur, aðalréttur eða partur af veisluborðinu. Ég var með hann að þessu sinni sem aðalrétt og naut vel og mæli svo sannarlega með honum.

400-500 gr risarækjur
1 Pakki af mjúkum tortillum, litlum

Marinering 
Safi úr þremur límónum
2 msk af ferskum kóríander
2 hvítlauksgeirar, má sleppa 
1/2 kúmin
1-2 msk ólífuolía
Límónubörkur
Salt, gott að hafa flögusalt

Blandið öllu saman og látið risarækjurnar marinerast í kælir í 40-60 mínútur. 
Létt steikið þær svo á pönnu áður en borið er fram.

Meðlæti með:
1 lárpera (avacado), skorin í þunnar sneiðar
1 bolli rauðkál, skorið í lengjur 
1/2 bolli rauðlaukur skorin í lengjur
1/4 bolli kóríander
Safi úr einni límónu og kóríandir ferskt

Dressing með:
1/2 bolli majones
1-2 msk af Hot taco sósu
Límónubörkur, niður raspaður
1/2 tsk hvítlauksduft
Salt

Setjið salatið fyrst í tortilluna, rauðlaukinn og lárperuna, síðan risarækjurnar og svo dressinguna ofan á og skreytið með kóríander.
Verði ykkur að góðu.

Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbókEinnig í Smáréttir

Bátasteikarloka!
Bátasteikarloka!

June 12, 2024

Bátasteikarloka!
Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.

Halda áfram að lesa

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Lárpera (Avacado) í allsskonar

June 03, 2024

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Ég las einu sinni að lárperan væri einn af eftirsóttustu ávötunum í heiminum, mikil ofurfæða, fullt af góðum vítamínum, fitu og kalíum. Hún er sérstaklega mikið notuð í mexíkóskan mat og þá sérstaklega í guacamole eins og margir kannast við. 

Halda áfram að lesa

Saltfisks eggjakaka
Saltfisks eggjakaka

June 03, 2024

Saltfisks eggjakaka
Það vantar ekki hugmyndaflugið á þessum bæ eða öllu heldur hjá mér þegar kemur að matar samsetningum og að nýta afganga. Hérna hafði ég verslað mér 1.stk af útvötnuðum saltfisk í Hafinu og borið fram soðið með smjöri.

Halda áfram að lesa