Tartalettur deluxe Heinz

January 23, 2024

Tartalettur deluxe Heinz

Tartalettur deluxe Heinz 
Einfaldur og góður þessi réttur til að nýta afgangana, hvort heldur sem er hangikjöts, hamborgarhrygg, lamb ofl.

1 dós Heinz sveppasúpa, aspas eða annað sambærilegt sem þið finnið
1 dós Aspas, notið smá af safanum líka
Afgangar af kjöti

Hitið og setjið svo í tartalettur og ost yfir og inn í ofn á 180°c þar til osturinn er bráðinn. Frábær réttur í veislur.

Hugmynd af þessum kom frá honum Orra Ragnari Árnasyni Amin á grúppunni Heimilismatur á feisbókinni. Mæli með honum, virkilega góður. 

Því miður fann ég þó ekki neinar af þessum súpum frá Campells en fann frá Heinz svo hún varð fyrir valinu í þetta sinn.


Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll

Verði ykkur að góðu.

Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

Einnig í Smáréttir

Bátasteikarloka!
Bátasteikarloka!

June 12, 2024

Bátasteikarloka!
Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.

Halda áfram að lesa

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Lárpera (Avacado) í allsskonar

June 03, 2024

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Ég las einu sinni að lárperan væri einn af eftirsóttustu ávötunum í heiminum, mikil ofurfæða, fullt af góðum vítamínum, fitu og kalíum. Hún er sérstaklega mikið notuð í mexíkóskan mat og þá sérstaklega í guacamole eins og margir kannast við. 

Halda áfram að lesa

Saltfisks eggjakaka
Saltfisks eggjakaka

June 03, 2024

Saltfisks eggjakaka
Það vantar ekki hugmyndaflugið á þessum bæ eða öllu heldur hjá mér þegar kemur að matar samsetningum og að nýta afganga. Hérna hafði ég verslað mér 1.stk af útvötnuðum saltfisk í Hafinu og borið fram soðið með smjöri.

Halda áfram að lesa