January 23, 2024
Tartalettur deluxe Heinz
Einfaldur og góður þessi réttur til að nýta afgangana, hvort heldur sem er hangikjöts, hamborgarhrygg, lamb ofl.
1 dós Heinz sveppasúpa, aspas eða annað sambærilegt sem þið finnið
1 dós Aspas, notið smá af safanum líka
Afgangar af kjöti
Hitið og setjið svo í tartalettur og ost yfir og inn í ofn á 180°c þar til osturinn er bráðinn. Frábær réttur í veislur.
Hugmynd af þessum kom frá honum Orra Ragnari Árnasyni Amin á grúppunni Heimilismatur á feisbókinni. Mæli með honum, virkilega góður.
Því miður fann ég þó ekki neinar af þessum súpum frá Campells en fann frá Heinz svo hún varð fyrir valinu í þetta sinn.



Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll
Verði ykkur að góðu.
Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
August 30, 2025
Eðla! (Ostagums)
Einn af þessum vinsælu réttum sem margir elska að gæða sér á yfir sjónvarpinu og í veislum. Sósan getur verið ansi mismunandi og ég persónulega elska að prufa nýjar með, þá bæði sterkar, mildar, fjölbreyttar tegundir sem eru í boði en rjómaosturinn er þó ávallt grunnurinn og rifni osturinn yfir.
August 01, 2025
Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu.
July 21, 2025
Sveppa Risotto!
Ég keypti þetta Risotto í Costco því mér fannst það spennandi til að prufa og bera fram með Argentísku tempura-risarækjunum. Virkilega gott hvorutveggja.