January 23, 2024
Tartalettur deluxe Heinz
Einfaldur og góður þessi réttur til að nýta afgangana, hvort heldur sem er hangikjöts, hamborgarhrygg, lamb ofl.
1 dós Heinz sveppasúpa, aspas eða annað sambærilegt sem þið finnið
1 dós Aspas, notið smá af safanum líka
Afgangar af kjöti
Hitið og setjið svo í tartalettur og ost yfir og inn í ofn á 180°c þar til osturinn er bráðinn. Frábær réttur í veislur.
Hugmynd af þessum kom frá honum Orra Ragnari Árnasyni Amin á grúppunni Heimilismatur á feisbókinni. Mæli með honum, virkilega góður.
Því miður fann ég þó ekki neinar af þessum súpum frá Campells en fann frá Heinz svo hún varð fyrir valinu í þetta sinn.
Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll
Verði ykkur að góðu.
Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 25, 2024
June 12, 2024
June 03, 2024