Heimagerð kotasæla

February 24, 2024

Heimagerð kotasæla

Heimagerð kotasæla
Sólveiga kom til mín og sýndi mér og kenndi hvernig gera á heimagerða kotasælu. Virkilega gaman og töluvert einfaldara að gera en að ég hélt. 

Ég tók upp smá videsnap sem hægt er að horfa á inni á Kökur & bakstur hópnum inni á feisbók, sjá hér 

Kotasæluna er gott að nota ofan á gott brauð, t.d. súrdeigsbrauð en Sólveiga notar það reglulega í heimagert brauð, sjá uppskriftina af brauðinu hér

Uppskrift:

4 lítrar af mjólk

2 1/2-3 sítrónur (eftir stærð)

Þessi uppskrift gefur um 600 gr af Kotasælu

Pressið sítrónurnar

Setið mjólkina í pott og hitið að suðu (gætið þess að mjólkin má alls ekki sjóða!) því þá verður blandan eins og gúmmí.

Þegar þið sjáið að gufa er rétt að byrja koma þá bætið þið sítrónusafanum saman við varlega og hrærið jafnt í á meðan. Þegar mjólkin og sítróna blandast saman má sjá hvernig súrinn skreppur skreppur saman. Takið þá pottinn strax af hellunni.

Það sem þarf núna er 1.stk taubleyja og stórt sigti.

Komið bleyjunni vel fyrir inni í sigtinu og hellið svo blöndunni hægt og rólega í sigtið þar til allt er komið.

Lokið þá bleyjunni vel og hengið upp yfir vaskinum og látið vökvann leka niður yfir nóttina ef vill en það er líka hægt að pressa hægt og rólega (varlega) þar til enginn vökvi er eftir.

Kotasæluna er hægt að nota ofan á brauð, í brauð bakstur og það er líka hægt að bæta saman við kryddjurtum, salta lítillega og pipra, allt eftir smekk hvers og eins.

Þessi kotasæla er svipuð og Twarog sem er pólsk og fæst t.d. í Bónus


Súrdeigsbrauð með sólþurrkuðum tómötum, heimagerðri Kotasælu, skreytt með Vatnakarsa frá Lambhaga.

Takk kærlega elsku Sólveiga fyrir kennsluna og uppskriftina.

Dásamlegt ef deilt er áfram,,, fyrirfram þakklæti.

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Grilluð pepperoníloka
Grilluð pepperoníloka

October 29, 2024

Grilluð pepperoníloka
Stundum langar manni bara í eitthvað fljótlegt en gott og hérna setti ég saman ljúffenga samloku og setti í grillið.

Halda áfram að lesa

Súrdeigssamloka með hráskinku
Súrdeigssamloka með hráskinku

July 25, 2024

Súrdeigssamloka með hráskinku!
Hugmynd af ljúffengri samloku og að nýta það sem til er, nú eða kaupa sérstaklega í þessa ef ykkur líst vel á hana. Ég útbjó tvær, borðaði eins strax og skellti svo hinni í Air fryerinn í hádeginu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Bátasteikarloka!
Bátasteikarloka!

June 12, 2024

Bátasteikarloka!
Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.

Halda áfram að lesa