Kotasælubrauð

February 24, 2024

Kotasælubrauð

Kotasælubrauð
Dásamleg uppskrift frá henni Sólveiga sem hún deildi með okkur á
Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni.

Við gerðum svo saman heimagerða Kotasælu og tókum upp smá videó sem hægt er að skoða í hópnum.

500 gr af heimagerðum kotasælu
3 egg
300 gr haframjöl
1 téskeið af lyftidufti
1/2 téskeið eða 6 grömm af salti
75 gr sólblómafræ
75 g af graskersfræ
Mynd:Sólveiga
Blandið saman með sleif og svo með höndunum þannig að öllu hráefninu sé blandað vel saman að baka við 180 gráður í 60 mínútur en ég þurfti að baka í 70 mínútur.

Kotasæla



Uppskrift:

4 lítrar af mjólk

2 1/2-3 sítrónur (eftir stærð)

Þessi uppskrift gefur um 600 gr af Kotasælu

Pressið sítrónurnar

Setið mjólkina í pott og hitið að suðu (gætið þess að mjólkin má alls ekki sjóða!) því þá verður blandan eins og gúmmí.

Þegar þið sjáið að gufa er rétt að byrja koma þá bætið þið sítrónusafanum saman við varlega og hrærið jafnt í á meðan. Þegar mjólkin og sítróna blandast saman má sjá hvernig súrinn skreppur skreppur saman. Takið þá pottinn strax af hellunni.

Það sem þarf núna er 1.stk taubleyja og stórt sigti.

Komið bleyjunni vel fyrir inni í sigtinu og hellið svo blöndunni hægt og rólega í sigtið þar til allt er komið.

Lokið þá bleyjunni vel og hengið upp yfir vaskinum og látið vökvann leka niður yfir nóttina ef vill en það er líka hægt að pressa hægt og rólega (varlega) þar til enginn vökvi er eftir.

Kotasæluna er hægt að nota ofan á brauð, í brauð bakstur og það er líka hægt að bæta saman við kryddjurtum, salta lítillega og pipra, allt eftir smekk hvers og eins.

Þessi kotasæla er svipuð og Twarog sem er pólsk og fæst t.d. í Bónus

Takk kærlega elsku Sólveiga fyrir kennsluna og uppskriftina. Myndin af brauðinu er frá henni 🫶


Dásamlegt ef deilt er áfram,,, fyrirfram þakklæti.

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa

Eplabrauðkaka
Eplabrauðkaka

October 20, 2024

Eplabrauðkaka & Möffins
Skellti í eitt gómsætt eplabrauð og ákvað að setja líka af blöndunni í möffins mótin mín. Einföld og góð uppskrift.

Halda áfram að lesa