Dönsk heit lifrakæfa

March 08, 2020

Dönsk heit lifrakæfa

Dönsk heit lifrakæfa

Fyrir mörgum árum þá bauð æskuvinkona min mér léttan bröns að hætti Dana og var það í fyrsta sinn sem ég kynntist þessum frábæra rétti og svo bauð hún mér aftur í þessa snilld fyrir 3.árum síðan og það var fyrst fyrir jólin í fyrra 2015 sem ég eldaði mér þetta sjálf og hér með mun ég elda þetta allavega einu sinni á ári, í það minnsta!

Hráefni:
1 box af Danskri lifrakæfu, kemur í álformi.
1 box af sveppum
1-2 bréf af beikoni
Brauð
Rjóma

Það er líka hægt að baka upp gómsæta Sveppasósu frá TORO 

Setjið kæfuna inn í ofn og hitið þar til það fer að krauma í forminu.

Skerið niður sveppina og smjörsteikið, bætið 1 pela að rjóma útí (miðið út frá fjölda) kryddið eftir smekk.

Steikið beikonið á pönnu eða setjið í Air fryer, hægt er að skera það í bita og steikja eða hafa það heilt.

Ristið brauð, smyrjið það með kæfunni, bætið beikoni ofan á og að lokum sveppunum í rjómasósunni og njótið.

 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Smáréttir

Tartalettur með tígrisrækjum
Tartalettur með tígrisrækjum

July 21, 2023

Tartalettur með tígrisrækjum
Var með smá tartalettuboð þar sem ekki allir borða kjöt og bjó þá þessa uppskrift til og hún sló í gegn.

Halda áfram að lesa

Beikonvafðar döðlur
Beikonvafðar döðlur

July 19, 2023

Beikonvafðar döðlur
Þessar eru afar vinsælar í veislum og líka svo rosalega góðar. Svo ég mæli með slatta ef þetta er stór veisla en annars bara nokkrum á mann í smá partýið heima.

Halda áfram að lesa

Heitar brieostasnittur
Heitar brieostasnittur

July 19, 2023

Heitar brieostasnittur
Æðislega góðar á veisluborðið eða bara á notalegu kvöldi heima að njóta þess að vera, hér og nú!

Halda áfram að lesa