March 08, 2020
Dönsk heit lifrakæfa
Fyrir mörgum árum þá bauð æskuvinkona min mér léttan bröns að hætti Dana og var það í fyrsta sinn sem ég kynntist þessum frábæra rétti og svo bauð hún mér aftur í þessa snilld fyrir 3.árum síðan og það var fyrst fyrir jólin í fyrra 2015 sem ég eldaði mér þetta sjálf og hér með mun ég elda þetta allavega einu sinni á ári, í það minnsta!
Hráefni:
1 box af Danskri lifrakæfu, kemur í álformi.
1 box af sveppum
1-2 bréf af beikoni
Brauð
Rjóma
Það er líka hægt að baka upp gómsæta Sveppasósu frá TORO
Setjið kæfuna inn í ofn og hitið þar til það fer að krauma í forminu.
Skerið niður sveppina og smjörsteikið, bætið 1 pela að rjóma útí (miðið út frá fjölda) kryddið eftir smekk.
Steikið beikonið á pönnu eða setjið í Air fryer, hægt er að skera það í bita og steikja eða hafa það heilt.
Ristið brauð, smyrjið það með kæfunni, bætið beikoni ofan á og að lokum sveppunum í rjómasósunni og njótið.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 25, 2024
June 12, 2024
June 03, 2024