Dönsk heit lifrakæfa

March 08, 2020

Dönsk heit lifrakæfa

Dönsk heit lifrakæfa

Fyrir mörgum árum þá bauð æskuvinkona min mér léttan bröns að hætti Dana og var það í fyrsta sinn sem ég kynntist þessum frábæra rétti og svo bauð hún mér aftur í þessa snilld fyrir 3.árum síðan og það var fyrst fyrir jólin í fyrra 2015 sem ég eldaði mér þetta sjálf og hér með mun ég elda þetta allavega einu sinni á ári, í það minnsta!

Hráefni:
1 box af Danskri lifrakæfu, kemur í álformi.
1 box af sveppum
1-2 bréf af beikoni
Brauð
Rjóma

Það er líka hægt að baka upp gómsæta Sveppasósu frá TORO 

Setjið kæfuna inn í ofn og hitið þar til það fer að krauma í forminu.

Skerið niður sveppina og smjörsteikið, bætið 1 pela að rjóma útí (miðið út frá fjölda) kryddið eftir smekk.

Steikið beikonið á pönnu eða setjið í Air fryer, hægt er að skera það í bita og steikja eða hafa það heilt.

Ristið brauð, smyrjið það með kæfunni, bætið beikoni ofan á og að lokum sveppunum í rjómasósunni og njótið.

 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Smáréttir

Heimagerð kotasæla
Heimagerð kotasæla

February 24, 2024

Heimagerð kotasæla
Sólveiga kom til mín og sýndi mér og kenndi hvernig gera á heimagerða kotasælu. Virkilega gaman og töluvert einfaldara að gera en að ég hélt. 

Halda áfram að lesa

Tartalettur deluxe Heinz
Tartalettur deluxe Heinz

January 23, 2024

Tartalettur deluxe Heinz 
Einfaldur og góður þessi réttur til að nýta afgangana, hvort heldur sem er hangikjöts, hamborgarhrygg, lamb ofl.

Halda áfram að lesa

Partý/veislu/sælkera bakkar
Partý/veislu/sælkera bakkar

December 30, 2023

Partý/veislu/sælkera bakkar
Hérna má sjá smá sýnishorn af allavega partý/veislu/sælkera bökkum og hvernig hægt er að bera fram og setja saman allt það sem hugurinn óskar.

Halda áfram að lesa