Súrdeigssamloka með hráskinku

July 25, 2024

Súrdeigssamloka með hráskinku

Súrdeigssamloka með hráskinku!
Hugmynd af ljúffengri samloku og að nýta það sem til er, nú eða kaupa sérstaklega í þessa ef ykkur líst vel á hana. Ég útbjó tvær, borðaði eins strax og skellti svo hinni í Air fryerinn í hádeginu daginn eftir.

Hérna má svo sjá uppskriftina í máli og myndum.


Súrdeigsbrauðsneiðar
Philadelphia rjómaostur
Spínat
Kokteiltómatar
Rauð paprika
Hráskinka
Mosarella ostur
Sinneps sósa

Smyrjið brauðið með rjómaostinum

Raðið spínatinu ofan á aðra brauðsneiðina

Þar næst tómatsneiðum og papriku

Hráskinkunni bætt svo ofan á líka

Mosarella ostinum stráð yfir

Tilbúnar á pönnuna

Steikið þær á pönnunni upp úr ykkar uppáhalds, olíu, smjörlíki eða öðru

Ég kryddaði mínar með Salt, peppar, garlic og lemon kryddinu mínu frá Spáni

Snúa þeim við...

Krydda meira eftir smekk...og skella yfir hana ljúffengu Sinneps sósunni, ég keypti hana í Krónunni.

Svo er bara að njóta vel!

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eggjakaka með spínati!
Eggjakaka með spínati!

March 20, 2025

Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.

Halda áfram að lesa

Avókadóbrauð!
Avókadóbrauð!

March 18, 2025

Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.

Halda áfram að lesa

Smjördeigssamloka!
Smjördeigssamloka!

March 11, 2025

Smjördeigssamloka!
Það er svo gaman að breyta út af vananum og hérna ákvað ég að í staðinn fyrir að vera með brauð að vera með smjördeig með skinku, osti, sætu sinnepi og ananas og hita inni í ofni, ég mæli með!

Halda áfram að lesa