Súrdeigssamloka með hráskinku
July 25, 2024
Súrdeigssamloka með hráskinku!Hugmynd af ljúffengri samloku og að nýta það sem til er, nú eða kaupa sérstaklega í þessa ef ykkur líst vel á hana. Ég útbjó tvær, borðaði eins strax og skellti svo hinni í Air fryerinn í hádeginu daginn eftir.
Hérna má svo sjá uppskriftina í máli og myndum.

Súrdeigsbrauðsneiðar
Philadelphia rjómaostur
Spínat
Kokteiltómatar
Rauð paprika
Hráskinka
Mosarella ostur
Sinneps sósa

Smyrjið brauðið með rjómaostinum

Raðið spínatinu ofan á aðra brauðsneiðina

Þar næst tómatsneiðum og papriku

Hráskinkunni bætt svo ofan á líka

Mosarella ostinum stráð yfir

Tilbúnar á pönnuna

Steikið þær á pönnunni upp úr ykkar uppáhalds, olíu, smjörlíki eða öðru

Ég kryddaði mínar með Salt, peppar, garlic og lemon kryddinu mínu frá Spáni

Snúa þeim við...

Krydda meira eftir smekk...og skella yfir hana ljúffengu Sinneps sósunni, ég keypti hana í Krónunni.

Svo er bara að njóta vel!
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Smáréttir
October 29, 2024
Grilluð pepperoníloka
Stundum langar manni bara í eitthvað fljótlegt en gott og hérna setti ég saman ljúffenga samloku og setti í grillið.
Halda áfram að lesa
June 12, 2024
Bátasteikarloka!
Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.
Halda áfram að lesa
June 03, 2024
Lárpera (Avacado) í allsskonar
Ég las einu sinni að lárperan væri einn af eftirsóttustu ávötunum í heiminum, mikil ofurfæða, fullt af góðum vítamínum, fitu og kalíum. Hún er sérstaklega mikið notuð í mexíkóskan mat og þá sérstaklega í guacamole eins og margir kannast við.
Halda áfram að lesa