Bátasteikarloka!
June 12, 2024
Bátasteikarloka!Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.

Steikið kjötið í sneiðum á pönnu ásamt kartöflunum og bátabrauðinu. Bátabrauðið keypti ég í Hagkaup.

Æðislegt að rista/steikja bátalokuna, það gerir hana smá stökka

Ég notaði afganginn af Bearnise sósunni og hitaði hana upp en það er líka vel hægt að nota kalda tilbúna.

Setjið svo salatið yfir lokuna, kjötið og kartöflurnar

Og toppið hana svo með Barbeque sósu

Lokið henni,skerið í tvennt ef þið viljið og njótið vel.
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Smáréttir
October 29, 2024
Grilluð pepperoníloka
Stundum langar manni bara í eitthvað fljótlegt en gott og hérna setti ég saman ljúffenga samloku og setti í grillið.
Halda áfram að lesa
July 25, 2024
Súrdeigssamloka með hráskinku!
Hugmynd af ljúffengri samloku og að nýta það sem til er, nú eða kaupa sérstaklega í þessa ef ykkur líst vel á hana. Ég útbjó tvær, borðaði eins strax og skellti svo hinni í Air fryerinn í hádeginu daginn eftir.
Halda áfram að lesa
June 03, 2024
Lárpera (Avacado) í allsskonar
Ég las einu sinni að lárperan væri einn af eftirsóttustu ávötunum í heiminum, mikil ofurfæða, fullt af góðum vítamínum, fitu og kalíum. Hún er sérstaklega mikið notuð í mexíkóskan mat og þá sérstaklega í guacamole eins og margir kannast við.
Halda áfram að lesa