Bátasteikarloka!

June 12, 2024

Bátasteikarloka!

Bátasteikarloka!
Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.

Steikið kjötið í sneiðum á pönnu ásamt kartöflunum og bátabrauðinu. Bátabrauðið keypti ég í Hagkaup.

Æðislegt að rista/steikja bátalokuna, það gerir hana smá stökka

Ég notaði afganginn af Bearnise sósunni og hitaði hana upp en það er líka vel hægt að nota kalda tilbúna.

Setjið svo salatið yfir lokuna, kjötið og kartöflurnar

Og toppið hana svo með Barbeque sósu

Lokið henni,skerið í tvennt ef þið viljið og njótið vel.


Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Rauðrófugrafinn lax!
Rauðrófugrafinn lax!

December 21, 2025

Rauðrófugrafinn lax með piparrótarsósu!
Uppskrift að hætti Salt eldhússins en þau gáfu mér góðfúslegt leyfi til að deila með ykkur einni af uppskriftunum frá námskeiðinu sem ég fór á hjá þeim sem var alveg hreint æðislegt og ég valdi að deila þessari með ykkur. Lesa má um námskeiðið sem ég fór á sem bar nafnið Jólahlaðborð hérna

Halda áfram að lesa

Eðla! (Ostagums)
Eðla! (Ostagums)

August 30, 2025

Eðla! (Ostagums)
Einn af þessum vinsælu réttum sem margir elska að gæða sér á yfir sjónvarpinu og í veislum. Sósan getur verið ansi mismunandi og ég persónulega elska að prufa nýjar með, þá bæði sterkar, mildar, fjölbreyttar tegundir sem eru í boði en rjómaosturinn er þó ávallt grunnurinn og rifni osturinn yfir.

Halda áfram að lesa

Beikonloka!
Beikonloka!

August 01, 2025

Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu. 

Halda áfram að lesa