Smákökur
February 26, 2023
Smákökur
Þessar skemmtilega smáköku uppskrift er hentugt að gera þegar verið er að nota skraut kökukeflin. Þessari uppskrift deildi hún Agata Zuba með okkur á síðunni Kökur & bakstur. Athugið að neðar má finna afsláttakóða til að kaupa kefli/stimpla.
Ath. Þú getur notað hvaða smákökudeig sem þú vilt, en mundu:Deigið má ekki innihalda matarsóda, lyftiduft o.s.frv.
Setjið deigið inn í ísskáp í um 60 mín til að kæla það áður en þú notar kökukefli eða tréstimpil. Ef það er gert þá mun mynstrið hverfa þegar kökurnar eru bakaðar.
170-200 g smjör
400-450 g hveiti
1 egg
90-140 g flórsykur
Smá salt
Að auki: kanill, negull, kardimonu eða önnur krydd. 1-2 tsk t.d. af kanil er mjög gott á jólunum og svo má bæta líka við vanillu.
Þú getur útbúið kökudeigið í matvinnsluvél eða í höndunum.
- Takið eggið og smjörið úr ísskápnum. Öll innihaldsefni verða að vera við stofuhita.
Smjörið á að vera örlítið þétt.
- Blandið egginu saman við flórsykur.
Bætið smjöri og smá af salti út í og blandið öllu saman. Bætið við sigtuðu hveitinu og ef þið viljið kanil eða annað íblöndunarefni. Hnoðið eða blandið þar til deigið er vel blandað.
- Setjið deigið inn í ísskáp í um 45-60mín.
Mikilvægast er að setja deigið í ísskápinn til að kæla það niður.
Stundum set ég inn í frysti svo það tekur styttri tíma.
- Stráið síðan hveiti á borðið og fletjið deigið út fyrst með sléttu kökukefli.
Stráið smá hveiti jafnt og þétt til að koma í veg fyrir að deigið festist við kökukeflið.
Notaðu síðan keflið með mynstrin með því að þrýsta á bol rúllunnar með báðum höndum.
- Notaðu glas eða annan form til að skera út smákökur.
- Setjið kökurnar inn í forhitaðan ofn á 180°C ofn á efstu hillu.
Bökunartíminn tekur um 6-8 mínútur þar til deigið er aðeins farið að gyllast (brúnast).
- Kældu kökurnar síðan niður á vírgrind.
- Geymið smákökurnar í lokuðu íláti (loftþétt box).
Þú getur geymt þær í allt að 2 vikur.
Afsláttur
Með kóðanum kökur&bakstur er veittur 10% afsláttur af öllum kökukeflum og smákökustimplum inni á síðunni hennar Agzu.is. Athugið að setja þarf afsláttakóðann í lokin á kaupunum, áður en greitt er. Hérna er hægt að fara beint inn á síðuna, smellið hér!
Verði þér að góðu!
Uppskrift og myndir
Agata Zuba
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Smákökur
December 17, 2023
Piparkökur með smjörkremi
Þegar manni langar í eitthvað nýtt og öðruvísi þá bara gerir maður það. Ég reyndar var rosalega ánægð með mig að hafa fattað upp á þessu og sagði vinkonu minni hvað mig langaði til að gera og þá sagði skvís,,,
Halda áfram að lesa
December 17, 2023
Marengstoppar
Þessir eru með lakkrískurli og karamellukurli og eru alveg dásamlega fljótlegir í vinnslu og rosalega góðir.
Halda áfram að lesa
December 20, 2020
Kartöflukonfekt Brynju
Þvílíka snilldin þetta konfekt, maður trúir eiginlega ekki hvað þetta er gott þegar maður les uppskriftina en trúið mér, þetta er æði og kartöflur hvað, hmm
Halda áfram að lesa