Piparkökur með smjörkremi

December 17, 2023

Piparkökur með smjörkremi

Piparkökur með smjörkremi
Þegar manni langar í eitthvað nýtt og öðruvísi þá bara gerir maður það. Ég reyndar var rosalega ánægð með mig að hafa fattað upp á þessu og sagði vinkonu minni hvað mig langaði til að gera og þá sagði skvís, hva, ég gerði þetta oft á árum áður og ég sem hélt að ég hefði verið að finna upp hjólið, haha jæja, ég gerði þá bara mína útfærslu og fór nokkrum skrefunum lengra og bætti bráðnu súkkulaði við og skreytti.

Eitt get ég sagt ykkur, þetta er svakalega gott, eiginlega of gott og ég mun gera þetta aftur, já og svo er þetta bara líka svo auðvelt.

1-2 tvo piparkökubox

Smjörkrem einföld uppskrift:
125 g smjör
125 g flórsykur
1 eggjarauða
1/2 tsk vanillusykur

Smjörkrem tvöföld uppskrift:
250 g smjör
250 g flórsykur
2 eggjarauða
1 tsk vanillusykur
Smjör og sykur þeytt vel saman í hrærivél og eggjarauðunniog vanillusykri bætt út í. Þeytt vel.


Smyrjið smjörkreminu á piparkökurnar og lokið þeim.

Notið það kökuskraut sem ykkur langar að hafa. Ég notaði kökuskraut frá Sprinkle.is sem mér finnst alveg æðislega flott (og gott).

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði, rjóma eða suðusúkkulaði. Þið veljið fyrir ykkur.

Leggið smjörpappír á plötu og undirbúið ykkur áður en þið byrjið. Dýfið svo kökunum ofan í súkkulaðið og skrautið og leggið á pappírinn. Þegar búið er að skreyta þær allar þá mæli ég með því að setja þær annað hvort í kæli í smá stund á meðan súkkulaðið harðnar eða skellið þeim út í kuldann (ef það er kalt úti).

Svo skrautlegar og fallegar.

Raðið þeim svo í fallegar krukkur eða dósir og njótið þeirra svo á aðventunni.

Einnig í Smákökur

Marengstoppar
Marengstoppar

December 17, 2023

Marengstoppar
Þessir eru með lakkrískurli og karamellukurli og eru alveg dásamlega fljótlegir í vinnslu og rosalega góðir.

Halda áfram að lesa

Smákökur
Smákökur

February 26, 2023

Smákökur
Þessar skemmtilega smáköku uppskrift er hentugt að gera þegar verið er að nota skraut kökukeflin. Þessari uppskrift deildi hún Agata Zuba með okkur á síðunni Kökur & bakstur.

Halda áfram að lesa

Kartöflukonfekt Brynju
Kartöflukonfekt Brynju

December 20, 2020

Kartöflukonfekt Brynju
Þvílíka snilldin þetta konfekt, maður trúir eiginlega ekki hvað þetta er gott þegar maður les uppskriftina en trúið mér, þetta er æði og kartöflur hvað, hmm 

Halda áfram að lesa