Marengstoppar

December 17, 2023

Marengstoppar

Marengstoppar
Þessir eru með lakkrískurli og karamellukurli og eru alveg dásamlega fljótlegir í vinnslu og rosalega góðir.

3-4 eggjahvítur (snilld að nota eggjahvíturnar frá smjörkreminu t.d.)
200 gr. púðursykur 
1.poki af karamellukurli
1 poki súkkalaðihúðað lakkrískurl 

Stífþeyta eggjahvítur og bæta sykri úti og þeyta áfram þar til sykur er alveg horfin. 
Bæta þá karamellukurli og lakkrískurli útí (hræra með sleif).
Set með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 175 gráður í c.a 12-14 mínútur. Gæti verið mismunandi eftir ofnum, minn er á blæstri og það tók um 10-12 mínútur að baka þær.

Raðið þeim í fallegar glerkrukkur eða kökudósir



Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smákökur

Piparkökur með smjörkremi
Piparkökur með smjörkremi

December 17, 2023

Piparkökur með smjörkremi
Þegar manni langar í eitthvað nýtt og öðruvísi þá bara gerir maður það. Ég reyndar var rosalega ánægð með mig að hafa fattað upp á þessu og sagði vinkonu minni hvað mig langaði til að gera og þá sagði skvís,,,

Halda áfram að lesa

Smákökur
Smákökur

February 26, 2023

Smákökur
Þessar skemmtilega smáköku uppskrift er hentugt að gera þegar verið er að nota skraut kökukeflin. Þessari uppskrift deildi hún Agata Zuba með okkur á síðunni Kökur & bakstur.

Halda áfram að lesa

Kartöflukonfekt Brynju
Kartöflukonfekt Brynju

December 20, 2020

Kartöflukonfekt Brynju
Þvílíka snilldin þetta konfekt, maður trúir eiginlega ekki hvað þetta er gott þegar maður les uppskriftina en trúið mér, þetta er æði og kartöflur hvað, hmm 

Halda áfram að lesa