December 17, 2023
Marengstoppar
Þessir eru með lakkrískurli og karamellukurli og eru alveg dásamlega fljótlegir í vinnslu og rosalega góðir.
3-4 eggjahvítur (snilld að nota eggjahvíturnar frá smjörkreminu t.d.)
200 gr. púðursykur
1.poki af karamellukurli
1 poki súkkalaðihúðað lakkrískurl
Stífþeyta eggjahvítur og bæta sykri úti og þeyta áfram þar til sykur er alveg horfin.
Bæta þá karamellukurli og lakkrískurli útí (hræra með sleif).
Set með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 175 gráður í c.a 12-14 mínútur. Gæti verið mismunandi eftir ofnum, minn er á blæstri og það tók um 10-12 mínútur að baka þær.
Raðið þeim í fallegar glerkrukkur eða kökudósir
Dásamlegt ef deilt er áfram og svo finnur þú síðuna líka á Instagram
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
January 29, 2025
December 17, 2023
February 26, 2023