Kartöflukonfekt Brynju

December 20, 2020

Kartöflukonfekt Brynju

Kartöflukonfekt Brynju
Þvílíka snilldin þetta konfekt, maður trúir eiginlega ekki hvað þetta er gott þegar maður les uppskriftina en trúið mér, þetta er æði og kartöflur hvað, hmm 

100 gr. soðnar kartöflur ca 1 meðalstór (má stækka uppskriftina)
500.gr flórsykur
1.tsk piparmyntudropar

Búið til litlar kúlur.

Hjúpur utan um
100.gr súkkulaði (við notuðum bæði ljóst og dökkt, sjá mynd)
1,msk olía

Brætt saman yfir vatnsbaði og svo kúlunum velt upp úr og þær síðan kældar. 
Geymast vel í frysti og svo má læða sér í eina, tvær þegar manni langar í.

Svo dásamlegt var að sjá að þegar uppskriftin kom inn á síðuna þá voru nokkrar sem könnuðust við hana en með skemmtilega misjöfnum útfærslum, læt þær fylgja með hérna fyrir neðan.

Setja kakó og flórsykur í stappaða kartöfluna og velta svo kúlunni upp úr kókósmjöli.

Er gott líka með appelsínu dropum ofl

Deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook






Einnig í Smákökur

Piparkökur með smjörkremi
Piparkökur með smjörkremi

December 17, 2023

Piparkökur með smjörkremi
Þegar manni langar í eitthvað nýtt og öðruvísi þá bara gerir maður það. Ég reyndar var rosalega ánægð með mig að hafa fattað upp á þessu og sagði vinkonu minni hvað mig langaði til að gera og þá sagði skvís,,,

Halda áfram að lesa

Marengstoppar
Marengstoppar

December 17, 2023

Marengstoppar
Þessir eru með lakkrískurli og karamellukurli og eru alveg dásamlega fljótlegir í vinnslu og rosalega góðir.

Halda áfram að lesa

Smákökur
Smákökur

February 26, 2023

Smákökur
Þessar skemmtilega smáköku uppskrift er hentugt að gera þegar verið er að nota skraut kökukeflin. Þessari uppskrift deildi hún Agata Zuba með okkur á síðunni Kökur & bakstur.

Halda áfram að lesa