Pizzahringur!

February 06, 2025

Pizzahringur!

Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til. Ég var með tilbúna pizzakúlu en næst vil ég hafa pizzahringinn þykkari, þessi var svona eins kallað er þunnbotna.

Hráefni:

1 pizzadeig (keypt í búð eða heimabakað)
1 bolli pizzasósa 
2 bollar rifinn mozzarella ostur
1/2 bolli ferskar mozzarella kúlur
7-8 smá tómatar, helmingaðir
Basilika

Hér fyrir neðan má svo sjá myndaseríu á því hvernig ég gerði pizzahringinn svo að allir ættu að geta gert sinn hring.


Látið pizzadeigið þyðna og hefast ef það er t.d. frosin pizzakúla eina og ég notaði

Skerið kross í miðjuna og rúllið deiginu upp og myndið hring í miðjunni þegar þið eruð búin að fletja deigið út. Setjið pizzasósuna á.

Bætið rifan ostinum ofan á

Þar á eftir raðið þið fersku mosarella kúlunum á ásamt tómötunum.

Svo basilíku laufunum og kryddið með pizzakryddi og setjið inn í ofn á 180°c í um 20 mínútur, fylgist vel með og passið upp á að hún sé ekki of lengi inni.

Njótið pizzunnar!

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Toro réttur með nýrnabaunum!
Toro réttur með nýrnabaunum!

March 16, 2025

Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.

Halda áfram að lesa

Grænmetis pizza!
Grænmetis pizza!

March 07, 2025

Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt. 

Halda áfram að lesa

Tariello pastaréttur!
Tariello pastaréttur!

December 13, 2024

Tariello pastaréttur
Tariello pasta og Nduja sterk krydduð er mjúkt kryddað svínakjöts mauk, með chili frá Calabriu á Ítalíu sem ég blandaði svo saman við rjóma og Ricotta e Noci pesto ásamt sveppum og blaðlauk, einstaklega einfaldur en gómsætur pastaréttur sem bragð er af.

Halda áfram að lesa