March 07, 2025
Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt.
Nú þá var komið að þessu og ég ákvað að gera grænmetis pizzu og nota bara það sem ég átti til að þessu sinni og úr varð þessi líka fína pizza.
1 pizzadeig tilbúið eða þá þið snillingarnir gerið ykkar eigið
1 dós af niðursoðnum tómötum
1 rauðlaukur
Rauð paprika
Kirsjuberja tómatar
Rjómaostur
Salt og pipar frá Mabrúka
Piparkorn frá Mabrúka
Mosarella ostur
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
February 06, 2025
Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.
December 13, 2024
November 23, 2024