Vetrar matarmarkaðurinn 2025!

July 21, 2025

Vetrar matarmarkaðurinn 2025!

Vetrar matarmarkaðurinn 2025!
Var haldinn helgina 7 og 8.mars í Hörpunni eins og svo oft áður. Matarmarkaðurinn er svo heldur betur búin að stimpla sig inn hjá undirrituðum og öðrum áhugasömum um mat og matarmenningu. Þarna koma saman fjöldinn allur af söluaðilum frá öllu landinu og kynna afurð sína. Það skemmtilega er að það eru alltaf einhverjar nýjungar í hvert sinn, þvílikur fjársjóður sem við fáum að kynnast og hugmyndaauðgi sem heldur betur auðgar okkar fallega matarsamfélag.

Þess má geta að Matarmarkaðurinn/Artisan Food Fayre er í höndum þeirra Eirnyjar Sigurðardóttir og Hlédísar Sveinsdóttir, þvílíkir snillingar, þær eiga skilið stórt klapp fyrir þessa dásamlegu menningu sem hefur verið að stækka og stækka á hverju ári og þið vitið, þetta gerist svo sannarlega ekki að sjálfu sér, þetta gerist með elju og dugnaði þeirra sem að þessu koma frá A-Ö og svo okkur neytendum sem koma og styrkja söluaðilana að hverju sinni, mynda sín tengsl við þá og halda svo áfram að versla af þeim þess á milli allt árið um kring, áfram Matarmarkaður Íslands!

Hérna getið þið farið beint á síðuna hjá Matarmarkaður/Artisan Food Fayre

Látið þessa ekki framhjá ykkur fara.
Næsti Matarmarkaður verður helgina 13 og 14.desember 2025 báða dagana frá kl.11-17

Sólsker
Hérna er hann Ómar Fransson sem á og rekur Sólsker með aðstoð fjölskylunnar en hann veiðir, verkar og selur afurðirnar á mörkuðum eins og þessum en þær má einnig finna hjá honum á Höfn í Hornafirði. 
Feisbókarsíða Sólsker

Reyktur og grafinn lax, einnig bjóða þau upp á reykt Þorskhrogn, Makríl ofl

Jóhanna Guðrún og Guðjón kynntu pasta, olíu og hunanga sem þau flytja inn beint frá Ítalíu en þau eru einnig með mjög svo áhugaverða ferðaskrifstofu sem heitir Initalia.is þar sem þau bjóða upp á ansi skemmtilegar borgarferðir til Ítalíu en hún Jóhanna Guðrún bíður líka upp á Námsfrí á Ítalíu sem hún hefur gert síðastliðin 18-19 ár. Ferð sem vakti svo mikinn áhuga hjá mér fyrir nokkrum mánuðum og ég er á leiðinni í sjálf núna þetta árið, ó já, spennandi. 

Ég keypti mér að sjálfsögðu pastapakka af þeim hjónum og 1 krukku af dásamlegu ljúffengu hunangi sem ég hef verið að nota ofan á Burrata ost og pizzu.

Hérna finnið þið uppskrift af pastarétt sem ég gerði sem var alveg dásamlega góður, blanda af Íslandi og Ítalíu. Sjá uppskriftina.


Alltaf margt um manninn á matarmarkaðinum og margt afar áhugavert að sjá, bæði gamalt og nýtt af vöruúrvali.

Þau hjónin Bergþóra og Eyjólfur frá Íslenskri Hollustu á sínum stað að kynna sínar dásmlega fjölbreyttu vörur.
Finna má síðuna þeirra hérna



Inga K.Guðlaugsdóttir hjá Varðveislu kynnti fallegu vörurnar sínar sem saman standa af skemmtilegum smjörkúpum, diskum, skálum, kaffibollum, gerjunaríláti svo fátt eitt sé nefnt en ég var að sjá þessar fallegur vörur í mitt fyrsta skipti og ég dáist af sköpunargleði fólks almennt og hef virkilega gaman að sjá nýtt á markaðinum.

Fallegar vörur sem finna má hérna

Sushi skálar

Skálar fyrir saltið

Feisbókarsíðuna má finna hérna

Kormákur & Skjöldur kynntu vörur sínar á markaðinum

Harpa Björk Eiríksdóttir frá Skarpa.is
Enn ein snilldin en hérna er hún Harpa að kynna garn og fleirra sem er með rekjanleika beint til kindar. 

Hún sér sjálf um rúninginn og svo sendir hún ullina í Uppspuna á suðurlandi þar sem þau passa upp á rekjanleikann fyrir hana, allt merkt. Hún er með í boði tvær týpur af garni, sokkagarn og svo hið venjulega sem er 80% og er því tilvalið í allt annað en það er mýkra og því lítið tog í því. Þið finnið ítarlegri upplýsingar um hana Hörpu Björk og fyrirtæki hennar hérna





Katla Þöll Þráinsdóttir eigandi af Katla nordic design að kynna sínar vörur.



Villt að vestan - Hjónin Eyvindur Atli Ásvaldsson og Sæbjörg Freyja Gísladóttir
Villt að vestan er fjölskyldufyrirtæki á Flateyri sem framleiðir m.a. villisveppasósur
Feisbók þeirra má finna hérna

Ég er nýlega búin að gera tvær uppskriftir þar sem ég notaði þessar æðislegu sósur en þær eru reyndar báðar uppskriftir af pastaréttum, sjá aðra þeirra hérna


Kristjana hjá Litlu brjóstabúðinni var með allsskonar útfærslur af brjóstum, ullarbrjóst, brjóstahúfur ofl en sögu hennar og síðu má finna hérna





Svava lét sig ekki vanta og kynnti dásamlega góðu sinnepin frá Sinnep Svövu sem fást í 6 bragðtegundum, hverju öðru betra en hérna má lesa meira um hana Svövu og líka þá hvar hægt er að nálgast þau. Lesa um Svövu sinnep

Svava sinnep á feisbók

Clemens van der Zwet kynnti og seldi þessa fallegu túlipana en hann er með til sölu að Garðarflöt 6 - 340 Stykkishólmi.

Ég keypti mér einn vönd handa mér og færði vinkonu annan.

Systurnar Anna Marta og Lovísa hjá Circolo.is voru ásamt sínu fólki að kynna dásamlegu súkkulaðihringana sína ásamt Hneturhringnum, Döðlumaukinu og Pestó. Sælkeravörur sem hafa verið að heilla landann og þarna var búið að bæta við einni tegund af súkkulaðihring í  viðbót við hina flóruna.

Þið finnið Circolo á feisbók, alltaf gaman að fylgja.


Roberto Tariello var á markaðinum að vanda með sínar dásamlegu vörur, bæði vörur beint frá Ítalíu og einnig kjötvörur sem hann vinnur hérna á landi að ítölskum hætti.

Heimasíða Tariello
Instagram síðan







Samantekt og ljósmyndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll.is
 
Má bjóða þér að fylgja okkur hérna á feisbók ;) 
Smelltu á like/follow




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

Pizzaskóli Grazie Trattoria!
Pizzaskóli Grazie Trattoria!

June 25, 2025

Pizzaskóli Grazie Trattoria!
Við skelltum okkur vinkonurnar loksins í pizzaskólann hjá Grazie Trattoria en við vorum búnar að vera spenntar fyrir því að fara frá því í fyrra >(2024). Þarna var saman komin góður hópur af áhugasömum pizzaáhuga unnendum til að læra að gera sína eigin pizzu og pizzadeig að hætti Nabolíbúa.

Halda áfram að lesa

East Iceland Food Coop!
East Iceland Food Coop!

February 19, 2025

East Iceland Food Coop!
Ég var að panta mér í fyrsta sinn fullan kassa að lífrænum ávöxtum og grænmeti í bland, heil 7.5 kíló takk fyrir sæll! Í kassanum var eitthvað af því sem ég hef nú ekki mikið verið að kaupa út í búð, né að  nota beint í matargerð svo það er komin áskorun á mig sjálfa að bæði fræðast...

Halda áfram að lesa

Mannamót 17.janúar 2025!
Mannamót 17.janúar 2025!

February 03, 2025

Mannamót 17.janúar 2025!
Hluti 3
Mannamót er haldið af Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Halda áfram að lesa