Vellir í Svarfaðardal
July 29, 2022
Vellir í Svarfaðardal Litla Sveitabúðin, dásamleg perla þar sem hjónin Bjarni Óskarsson og Hrafnhildur Ingimarsdóttir reka í Svarfaðardalnum en þau eru einnig eigendur af Nings veitinga stöðunum.
Bjarni Óskarsson og Hrafnhildur Ingimarsdóttir, 1.júní 2022Vellir í Svarfaðardal í öllu sínu veldi.Þau ætluð að fara
njóta lífsins og hægja á sér þegar þau keyptu jörðina
Velli árið 2004. Þetta átti bara að vera svona sumarhús til að fara og slaka á, njóta lífsins og vera til. Það tók nú aldeilis breytingum því smátt og smátt byrjuðu þau að planta trjám og rækta jarðaber og þá var nú allt fljótt að vefja upp á sig.
Þannig byrjaði
Litla sveitabúðin þeirra að byggjast upp, búð sælkeranna segi ég og þegar ég kom þangað í byrjun júní, daginn sem þau opnuðu búðina.
Ég datt heldur betur í lukkupottinn, ég hafði nefnilega reynt nokkrum sinnum að koma við en það var ekki búið að opna og biðin var vel þess virði. Reyndar hefði ég viljað kaupa 1.stk af öllu því
sælkerinn í mér fór hreinlega á flug og allt sem ég smakkaði var gott, já og allt sem ég smakkaði, keypti ég eða því sem næst, svo ég var þakklát henni Hrafnhildi í huga mínum að hún opnaði ekki fleirri tegundir fyrir mig að smakka, þið skiljið.
Krúttilega búðarborðið með öllum kræsingunum og smakkinu.
Ég verð að segja að fyrir mína parta þá væri ég til í að hafa þessa búð aðeins nær mér, ja kannski ekki ;) Jú ég mæli með útibúi á höfðuborgarsvæðinu fyrir dásamlega remolaðið þeirra sem ég keypti mér, sjá uppskrift
hér, eins sósuna Asísku sem ég var að nota á kjúklinginn minn, sjá uppskrift
hér sem ég bjó til, reykta ostinn sem þau framleiða, Duccha ofl góðgæti.
Viti menn, ég sá á heimasíðunni þeirra
www.vellir.is að framundan er stefnt á að þau opni netverslun, snilldin ein.
Svo sá ég að það er líka hægt að kaupa hjá þeim tilbúnar Vallaöskjur, sjá
hér en í boði eru tvær stærðir af allsskonar góðgæti.
Reyktir ostar
Te og fjallagrös
Sultur í miklu úrvali, allar lífrænar eins og allar vörurnar á Völlum
Í dag framleiða þau allsskonar sælkeravörur og selja ásamt reyktum ostum, sólþurrkuðum saltfisk, jurtir hversskonar, jarðaber, hindber og sólber svo fátt eitt sé nefnt en einnig flytja þau í hágæða olíur ofl sælkeravörur.
Súpur, Villisveppasósur, Picklað grænmeti, Súrsað, Graflaxsósa og Blómkáls Remulaði ásamt svo miklu meiru.
Olíurnar sem þau flytja inn ásamt fleirri sælkeravörum eins og sinnepi sem ég keypti þarna hjá þeim en það notaði ég svo með því að velta fiski uppúr í staðinn fyrir egg og svo í rasp og steikti svo á pönnu, þvílíka sælgætið sem það var. Ég á svo eftir að prufa Sinnepið með dillinu, það verður eitthvað gott.
Og Dukkah, blanda sem kom mér skemmtilega á óvart en fyrst dippar maður annað hvort kexi eða brauði í olíu og svo í Dukkah blönduna eða notar í mat, Dukkah er miðausturlensk/Egyptian kryddblanda. Ég las það líka einhverstaðar að hann hefði sáð fyrir
Hvönn á meðan aðrir eru að reyna að losna sig við hana. Þau nýta hana og pressa safann úr en hann gagnast víst mjög vel við þvagvandamálum en hratið frá hvönninni væri síðan notað til að krydda kex og berjahratið væri t.d. notað í te en á Völlum er mikil berjarækt og að
Sólberja akurinn þeirra sé einn sá stærsti á landinu og að sjálfsögðu selja þau bæði sultur og söft. Þau reykja líka bleikju úr eigin eldi, hægt er að kaupa reykta gæs, svartfugl, lunda og hversskonar egg. Ísvélin stoppar ekki allt sumarið á góðviðrisdögum og hægt er að sitja úti og njóta.
Það má með sanni segja að hérna séu magnaðir einstaklingar á ferð því að flest sem þeim dettur í hug, framkvæma þau.
Á Völlum er líka
gömul hlaða en henni eru þau búin að breyta í flottan veislusal sem ber nafnið
Bræðraskemman, skemmtilegt nafn. Ég varð þess ekki aðnjótandi að sjá hana þar sem þau hjónin voru nú önnum kafinn á þeirra fyrsta opnunardegi en ég hef séð myndir af henni og hún er virkilega kósý, eitthvað svo í þeirra anda eins og sjá má allsstaðar utan sem innan, ég hugsa stundum, vá hvað það er gaman að eiga heima í sveit og njóta svona dásemda og kærleiks sem maður finnur allt í kringum sig, sveitasælan gleður!
Í gömlu hlöðunni hafa þau verið að bjóða upp á grillveislur ofl eins og matarmikla gúllassúpu eða fiskisúpu, ég veit að súpurnar eru algjört æði því að árið 2018 þá var ég stödd úti á Kanarí með foreldrum mínum, systir og mági og fórum við í heimsókn til móðir hans hennar Auðar Sæm sem var fararstjóri til margar ára þar og þá var boðið upp á alveg hreint dásamlega súpu að hans hætti, matarmikil og einstaklega góð. Þegar maður hefur komið þar í sveitasæluna hennar Auðar og eiginmanns hennar þá skilur maður vel sveitasæluna á Völlum.
Vá hvað ég væri til í að fara þarna í hlöðuveislu einn daginn, hver veit, allt getur gerst í þessu lífi manns.
Ég mæli svo með innliti í Litlu Sveitabúðina og að þið hleypið sælkeranum í ykkur alla leið út og njótið. Látið það eftir ykkur!
Lokum þessu með fallegri mynd af húsínu í sveitarómantíkinni með fallega kirkjustæðinu fyrir framan.
Texti & myndir
Ingunn Mjöll
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.