July 27, 2022
Grillaður Sólkoli
Það er ekki á hverjum degi sem manni er færður dýrindisfiskur eins og Sólkolinn er en það gerðist og ég var að elda hann í mitt fyrsta skipti og hann heppnaðist þetta líka vel og var borinn fram með Blómkáls Remolaðinu frá Völlum í Svarfaðardal sem var toppurinn, þetta romolaði er eitthvað annað.
Sólkoli
Salt og pipar eða gott fiskikrydd
Kryddið báðu megin
Setjið fiskinn í eldfast mót og inn í ofn í um 25.mínútur eða skellið honum á grillið. Ég sauð svo kartöflur sem ég skar niður í helming og setti ofan á þær Prima Donna ost og kryddaði örlítið með salt og pipar og bar svo fram með glænýjum tómötum og sælkera Blómkáls Remulaði frá Völlum í Svarfaðardal, þvílíka veislan hjá mér.
Ég setti kartöflurnar síðan í Air fryerinn minn í um 2-3.mínútur ca
Þar til osturinn er að mestu bráðinn
Besta sem ég hef fengið, beint frá Völlum
Njótið & deilið að vild
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 13, 2025
Sweet Chili fiskur!
Fiskréttur og fiskréttur og óteljandi útfærslur. Hérna kemur ein frá mér sem ég prufaði að gera og var svakalega góð, svo góð að henni er hér með deilt með ykkur. Hún er líka svo einstaklega einföld að allir ættu að geta orðið meistarar í matargerð sinni.
July 30, 2025
Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.
June 18, 2025
Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.