July 27, 2022
Grillaður Sólkoli
Það er ekki á hverjum degi sem manni er færður dýrindisfiskur eins og Sólkolinn er en það gerðist og ég var að elda hann í mitt fyrsta skipti og hann heppnaðist þetta líka vel og var borinn fram með Blómkáls Remolaðinu frá Völlum í Svarfaðardal sem var toppurinn, þetta romolaði er eitthvað annað.
Sólkoli
Salt og pipar eða gott fiskikrydd
Kryddið báðu megin
Setjið fiskinn í eldfast mót og inn í ofn í um 25.mínútur eða skellið honum á grillið. Ég sauð svo kartöflur sem ég skar niður í helming og setti ofan á þær Prima Donna ost og kryddaði örlítið með salt og pipar og bar svo fram með glænýjum tómötum og sælkera Blómkáls Remulaði frá Völlum í Svarfaðardal, þvílíka veislan hjá mér.
Ég setti kartöflurnar síðan í Air fryerinn minn í um 2-3.mínútur ca
Þar til osturinn er að mestu bráðinn
Besta sem ég hef fengið, beint frá Völlum
Njótið & deilið að vild
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 18, 2024
October 21, 2024
September 11, 2024