Grillaður Sólkoli

July 27, 2022

Grillaður Sólkoli

Grillaður Sólkoli
Það er ekki á hverjum degi sem manni er færður dýrindisfiskur eins og Sólkolinn er en það gerðist og ég var að elda hann í mitt fyrsta skipti og hann heppnaðist þetta líka vel og var borinn fram með Blómkáls Remolaðinu frá Völlum í Svarfaðardal sem var toppurinn, þetta romolaði er eitthvað annað.

Sólkoli
Salt og pipar eða gott fiskikrydd

Kryddið báðu megin

Setjið fiskinn í eldfast mót og inn í ofn í um 25.mínútur eða skellið honum á grillið. Ég sauð svo kartöflur sem ég skar niður í helming og setti ofan á þær Prima Donna ost og kryddaði örlítið með salt og pipar og bar svo fram með glænýjum tómötum og sælkera Blómkáls Remulaði frá Völlum í Svarfaðardal, þvílíka veislan hjá mér.

Ég setti kartöflurnar síðan í Air fryerinn minn í um 2-3.mínútur ca

Þar til osturinn er að mestu bráðinn

Besta sem ég hef fengið, beint frá Völlum

Njótið & deilið að vild

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Fiskur í baconsósu
Fiskur í baconsósu

February 23, 2023

Fiskur í bacon-sósu og bönunum
Þessi réttur var oft á boðstólunum fyrir yfir 20 árum síðan hjá mér og núna var hann endurvakinn. Hann var meira segja betri en í minnigunni og verður gerður fljótlega aftur.

Halda áfram að lesa

Túnfisk steik með hollandaise
Túnfisk steik með hollandaise

February 01, 2023

Túnfisk steik með hollandaise
Áramótin 2022-2023 voru tekin í rólegheitunum með einni ljúfengri Túnfisk steik eins og síðustu tvö árin á undan. Meðlætið er þó aldrei það sama og að þessu sinni var ég með Toro hollandaise sósu sem ég gerði að minni með tvisti,

Halda áfram að lesa

Hrogn & kinnar
Hrogn & kinnar

February 01, 2023

Hrogn & kinnar
Þvílíkur herramannsmatur. Ég hef ekki mikið borðað hrogn á fullorðins árunum en aldist svo sannarlega upp við þau ásamt fleirra góðgæti úr fiskbúðinni hans afa míns Þorleifs (sem margir muna eftir honum sem Leifa)

Halda áfram að lesa