Grillaður Sólkoli

July 27, 2022

Grillaður Sólkoli

Grillaður Sólkoli
Það er ekki á hverjum degi sem manni er færður dýrindisfiskur eins og Sólkolinn er en það gerðist og ég var að elda hann í mitt fyrsta skipti og hann heppnaðist þetta líka vel og var borinn fram með Blómkáls Remolaðinu frá Völlum í Svarfaðardal sem var toppurinn, þetta romolaði er eitthvað annað.

Sólkoli
Salt og pipar eða gott fiskikrydd

Kryddið báðu megin

Setjið fiskinn í eldfast mót og inn í ofn í um 25.mínútur eða skellið honum á grillið. Ég sauð svo kartöflur sem ég skar niður í helming og setti ofan á þær Prima Donna ost og kryddaði örlítið með salt og pipar og bar svo fram með glænýjum tómötum og sælkera Blómkáls Remulaði frá Völlum í Svarfaðardal, þvílíka veislan hjá mér.

Ég setti kartöflurnar síðan í Air fryerinn minn í um 2-3.mínútur ca

Þar til osturinn er að mestu bráðinn

Besta sem ég hef fengið, beint frá Völlum

Njótið & deilið að vild

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Halda áfram að lesa

Ýsa í sesam og kókosraspi
Ýsa í sesam og kókosraspi

May 24, 2023

Ýsa í sesam og kókosraspi
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan og var að gera fyrst núna. Ég minnkaði reyndar uppskriftina svo að hún hentaði fyrir einn og læt það fylgja með og það má líka vel nota Þorsk eða annan góðan fisk að vild.

Halda áfram að lesa

Fiskur í baconsósu
Fiskur í baconsósu

February 23, 2023

Fiskur í bacon-sósu og bönunum
Þessi réttur var oft á boðstólunum fyrir yfir 20 árum síðan hjá mér og núna var hann endurvakinn. Hann var meira segja betri en í minnigunni og verður gerður fljótlega aftur.

Halda áfram að lesa