Grillaður Sólkoli

July 27, 2022

Grillaður Sólkoli

Grillaður Sólkoli
Það er ekki á hverjum degi sem manni er færður dýrindisfiskur eins og Sólkolinn er en það gerðist og ég var að elda hann í mitt fyrsta skipti og hann heppnaðist þetta líka vel og var borinn fram með Blómkáls Remolaðinu frá Völlum í Svarfaðardal sem var toppurinn, þetta romolaði er eitthvað annað.

Sólkoli
Salt og pipar eða gott fiskikrydd

Kryddið báðu megin

Setjið fiskinn í eldfast mót og inn í ofn í um 25.mínútur eða skellið honum á grillið. Ég sauð svo kartöflur sem ég skar niður í helming og setti ofan á þær Prima Donna ost og kryddaði örlítið með salt og pipar og bar svo fram með glænýjum tómötum og sælkera Blómkáls Remulaði frá Völlum í Svarfaðardal, þvílíka veislan hjá mér.

Ég setti kartöflurnar síðan í Air fryerinn minn í um 2-3.mínútur ca

Þar til osturinn er að mestu bráðinn

Besta sem ég hef fengið, beint frá Völlum

Njótið & deilið að vild

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Saltfiskur í Kormasósu!
Saltfiskur í Kormasósu!

November 18, 2024

Saltfiskur í Kormasósu!
Indversku sósurnar frá Patak's eru með þeim bestu sem ég hef smakkað sem eru seldar í tilbúnum krukkum og hérna ákvað ég að prufa að vera með fisk sem ég átti og breyta út af vananum að vera með kjúkling

Halda áfram að lesa

Lax með kús kús
Lax með kús kús

October 21, 2024

Lax með kús kús
Góður og einfaldur réttur sem ég tel að allir geti eldað og boðið upp á.
Þarna hafði ég með kús kús en það er líka vel hægt að vera með kartöflur eða hrísgrjón.

Halda áfram að lesa

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa