July 29, 2022
Kjúklingabringur í Balí sósu frá Nings
Ég keypti þessa æðislegu Balí sósu í Litlu Sveitabúðinni að Völlum í Svarfaðardal norðan heiða og var að nota hana núna með kjúklingarétti sem ég bjó til, algjört sælgæti fyrir sælkera.
2 kjúklingabringur
1 epli
1 skalottlaukur
1/2 paprika
6-8 smá tómatar
1 dós Water Chesnut slice
1/4 Blaðlaukur
1/2 krukka af Balí sósu Nings
Olía til að steikja upp úr
Skerið kjúklingabringurnar í lengjur og steikið á pönnu og kryddið með kjúklingakryddi. Snúið við á öllum hliðum í um 15.mínútur.
Skerið grænmetið niður og setjið í botinn á eldföstu móti. Bætið chesnut sneiðunum saman við og hellið svo smá sósu yfir allt saman ásamt því að bera á kjúklingabringurnar sjálfar. Bætið bringunum ofan á og hitið svo allt í ofni í 15.mínútur.
Hráefnið
Allt sett í eldfast mót
Stráið Cashewhnetum og kókosflögum yfir réttinn ef vill
Verði ykkur að góðu
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 25, 2025
Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.
January 19, 2025
November 27, 2024