Kjúklingabringur í Balí sósu

July 29, 2022

Kjúklingabringur í Balí sósu

Kjúklingabringur í Balí sósu frá Nings
Ég keypti þessa æðislegu Balí sósu í Litlu Sveitabúðinni að Völlum í Svarfaðardal norðan heiða og var að nota hana núna með kjúklingarétti sem ég bjó til, algjört sælgæti fyrir sælkera.

2 kjúklingabringur
1 epli
1 skalottlaukur
1/2 paprika
6-8 smá tómatar
1 dós Water Chesnut slice
1/4 Blaðlaukur
1/2 krukka af Balí sósu Nings
Olía til að steikja upp úr

Skerið kjúklingabringurnar í lengjur og steikið á pönnu og kryddið með kjúklingakryddi. Snúið við á öllum hliðum í um 15.mínútur.
Skerið grænmetið niður og setjið í botinn á eldföstu móti. Bætið chesnut sneiðunum saman við og hellið svo smá sósu yfir allt saman ásamt því að bera á kjúklingabringurnar sjálfar. Bætið bringunum ofan á og hitið svo allt í ofni í 15.mínútur.


Hráefnið

Allt sett í eldfast mót

Stráið Cashewhnetum og kókosflögum yfir réttinn ef vill

Verði ykkur að góðu

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Kjúklingaréttur í Bali sósu!

October 17, 2024

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Mörgum finnst mjög gott að skella í einfalda pottrétti og margir hverjir vita oft ekkert hvaða krydd á að setja og þá er nú snilld að geta gripið í svona tilbúna pakka öðru hverju inn á milli.

Halda áfram að lesa

Indverskar kjúklingabringur
Indverskar kjúklingabringur

October 12, 2024

Indverskar kjúklingabringur
Svakalega einfaldur réttur og einstaklega góður. Svo er einfalt að nýta afgangana á annan hátt ef maður vill fá smá tilbreytingu. Þessa uppskrift minnkaði ég um helming og var með tvær kjúklingabringur,,,

Halda áfram að lesa