Kjúklingabringur í Balí sósu

July 29, 2022

Kjúklingabringur í Balí sósu

Kjúklingabringur í Balí sósu frá Nings
Ég keypti þessa æðislegu Balí sósu í Litlu Sveitabúðinni að Völlum í Svarfaðardal norðan heiða og var að nota hana núna með kjúklingarétti sem ég bjó til, algjört sælgæti fyrir sælkera.

2 kjúklingabringur
1 epli
1 skalottlaukur
1/2 paprika
6-8 smá tómatar
1 dós Water Chesnut slice
1/4 Blaðlaukur
1/2 krukka af Balí sósu Nings
Olía til að steikja upp úr

Skerið kjúklingabringurnar í lengjur og steikið á pönnu og kryddið með kjúklingakryddi. Snúið við á öllum hliðum í um 15.mínútur.
Skerið grænmetið niður og setjið í botinn á eldföstu móti. Bætið chesnut sneiðunum saman við og hellið svo smá sósu yfir allt saman ásamt því að bera á kjúklingabringurnar sjálfar. Bætið bringunum ofan á og hitið svo allt í ofni í 15.mínútur.


Hráefnið

Allt sett í eldfast mót

Stráið Cashewhnetum og kókosflögum yfir réttinn ef vill

Verði ykkur að góðu

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Arrabbiata kjúklingaréttur
Arrabbiata kjúklingaréttur

July 05, 2024

Arrabbiata kjúklingaréttur!
Það er fátt sem mér finnst eins gaman eins að prufa mig áfram í allsskonar samsetningum á mat og þegar uppskriftirnar heppnast svona líka vel þá deili ég þeim með ykkur með mikilli gleði. 

Halda áfram að lesa

Mango Chutney kjúklingur
Mango Chutney kjúklingur

April 05, 2024

Mango Chutney kjúklingur
Meiriháttar góður réttur, algjör sælkera að mínu mati. Ég minnkaði hann reyndar lítilega sem kom ekki að sök og var með hrísgrjón með og ferskt salat.
fyrir 4

Halda áfram að lesa

Barbeque kjúklingaborgari
Barbeque kjúklingaborgari

March 05, 2024

Barbeque kjúklingaborgari
Afgangar er eitthvað sem ég elska að nýta og gera eitthvað gott úr og hérna var ég með afganga af kjúklingalæri sem ég steikti á pönnu og bar fram með steiktu eggi, spínati, agúrku, hamborgara sósu og barbeque sósu. Svakalega góðu.

Halda áfram að lesa