Kjúklingabringur í Balí sósu

July 29, 2022

Kjúklingabringur í Balí sósu

Kjúklingabringur í Balí sósu frá Nings
Ég keypti þessa æðislegu Balí sósu í Litlu Sveitabúðinni að Völlum í Svarfaðardal norðan heiða og var að nota hana núna með kjúklingarétti sem ég bjó til, algjört sælgæti fyrir sælkera.

2 kjúklingabringur
1 epli
1 skalottlaukur
1/2 paprika
6-8 smá tómatar
1 dós Water Chesnut slice
1/4 Blaðlaukur
1/2 krukka af Balí sósu Nings
Olía til að steikja upp úr

Skerið kjúklingabringurnar í lengjur og steikið á pönnu og kryddið með kjúklingakryddi. Snúið við á öllum hliðum í um 15.mínútur.
Skerið grænmetið niður og setjið í botinn á eldföstu móti. Bætið chesnut sneiðunum saman við og hellið svo smá sósu yfir allt saman ásamt því að bera á kjúklingabringurnar sjálfar. Bætið bringunum ofan á og hitið svo allt í ofni í 15.mínútur.


Hráefnið

Allt sett í eldfast mót

Stráið Cashewhnetum og kókosflögum yfir réttinn ef vill

Verði ykkur að góðu

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Kjúklingaréttir

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur

July 30, 2023

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Þar sem ég er að öllu jafna ein í heimili þá elda ég oft fyrir tvo daga í einu sem er algjör snilld finnst mér en til að hafa tilbreytinguna í eldamennskunni,,,

Halda áfram að lesa

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Kjúklingur í mangó rjómasósu

March 15, 2023

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Hér er æðisleg uppskrift að kjúklingi með mangó rjómasósu sem hún Rune Pedersen deildi með okkur. Æðislegur réttur sem ég er búin að elda og mæli mikið með. Takk fyrir Rune.

Halda áfram að lesa

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Kjúklingur Korma/Butter chicken

March 01, 2023

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Réttur sem er svo ofureinfaldur og góður í senn enda er leitum við oft af einhverju afar einföldu til að elda svona á milli. Sósurnar frá Patask fá mín bestu meðmæli. Í þessu tilfelli var ég með Butter chiken sósuna.

Halda áfram að lesa