Gistiheimilið Kastalinn

May 23, 2022

Gistiheimilið Kastalinn

Gistiheimilið Kastalinn (The Castel)
Er staðsettur í Brekkuhvammur 1, Búðardal og þar gisti ég eina nótt í vel útbúnu einstaklings herbergi en heppnin var svo sannarlega með mér þetta kvöld þegar ég kom og hvergi búin að panta gistingu fyrir þessa nótt og mig langar virkilega til að mæla með því. Finna má síðuna þeirra hérna á feisbók

Þarna er boðið upp á einstaklings herbergi, fjölskyldu, herbergi fyrir tvo og svo er líka hægt að dvelja í sætum bjálkahúsum sem eru þarna 3 fyrir framan. 

Sætu bjálka húsin sem eru í boði.

Carolin rekur gistiheimilið ásamt eiginmanni sínum og svo reka þau einnig tjaldsvæðið á svæðinu og eru með hestaleigu.

Einstaklingsherbergið. Kaffi/te er á öllum herbergjunum og lítill vaskur en sameiginlega baðherbergis aðstaða og eldhús. Einnig er hægt að panta morgunmat sem er þá tilbúinn á herbergjunum en í þeim er lítill ísskápur.

Herbergi fyrir tvo.

Fjölskylduherbergi fyrir 4

Sætu húsin
, henta vel fyrir tvo

Smá aðstaða með kaffikönnu, brauðrist og örbylgjuofni og sér baðherbergi með sturtu. Virkilega notalegt.


Þarna má sjá Ljósufjöll beint fyrir neðan gistiheimilið og er þetta útsýnið sem sjá má út um gluggann á fjölskylduherberginu og herberginu fyrir 2. En fyrir hina er stutt að labba og njóta þess.

Fyrir áhuga sama um fuglalífið þá er þarna mikið af því og búið er að útbúa smá útsýnispall þar sem hægt er að njóta og mynda.

Á góðviðris dögum má grípa með sér nesti og setjast á bekkinn og hægt er að rölta niður á ströndina þarna og svamla í sjónum.

Vínlandssetrið Leifsbúð
Vínlandssetrið er spennandi áfangastaður fyrir unga sem aldna, þar sem sögum af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og í Bandaríkjunum, eru gerð skil í nýrri sýningu sem samanstendur af myndverkum tíu þekktra íslenskra myndlistarmanna. Þú ferðast um söguna með hljóðleiðsögn og skoðar um leið töfraheim sýningarinnar.

Tjaldsvæðið

Mikið er í boði á svæðinu eins og matvöruverslun, blómabúð, handverksverslun og veitingastaður. Stutt er svo að fara og skoða Eiríksstaði þar sem búið er að byggja upp á rústunum að öllum líkindum frá tíma Eiríks rauða og Þjóðhildar, foreldra Leifs heppna. Þar er hægt að kynnast víkingatímanum á skemmtilegan og lifandi hátt, leiðsögumenn klæðast víkingaklæðum og kynna fornt handverk um leið og þeir segja sögu staðarins á sinn einstaka máta. 
Hólar farm bíður svo upp á að skoða dýrin stór og smá í skemmtilegri frásögn hennar Rebekku og svo er ljómandi gott að enda ferðin á að fara og fá mér sér ís á Erpsstöðum, versla sér kannski osta og annað góðagæti sem þau eru með þar á boðstólunum og ekki má gleyma hinu gómsæta Skyrkonfekti, algjör smella. 

Texti & myndir
Ingunn Mjöll


Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

Stóreldhússýningin 2024!
Stóreldhússýningin 2024!

December 13, 2024

Stóreldhússýningin Laugardalshöll
Var haldinn dagana 31.október og 1.nóvember 2024 í Laugardalshöllinni. 
Þarna eru fjöldinn allur af matvælatengdum fyrirtækjum á markaðinum saman komin til að kynna sig og sjá aðra. Alltaf jafn gaman að koma og sjá, fræðast og smakka nýjungar sem mörg fyrirtækjanna eru með á boðstólunum.

Halda áfram að lesa

Hellarnir við Hellu!
Hellarnir við Hellu!

December 12, 2024

Hellarnir við Hellu!
Lengi langað til að skella mér í þessa hellaskoðunarferð á Hellu og lét loksins verða að því þegar ég dvaldi í viku í Fljótshlíðinni. Ég skellti mér í ferð sem boðið var upp á fyrir íslensku mælandi en þær eru auglýstar sérstaklega. 

Halda áfram að lesa

Halló Selfoss!
Halló Selfoss!

December 06, 2024

Halló Selfoss!
Ég elska fyrirtækjakynningar og kynningar á einyrkjum um allt land og hérna eru New Icelanders í Félagi Fka kvenna að bjóða konum á Selfoss þann 28.september 2024 og nágrenni í skemmtilegar kynningar á nokkrum fyrirtækjum.

Halda áfram að lesa