Hólar farm
May 25, 2022
Hólar farm minizoo in Iceland Það var skemmtileg upplifun að heimsækja dýragarðinn á Hólum og hitta þar hana Rebekku sem á og rekur hann ásamt manni sínum og fjölskyldu.
Á bænum má finna fjöldan allan af dýrum eins og geitur, hesta, svín, hunda, ketti, kanínur, kalkúna, kindur, lömb, hænur og ekki má gleyma hinum yndislega Krumma sem talar og segir t.d. nafnið sitt ofl. Krummi varð líka heimsþekktur þegar hann tók að sér hlutverk í þáttaseríunni Kötlu sem komu út á Netflix.
Frá fyrsta stoppi var glens og grín, dýrin kynnt hvert af fætur öðru. Sum þeirra léku meira segja lystir sínar fyrir okkur og ég brosi enn þá allan hringinn þegar ég hugsa um sögurnar sem hún segir svo skemmtilega frá hún Rebekka að ég vil ekki taka það frá ykkur að upplifa þær sjálf. Hún hefur einstakt lag á dýrunum og það er greinilegt að þau elska hana og þarna leið mér eins og öll dýrin væru vinir í skóginum.
Ég vildi að ég gæti sagt ykkur skemmtilegu sögurnar hennar Rebekku en þá skemmi ég skemmtunina fyrir ykkur en ég brosi ennþá þegar ég hugsa um þær.Það ríkir mikil ást og hlýja þarna á milli og Svínka er ekki spar á kossana.Hann Gummi bræddi mig alveg, þvílíkur knúsari sem hann var.
Það er svo gott að fá svona knúsBrosmildur
Krummi leikari sem lék í Netflix þáttunum Kötlu. Hann kann að segja nafnið sitt og mamma ofl.
Hann er mikill eggja kall hann Krummi
Og deilir því bróðurlega með hænunum, góður strákur hann Krummi Ég mæli með heimsókn á Hólar farm, hvort heldur ein/einn eða með fjölskyldunni og börnin og ekki gleyma barninu í ykkur, það þarf að fá að koma út að leika endrum og eins.
Ég naut þess að leyfa barninu í mér leika sér og njóta en ég hef alltaf verið mikil dýrakona. Feisbókarsíðuna þeirra má finna
hérnaHólar, Búðadalur, Iceland 371
Myndir & textiIngunn Mjöll
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Blogg & greinar!
December 12, 2024
Hellarnir við Hellu!
Lengi langað til að skella mér í þessa hellaskoðunarferð á Hellu og lét loksins verða að því þegar ég dvaldi í viku í Fljótshlíðinni. Ég skellti mér í ferð sem boðið var upp á fyrir íslensku mælandi en þær eru auglýstar sérstaklega.
Halda áfram að lesa
December 06, 2024
Halló Selfoss!
Ég elska fyrirtækjakynningar og kynningar á einyrkjum um allt land og hérna eru New Icelanders í Félagi Fka kvenna að bjóða konum á Selfoss þann 28.september 2024 og nágrenni í skemmtilegar kynningar á nokkrum fyrirtækjum.
Halda áfram að lesa
November 25, 2024
Bílheimar!
Einstakt á heimsvísu myndi ég halda þar sem 6 bílatengd fyrirtæki koma saman undir einu þaki og styðja við hvort annað. Virkilega skemmtilegt hugmynd sem varð að veruleika.
Halda áfram að lesa